Bræðrabandið - 01.10.1974, Blaðsíða 8
Bls. 8 - BRÆÐRABANDIÐ 10. tbl.
L EIKMANNASIÐAN
frh. úr 8.-9. tbl. RANNSAKAÐU BIBLÍUNA MEÐ VINI.
Her birtist fyrsta Biblíurannsóknarefnið af sex, sem þú getur
notað við vitnisburð þinn. Tilgangur þessara efna er að leiða
einhvern til persónulegra tengsla við Jesúm Krist.
Áður en þú notar þessi rannsóknarefni í nágrenninu eða hvar
sem Guð fær þig til að vitna, ættir þú að staðnæmast til að íhuga
eftirfarandi tvær uppástungur:
1) Lestu gjarnan aftur undanfarandi tvær greinar um:
Hvernig á að halda Biblíurannsókn. Þú munt finna mörg
hagnýt ráð þar.
2) Rannsakaðu hverja lexiu gaumgæfilega. Spurðu svo sjálfan
þig, hve vel þú þekkir Jesú persónulega. Hvaða breytingu
hefur hann til dæmis haft í lífi þínu? Það er mikilvægt
að halda Biblíurannsókn, en engin leið er áhrifameiri í sálna-
vinnandi starfi en áhrifin af persónulegri reynslu þinni með Drottni.(l)
Dag einn í náinni framtíð "munu þjónar Guðs hraða sér frá
einum stað til annars með uppljómuð andlit, sem skína af heilagri
starfshelgun, til að boða boðskap himinsins. Aðvörunin mun berast
með þúsundum radda \im alla jörðina"(2) og þúsundir munu snúast.
Þessi rannsóknarefni mynda kjarnann í síðasta boðskap Guðs
til mannsins - þörfin fyrir þekkingu á Jesú, sem byggist á reynslu.
Fyrir Guðs náð eru það forréttindi okkar að eiga þátt í því að
koma því á framfæri.
(1) E.G.W. - COL bls. 300 (2) E.G.W. - GC bls. 612.
EINHVER ELSKAR ÞIG
Rannsóknarefni 1.
1. Hvað segir Biblían að Guð sé? l.Jóh.4:8
2. Á hvern hátt sýnir Guð daglega kærleika sinn til allra, sem
hann hefur skapað? Matt.5:44,45
Hann blessar bæði góða og vonda með þvx, sem þeir þarfnast.
Þeir eru allir börn hans, svo hvers vegna ætti hann ekki að
gera það?
3. Hvaðan koma allar góðar og fullkosinar gjafir til mannsins? Jak.l:16,17
4. Hvaða dæmi notaði Jesús til að sýna umhyggju Guðs fyrir þeim,
sem hann hefur skapað? Matt,6:26
5. Hvaða fullvissu höfum við fyrir því, að kærleiki Guðs sjái
okkur fyrir öllum þörfum okkar? Matt,6:31-33
Þegar við leitum hans ekki fyrst eða gefum honum ekki
æðsta sess í lífi okkar, takmörkum við getu Guðs að gera a‘\t það
fyrir okkur, sem hann þráir að gera. Hann hvorki getur né vill
þvinga sig inn í líf okkar, en bíður þess aðeins að við opnum hjörtu