Bræðrabandið - 01.11.1974, Blaðsíða 5

Bræðrabandið - 01.11.1974, Blaðsíða 5
Bls. 5 - BRÆÐRABANDIÐ 11.tbl. REYNSLAN VERÐUR AÐ VERA PERSÓNULEG Ef á að innsigla okkur verðun við að kynnast hinvun helgandi krafti Heilags anda með tilstilli orðsins. Hvert okkar verður að nærast á brauði lífsins daglega rétt eins og við hljótum að veita líkama okkar næringu á hverjum degi. Það er ekki nóg að náungi okkar, hvort sem hann er prestur, rithöfundur eða Biblíukennari, kenni okkur orðið. Sjöunda dags aðventisti sem takmarkar magn andlegrar fæðu sinnar við hina vikulegu guðs- þjónustu, eða hvíldardagsskóladeild, mun aldrei vaxa til "Krists- fyllingarinnar." "Það er ekki nóg að vita hvað aðrir hafa lært um Biblíuna. Hver og einn verður í dóminum að gera reikniigskil fyrir sjálfan sig fyrir Guði og hver um sig ætti að læra fyrir sjálfan sig, hvað er sannleikur." ( Ed. bls.188) Rannsókn Biblíunnar er ekki einhver venja sem við verðum að halda til þess að öðlast samþykki Guðs. Það er eina leiðin til þess að kynnast Kristi og læra að þekkja hinn ummyndandi kraft kærleika hans í lífi okkar. Hin köldu og eigingjörnu hjörtu okkar geta ekki gefið frá sér hinn hreina og óeigingjarna kærleika sem Kristur þráir að sjá sém svar við sinn eigin óviðjafnanlega kærleika. En "með því að sjá eins og í skuggsjá" hinn fórnandi kærleika Drottins "ummyndust við til sömu myndar frá dýrð til dýrðar með því að það kemur frá Drottni andanun". Vitsmunalegur skilningur á sannleikanum mun ekki vera nægur gegn þeirri holskeflu villunnar sem hvolfist nú yfir okkur með tilstilli Satans. Það er aðeins fyrir kærleikssamband við Drottin og persónulega reynslu í sannleikanum eins og hann er í Jesú sem megnar að varðveita okkur í hlýðni við hann þrátt fyrir ofsóknir og dauða. Þegar við leitum til Biblíunnar ekki aðeins til þess að verja kenningalega afstöðu okkar heldur til þess að leita hins nána samfélags við Jesú er hann kallar sjálfan sig brúðgumann og söfnuðinn brúðina, þá munum við finna í rannsókn hennar fögnuð og kraft. Við skulum hverfa aftur til setningarinnar sem vitnað var í áður, úr Deilunni miklu:"Þeir einir sem hafa rannsakað Ritninguna af kostgæfni og hafa meðtekið kærleika til sannleikans munu ððlast vernd gegn hinum voldugu blekkingum sem hertaka heiminn." Getum við nú séð að "kærleikur til sannleikans" er ekki helgun gagnvart óhlutstæðum meginreglum heldur kærleikur til sannleikans um Jesúm - já kærleikur til Jesú? öll Biblían opinberar Jesúm í yndisleik hans, hans ótæmandi þolinmæði, hans ljúfa kallitil fólks síns. Okkur er boðið að "sjá og smakka hvað Guð er góður," en margir kristnir menn hafa verið skemmdir með innantómum sætindum heimsins þar til lyst þeirra er svo afvegaleidd að hún kann ekki

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.