Bræðrabandið - 01.12.1974, Síða 3

Bræðrabandið - 01.12.1974, Síða 3
Bls. 3 - BRÆÐRABANDIÐ 12.tbl. Hlýddi á bernskuárum sínum lögum og reglum heimilis síns. Hann var undirgefinn foreldrum sínum. Hann hélt fimmta boðorðið: "Heiðra föður þinn og móður til þess að þú verðir langlífur í því landi sem Drottinn Guð þinn gefur þér." 2.MÓs.20312. Það verða að vera vissar reglur og boð til að'-ráða á hverju heimili og börn verða að virða þau. Á sumum heimilum er börnum leyft að gera það sem þeim þóknast. Það eru engar hömlur eða aðhald. Börnin koma inn og fara út eins og þeim þóknast. Foreldrar sem leyfa þess konar hegðun gera sig sek um alvarleg mistök. Jesús var hinn fullkomni sonur Guðs. En foreldrar hans settu á reglur í heimili hans og hann hlýddi þeim. Hugsið ykkur hvernig samfélagiö yrði án laga. Reyndar höfum við margar reglur í dag«, en glæpir fara samt vaxandi. Börn sem vaxa upp og venjast á það að óhlýðnast foreldrum sínum9 eru líkleg til að verða óhlýðin lögum þegar þau verða fullorðin. Jesús stjórnandi alheimsins hlýddi bæði reglum heimilisins og lögum þjóðar sinnar. Hlýðni er nauðsjmlegt skilyrði fyrir hamingjusömu lífi. Hlýöni gagnvart foreldrum3 hlýðni gagnvart skólayfirvöldum, hlýðni gagnvart lögreglu3 hlýpni gagnvart reglum landsins sem þú lifir í, hlýðni við Guð - allt þetta endurspeglar þær venjur sem settar eru í heimilinu. En Jesús var ekki aðeins fordæmi gagnvart hlýðni við foreldra sína. Biblían segir að hann "óx að visku." JESÚS LEITAÐIST VIÐ AÐ NEMA Hvernig óx Jesús að visku? Gerði hann það aðeins vegna þess að hann var sonur Guðs og þurfti ekki að nema? Alls ekkiT Sem mannssonur varð hann aö vaxa3 þroskast og öðlast þekkingu rétt eins og hver önnur mannvera verður að gera. Móðir hans var fyrsti kennari hans. Hann leitaðist við að nema. Hann undirbjó sjálfan sig. Hann lærði af bókum og af náttúrunni. Þegar hann var kominn á 12 ára aldur, þekkti hann Gamla testamenntið betur en hálærðir guðfræðingar. Síðar á starfsferli sínum kom náttúrunám hans sér mjög vel þegar hann notaði náttúruna í andlegri fræðslu sinni. Rétt eins og Jesús óx vitsmunalega3 þannig ætti æskan í dag að vaxa. Fáfróður kristinn maður er mótsögn við sjálfan sig. Æskufólk ætti að notfæra sér hvert tækifæri til að nema, til að öðlast þekkingu og að lesa bextu bækur. Góðar bækur eru vinir. Himinninn er takmarkið fyrir vitsmunalegan árangur. Setjið ykkur hátt takmark og helgið ykkur háleitri þjónustu. Það er það sem Jesús gerði. Námsafrek og andlegur þroski þurfa ekki að vera andstæðir pólar. Æðri menntun þarf ekki að útiloka guðhræðslu. Guð heldur ekki upp á fáfræði manna. Sumir halda því fram að maður verði því mun andlegri eftir því sem hann er á lægra stigi vits- munalega. Jesús sagði aldrei slíkt.' Einn merkur kristinn rithöfundur skrifaði:"Hugsjón Guðs fyrir börn hans er hærri en hæsta hugsun mannsins getur náð."

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.