Bræðrabandið - 01.11.1974, Blaðsíða 10

Bræðrabandið - 01.11.1974, Blaðsíða 10
Bls. 10 - BRÆÐRABANDIÐ ll.tbl. Drottin vorn." 12. Hver er einasta leiðin til að fá lækningu við syndinni? l.Pét. 2:24,25. 13. Hvað vill Guð gera við syndir okkar, þegar við þiggjum fyrir- heit. hans og játum þær? l.Jóh.l:9. 14. Hvað hreinsar okkur frá synd? l.JÓh.l:7. 15. Hve fús er Guð að frelsa versta syndarann og fyrirgefa honum? 2.Pét.3:9. Hvílíkur boðskapur um vonÞÓ við séum syndarar og dæmdir til dauða - ekki aðeins eðlilegs dauða (hinn fyrri dauði) á jörðu heldur einnig dauða eilífs aðskilnaðar frá Guði (hinn annar dauði) - höfum við nú von. Við höfum séð, að Guð elskar okkur svo mikið, að hann gaf sinn eingetinn Son svo að við þyrftum ekki að deyja þessum dauða eilifs aðskilnaðar. Ef við viljum, getum við lifað með honum um alla eilífð. Það er uppörvandi að vita, að Guð er fær um að frelsa alla og fyrirgefa þeim, sem koma til hans og þiggja þá lækningu, sem hann býður. Hvers vegna ætti þá nokkur að deyja,þegar hann hefur séð fyrir þessum þörfum? LÚk. 15:1-7. Finnst þér, þú vera eins og týndi sauðurinn? Ert þú þreyttur af að réika og hafa áhyggjur? Vildir þú vita til þess, að syndir þínar séu fyrirgefnar, og að þú hafir verið frelsaður frá syndum þínum? Réttu þá út hönd þína og þiggðu gjöfina, sem Guð býður þér, og getur þú öðlast þessa fullvissu og frið. Ritstjóri og ábyrðarmaður: Sigurður Bjarnason. Útgefendur: Aðventistar á fslandi.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.