Heimilisritið - 01.02.1945, Síða 57

Heimilisritið - 01.02.1945, Síða 57
Martin væri að taka svo stórt lán, að það væri nóg til að kosta Zenu og leikrit hennar, þá hlyti hann að vera óstjórnlega hrifinn af henni, en þar af leið- andi var hann hættur að elska konu sína. Og hverja aðra skýr- ingu var að fá? Anna fór út og gekk út í garðinn. Hún gekk lengi, hugs- aði og hugsaði, en sneri að lok- um heimleiðis, þreytt og ör- vilnuð. Hún ákvað að tala við Martin, jþegar hann kæmi heim. Hún vissi ekki hvað hún átti að halda, en henni fannst, að hann ætti að minnsta kosti að fá að vita, að það væri ekki öllum alveg grunlaust um, hvað hann væri að gera. 4 Hann kom fremur seint heim. Henni fannst hann vera fölur og þreytulegur, þegar hann kom inn í herbergið, þar sem hún beið lians, og kyssti hann á ennið. „Sæl, hjartað". Hún leit í augu hans. „Martin ég var að lesa um nýja leikritið hennar Zenu Gaye“, sagði hún rólega. „Segðu .mér eins og er, hefur þú nokkur af- skipti af því? Það er sagt að einhver ónafngreindur maður standi á bak við það allt“. Hann hló uppgerðarlega. „Dettur þér í hug að ég 3tandi á bak við hana? Og hvemig í ósköpunum heldurðu að ég hefði peninga til þess?“ „Maðurinn, sem kom hingað í dag hefur ef til vill hafa 'ánað þér þá“. Hann greip þjösnalega um handlegg hennar. „Segðu mér, hvað veist þú um hann“? „Eg heyrði sumt af því sem þið töluðu saman, það var alveg óviljandi, Martin, ég stóð í stig- anum“. t Hann sleppi henni og leit und- an. / „Já, Anna, ég legg peninga í uppfærslu leikritsins, sem Zena ætlar að leika í“, sagði hann lágt. „Fyrirgefðu að ég skyldi hafa skrökvað að þér“. „En Martin, hefur þú efni á því að leggja út í svona fyrir- tæki?“ sagði hún hóglátlega. „Það kostar áreiðanlega inikið, og heldurðu að þú ættir að skipta þér .af málefnum, sem þú hefur kynnt þér eins lítið og leik- list?“ „Eg býst við að ég hafi rétt til að gera við mína eigin pen- inga sem mér sýnist“, sagði hann og varð allt í einu reiður á ný. „Eftir því sem þú talar, Anna, ætti ég að vera smábam“. „Nú en, þú átt enga peninga, Martin. Þú átt að minnsta kosti ekki nóga peninga til þess að borga allan kostnað við upp- færslu leikrits“. „Það em alltaf til leiðir og ráð til þess að afla sér peninga“, svaraði hann. „Maðurinn, sem kom hingað í dag, lánaði mér fjámpphæð eins og þér datt í HEIMILISRITIÐ 55

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.