Bæjarblaðið - 30.01.1991, Side 9

Bæjarblaðið - 30.01.1991, Side 9
BÆJARBLAÐIÐ - Frjálst og óháð 9 “Erum aö byggja upp tilsjónarmannakerfi” - rætt viö Maríu Kristjánsdóttur, fólagsráögjafa hjá Fólagsmálastofnun Kef lavíkurbæjar. “Markmið með því að koma á tilsjónamannakerfi, er að rjúfa félagslega einangrun hins fatlaða, þannig að hægt verði að víkka sjóndeildarhring og reynsluheim hans”, segir María Kris tj ánsdóttir félagsráðgjafi. “Með þessu er jafnframt reynt að aðstoða hinn fatlaða við að nýta sér tómstundartilboð, auka þekkingu hans og færni í umhverfinu. Tilsjón við hinn fatlaða hefur auk þess í för með sér að álag á fjölskylduna minnkar”. María var innt eftir því hvaða mannlegir eiginleikar kæmu að gagni í starfi tilsjónarmannsins ? “Þess er ekki krafist af tilsjónarmanni að hann vinni eins og sérmenntaður starfskraftur á sviði uppeldis og félagsmála, þvert á móti er álitið að ósérmenntað fólk geti lagt heilmikið af mörkum innan heilbrigðis og félagsmála með vinnu sinni, t.d. sem tilsjónarmaður fyrir börn ogunglinga. Sagt hefur verið að starf tilsjónarmannsins sé eins og framlengdur armur sérfræðingsins. 3að segir sig sjálft að oetta starf er mjög treQandi og reynir á oolrif og næfileika tilsjónarmannsins. Ef ég nefni sem dæmi, þá er gott að tilsjónarmaðurinn hafi hæfileika til að byggja upp jákvætt samband við viðkomandi og Qölskyldu hans. Þess vegna verður tilsjónamaðurinn að hafa áhuga og ánægju af mannlegum samskiptum. Hann verður að hafa tíma fyrir aðra og kunna að hluta á aðra, vera hlýr í viðmóti, einlægur og hreinskilinn, svona svo eitthvað sé nefnt”. María bætir því við að tilsjónarmaðurinn megi ekki vera yngri en 18 ára. Þess má geta hér að hlutverk tilsjónamanna einskorðast ekki eingöngu við fatlaða, þó það sé sérstaklega til umfjöllunar hér. I stuttu máli sagt eru þeir einstaklingar sem þörf hafa á tilsjónarmanni, hvoru tveggja börn og fullorðnir sem eiga það sameiginlegt að hafa þörf fyrir stuðning frá fullorðinni manneskju fram yfir það sem nánasta umhverfi býður uppá. Til sölu Volvo 1979 Góður bíll nýskoðaður selst á hálfvirði Upplýsingar í símum 14644 -14388 “Tilsjón hefur ekki verið mikið notuð í Keflavík. Verið er að byggja upp tilsjónarmannakerfi og í dag starfa tveir tilsjónarmenn með tveimur fötluðum unglingum”, segir María. Að hennar sögn fá tilsjónarmenn greidd laun, sem eru 365 krónur á tímann, auk þess sem útlagður kostnaður er greiddur. En hvernig ber fólk sig að, ef það vill fá tilsjónarmenn ? “Fólk getur leitað til Svæðisstjórnar Reykjanesumdæmis, eða beint til félagsmálafulltrúans í sínu sveitarfélagi”, segir María Krisjánsdóttir, félagsmálafulltrúi. Nýtt raftækja- verkstæði í Keflavík! Komið með tækin til okkar í viðgerð og hreinsun. önnumst einnig uppsetningu og viðhald á símkerfum. Snögg og góð þjónusta. Upplýsingar í Myndval Tjarnargötu 3 Keflavík Símar 13007 og 13006 Auglýsing frá Fíladelfíu Hafnargötu 84 keflavík Sunnudagaskóli kl 14.00 hvem sunnudag. Allir krakkar velkomnir. Vakningarsamkomur sunnudaga kl. 16.00 söngur og hjóðfærasláttur. Verið velkominn! Sam Glad - Kristján Reykdal Geymið auglýsinguna! Frá Golds Gym Kaliforníu í Æfingastudeo laugardaginn 2. feb. frá kl. 12.00 Otrúlegt en satt 52 ára. Inga Arnadóttir verður gestaleiðbeinandi og segir okkur leyndardóminn á bak viö aö halda sér ungum með líkamsrækt og réttu mataræði. fEems^TiibEO Brekkustíg 39 sími 14828

x

Bæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.