Bræðrabandið - 01.11.1974, Blaðsíða 12

Bræðrabandið - 01.11.1974, Blaðsíða 12
Bls. 12 - BRÆÐRABANDIÐ 11. tbl. Meðan ég var á ísafirði var beðið um náraskeið í Bolunqavík. Til Egilsstaða var hringt sömu erinda. Brýnt bréf kom frá Dalvík þess efnis, að ekki yrði látið bregðast að drífa námskeið þar í gang áður en cfsrt vrði vegna snjóa. Þá er pressað að fá hér á Akureyri annað unglinganámskeið, því það sverfur að öllum hugsandi einstaklingum að sjá börnin og æskuna í hættunni. Auðvitað er svo námskeið fyrir almenning hér sótt mjög fast að framkvæmt verði. Að læknir geti fengið tíma til að aðstoða er vandinn. Ég er þó viss um, að úr því leysist. Meðan námskeiðin hafa farið fram á greindum stöðum hef ég heimsótt alla skóla þar og í grennd þeirra, haldið þar fyrir- lestra og sýnt fræðandi kvikmynd.ir um skaðsemi reykinganna á mannslíkamann. Það hafa orðið sterk straiamhvörf hjá almenningi varðandi reykingahættuna. Öllxm er voðinn ljós. En það þurfa flestir hjálp til að sigra eiturvanann. Með 5 - Daga Aætluninni höfiam við fengið snilldartæki í hendur, svo sem reynslan hefur þegar sýnt. Þyrftiom við því að leggja landið undir okkur og veita þessa hjálp, því alls staðar bíður fólk. Bæjarstjórn ísafjarðar tók á sig allan kostnað við nám- skeiðið þar, Bæjarstjórn Egilsstaða styrkti framkvæmdina þar, Hjarta- og Æðaverndarfélag Akureyrar lagði frara rausnarlegan styrk til þessa máls og Bæjarráð Akureyrar sömuleiðis. Öllum þessum aðilum og öðrum sem lagt hafa lið þakka ég á sérstakan hátt fyrir sýndan skilning á starfi þessu og mikilvægi þess x þágu þjóðfélagsþegnanna. Jón Hj. jónsson, bindindisritari. TIL íHUGUIIAR. 8T 298 "Framundan eru ógnþrur.gnir tímar. Hver sem þekkir sannleikann ætti að vakna og leggja sig - líkama, sál og anda - undir aga Guðs. Óvinurir.n er á hælum okkar. Við verðum að vera glað-vakandi cg á verði gagnvart honum. Við verðum að íklæðast öllum herklæðum Guðs. Við verðum að fylgja þeim leið- beiningum, sem gefnar eru fyrir Anda spádómsins. Við verðum að elska og hlýða sannleikanum fyrir þennan tíma. Það mun bjarga okkur frá að taka við sterkum blekkingum....Guð hefur talað til okkar gegnum Vitnisburði:' a til safnaðarins og þær bækur, sem hafa hjálpað til að opinbera núverandi skyldur okkar og þá stöðu, sem við ættum að taka nú. Það ætti að fara eftir þeim aðvörunum, sem gefnar hafa verið smám saman, lið fyrir lið. Hvaða afsökun getum við komið með, ef við skellum skollaeyrum við þeim?"

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.