Bræðrabandið - 01.10.1974, Blaðsíða 9

Bræðrabandið - 01.10.1974, Blaðsíða 9
 Bls.9 - BRÆÐRABANDIÐ 10. tbl. okkar og leyfuin honum að koma inn, svo hann geti veitt okkur það, sem við þörfnumst. 6. Hvenær segir Biblían að Guð hafi fyrst elskað okkur? Róm.5:8-10. Kærleikur Guðs breytist ekki. Hann er kallaður eilífur kærleikur. "Já, með ævarandi elsku hefi ég elskað þig; þess vegna hefi ég dregið þig með kærleiksríkri umhyggju." (Jer.31:3) 7. Hvað getur aðskilið okkur frá kærleika Guðs? RÓm.8:38,39. 8. Hvað leyfir kærleiki Guðs honum að kalla okkur þó syndin aðskilji okkur frá honum? l.Jóh.3:l. Konungur alheimsins kallar okkur börnin sín vegna hins mikla kærleika hans til okkar. Hvílík forréttindi og heiður, sem hann hefur sýnt okkur. 9. Hvað var hámark kærleika Guðs? l.Joh.4:9,10 Guð hafði á margvíslegan hátt reynt að kenna fólkinu á tma Gamla testamentisins um hinn mikla kærleika sinn. En það virtist ekki skilja það. Svo að Guð sendi eingetinn son sinn til að lifa meðal mannanna svo hann gæti sýnt kærleika sinn á stórfenglegastan hátt. Með lífi sínu og dauða átti Kristur að vera lifandi opinberun á kærleika Guðs. 10. Hvernig segir Johannes að Guð hafi sýnt hinn mikla kærleika sinn? Jóh.3:16 11. Hvernig getum við vitað, hvað kærleiki er? l.Joh.3:16 ,Gætir þú tekið þá persónu, sem þú elskar mest og fórnað henni til að bjarga lífi einhvers, sem kærði sig kollóttan um þig og fer með þig sem óvin? Þetta var það sem Guð gerði, þegar hann sendi son sinn til að deyja fyrir þig og mig. Finnst nokkur meiri sönnun fyrir hinum mikla kærleika hans og um- hyggju fyrir þér? Meðan Kristur starfaði hér á jörð, brá hann upp mjög auðskilinni mynd af hinum mikla kærleika föðurins til sérhvers syndara. Biblían hefur að geyma söguna um glataða soninn í því augnamiði. LÚk.l5:10-2H. Takktu vel aftir lexíu þessarar sögu. Ef til vill líður þér eins og þessum syni í dag. Þú hefur reikað burt frá föðurhúsunum. En mundu; að hann bíður og fylgist með til að geta boðið þig velkominn heim. Ef þú þráir kærleika, skilning og fyrirgefningu, getur þú fundið það með því að snús aftur til hans.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.