Bræðrabandið - 01.11.1974, Blaðsíða 7

Bræðrabandið - 01.11.1974, Blaðsíða 7
Bls. 7 - BRÆFIRABANDIF> 11. tbl. Eftir W.P.Ilenderson. Ég fór til Kína ásamt fjölskyldu minni 1916 þar sem ég starfaöi, sem forstjóri Signs of the Times útgáfufyrirtækisins. Ég komst að þvx að einungis fáeinir af kínversku starfsmönnunum skiluðu aftur tíund sinni til Guðs. Einn dag sagði ég einum af starfsmönnunum, sem var kominn á skrifstofu mína sögvina um Elía og ekkjuna og mjölið í krúsinni, sem dugði í marga mánuði og olíuna sem ekki brást. Ég spuröi: "Herra Hsi, heldur þú að síðasta handfyllin af mjölinu hafi verið öðruvísi en allt hitt mjölið í tunninni og var litla olíulöggin í krúsinni öðruvísi en allt olíumagniö?" Herra Hsi svaraði, að vafalaust hafi mjölið verið það sama og að olían hljóti einnig að hafa verið sú sama." Þá spurði ég hann, hvers vegna þessa tvennt hafi dugaö alla þessa mánuði. Hann hugsaði sig vnn augnablik og svaraði því síðan til, að það hljóti aó hafa verið af þvi, að Guð hafi á sérstakan hátt blessað mjölið og olíuna. Ég opnaði Biblíu mína og las frá Mal.3,10: "Færið alla tíundina í forðabúrið, til þess að fæðsla sé til i húsi mínu, og reyniö mig einu sinni á þennan hátt, segir Drottinn hersveitanna, hvort eg lýk ekki upp fyrir yður flóðgáttum himinsins og úthelli yfir yður yfirgnæfanlegri blessun." Herra Hsi, sagöi: "Ó, ég trúi þvi, að okkur beri að greiöa tiund. Þegar ég gekk i söfnuðinn lofaði ég að vera trúr í tiunda- greiðslum, en einmitt núna eru kringumstæður minar erfiðar. Strax og ég er búln að borga allar skuldir minar ætla ég að greiða tíund aftur." Ég spurði:"Herra Hsi, hvort álitur þú að við þurfum fremur blessunar Guðs, þegar allt gengur vel fyrir okkur eða þegar við erum i vanda?" Hann hugsaði sig um augnablik og svaraði: "Ég held, þegar kringumstæður okkar eru erfiðar." Herra Hsi, fór strax að sýna trúmennsku i tiund. Ég talaöi við starfsmennina einn af öðrxim og það leið ekki á löncnx, þar til allir voru orðnir trúir i tiundagreiðslum. Þegar ég set fram skyldur okkar í tiundagreiðslum, sýni ég alltaf fram á að níu tiundu af tekjum okkar með blessun Guðs eru meira virði en tíu tiundu án blessunar hans. Þegar ég var að safna inn fé hjá erlendum verslunarmönnum i

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.