Bæjarblaðið


Bæjarblaðið - 29.08.1990, Qupperneq 6

Bæjarblaðið - 29.08.1990, Qupperneq 6
6 BÆJARBLAÐIÐ — Frjálst og óhád Umhverfismál: Hitaveitan fegrar umhverfid • Hér má sjá hvernig fyrirhugaður skrúðgarður mun líta út í framtíðinni. „ Vinna audvitað betri en einvera eða stofnun“ Hitaveita Suðurnesja laetur ekki sitt eftir liggja í umhverfismálum. Hafnar eru framkvæmdir við lítinn skrúðgarð fram- an við skrifstofur Hitaveit- unnar í Njarðvík, en eins og vegfarendur hafa tekið eftir hefur talsverðu magni af jarðvegi verið ekið á svæðið. „Það var gerð teikning af bráðabirgðaskipulagi á lóð- inni, með það í huga að þarna eigi að byggja í náinni framtíð. Við erum að setja þarna jarðvegsmön og hana á að tyrfa. Jafnframt verða í henni stórir steinar og trjá- gróður. Astæðan fyrir því að þetta er komið í gang núna, er sú að Hitaveitan er að byggja á mararbakkanum hér á bak við. Verið er að grafa fyrir húsinu og uppfyllingarefnið nýtum við í þennan garð“, sagði Albert Albertsson hjá Hitaveitu Suðurnesja í sam- tali við blaðið. Aðspurður sagði Albert að ekki væri ýkja langur verkt- mi eftir hvað varðar fram- kvæmdir við jarðvegsmön- ina. Þá ætti eftir að fá verk- taka í að ganga frá lóðinni, þ.e.a.s., að fínjafna, setja mold og tyrfa. Bjóst Albert við að þessu yrði lokið í októ- bermánuði næstkomandi. Hönnun lóðarinnar hefur verið í höndum Teiknistof- unnar Arkar í Keflavík. Þess má geta að Hitaveitan hefur verið að láta mála nokkrar byggingar innan sinna vébanda. Fyrirhugað er að endurbyggja nokkrar spennistöðvar sem orðnar eru Ijótar og sumar hverjar jafnvel að hruni komnar. Samkvæmt upplýsingum frá Alberti verður væntanlega ráðinn maður í að annast við- hald og fegrun á þessum húsum. Undirritaður sótti fyrir- lestra í júní sl. í Kennara- háskóla Islands. Fyrirlesari var Dr. Lou Brown frá Bandaríkjunum; sérfræðing- ur í kennslu og starfsþjálfun fatlaðra. Margt og merkiiegt kom fram í orðræðum hans sem kom mér og fleirum í opna skjöldu, m.a. það hve samlandar hans virðast vera komnir langt á undan okkur í mörgu er lýtur að málefnum fatlaðra. Hér á eftir kemur smáút- dráttur úr fyrirlestrum Dr. Lou: „Þau eru hér (360 fatlaðir einstaklingar eru á Suður- nesjum. Innskot höf.) hvort heldur þú ert viðbúinn eða ekki. Fólk eins og við hin, með okkur hinum. Við vilj- um fá þetta fólk út í hringið- una, á almenna vinnustaði og í skóla. Við þurfum að loka stofnunum fyrir fatlaða; þær eru verstar. Sérskólarnir og vernduðu vinnustaðirnir eiga líka að hverfa". „Sérstakar stofnanir fyrir mikið fatlað fólk. Þannig hefur þetta verið. En hugsun- arhátturinn tók að breytast fyrir allmörgum árum og nú er réttilega sagt: Við skulum ekki læsa þetta fólk inni. heldur fá það til að taka þátt í venjulegu lífi með okkur hinum, en það verður ekki # Margir kvarta undan háum sköttum til hins opinbera og finnst margt mega betur fara í rekstri þess. Mikið má spara í þeim lið er snýr að málefnum fatlaðra. gert nema með stuðningi frá samfélaginu“. Hér á Suðurnesjum hefur Atvinnuleit fatlaðra leitast við að rjúfa einangrun fatlaðs fólks og fjölmargt fólk hefur hafið störf sem það getur sætt sig við. En betur mætti ganga og atvinnurekendur þyrftu í ríkari mæli að hafa samband að eigin frum- kvæði. Sparnaður fyrir samfélagið Margir kvarta undan háum sköttum til hins opinbera, og finnst margt mega betur fara í rekstri þess. Mikið má spara í þeim lið er snýr að málefnum fatlaðra. Um það fjallaði Dr. Lou: „Þaö er einfaldlega betri fjárfesting að kenna fötl- uðum að leggja sitt af mörk- um á vinnustað heldur en að loka þá inni á stofnunum eða meðferðarheimilum. Stjórn- völd í mínu heimalandi hafa löngu gert sér grein fyrir þessu og þróunin hefur verið í samræmi við það. Árlegur kostnaður við að vista fatlaðan mann á stofnun er nálægt 50.000 dölum. Fólk vill frekar borga lægri skatta og sjá fatlaða gera eitt- hvert gagn. Þetta skilja vinnuveitendur mæta vel. Þróunin í mínu heimalandi síðustu tvo til þrjá áratugi hefur orðið sú að stofnunum fyrir fatlaða fer fækkandi og fatlaða fólkið hefur í auknum mæli tekið þátt í atvinnulífinu með okkur hinum. Afleiðing: Lægri skattar“ Baráttukveðjur Olafur Þór Eiríksson Atvinnuleit fatlaðra Hafnargötu 80, Keflavík Sími 12362 frá 9-11. DÓriU HEDUA KL1PF1M§3R- system.- . ■ proressional S VÚELL/X Það besta fyrir hárið Opið mánudaga frá 13-18, þriðjudaga - föstudaga frá 9-18. Komið eða pantið tíma. HÁRGREIÐSLUSTOFA ÞórunnarJóhanns Hafnargötu 47 - Stmi 15656

x

Bæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.