Heimilisritið - 01.01.1946, Blaðsíða 29
Hann horfði í augu mér og
brosti háðslega. „Ég sé, að þér
eruð að fá hugboð um, hvað ég
á við. Já, ég er sá, sem hefði
átt að hengjast í stað Charles.
En það táknar ekki það, að ég
hafi beinlínis eitrað fyrir
frænda hans. Nei, síður en svo,
það gerði Charles alveg áreiðan-
lega. En ég fékk hann til þess.
Skiljið þér það, erfðaskráin,
sem ég las upp fyrir þeim, var
uppspuni!“
Þetta var ekki iðrandi synd-
ari, heldur gortari, sem var op-
inskár og spottandi að flagga
með sekt sína, af því að hann
lá á banabeði og lögin náðu því
ekki til hans.
„Já, ég falsaði þessa erfða-
skrá. Hún y^r orðuð svona af
ásettu ráði, til að æsa þá til
að myrða hvorn annan — það
er það, sem ég vonaði, að þeir
myndugera, drepa hvorn annan.
„Hvers vegna? Afar einfalt.
Þér skiljið, ég hafði eytt arfi
þeirra — verið í verðbréfabraski
og öllu þess háttar. Meðan
gamla konan lifði, var alltaf
von um, að eitthvað kæmi á
daginn, sem bjargaði málinu.
Satt að segja gerði ég fyllilega
ráð fyrir, að gamla nornin lifði
a. m. k. hundrað ár.
„Jæja, um hitt vitið þér. Hún
dó, og ég útbjó erfðaskrána. Vel
af sér vikið, finnst yður það
ekki, að fá þá til að drepa hvorn
annan fyrir mig?
„Það virðist dálítil bjartsýni,
því að þeir byrjuðu ekki strax
á svikráðabruggi sínu. Ég
reyndi að flýta fyrir hlutunum
með því að skilja gamla Mater-
ia Medica eftir í húsinu, og
Charles virðist bafa notað sér
af • því.
„Samt nægði að losna við
annan þeirra. Þegar Maurice
var búinn að vera, þá lét ég
kunningja minn koma af stað
kviksögum um Charles. Já, það
var ég, sem kom af stað hinu
óþægilegra slúðri um að hann
hefði drepið frænda sinn á eitri
fyrir peninga.
„Og þér munið eftir hinum
álíka hættulegu bréfum, sem
lögreglan fékk? Jæja, það var
nú ég, sem skrifaði þau. Á
þennan hátt voru mínir erfið-
leikar yfirstígnir með handtöku
og aftö'ku Charles. Ég hafði
raunverulega slegið tvær flug-
ur í einu höggi, ef svo mætti
segja — eða ætti ég heldur að
segja: — erfðaskrá?“
Umhugsun um þetta virtist
honum sérstaklega skemmtileg,
og hann hristist af djöfullegum
hlátri, þar til höfuð hans hneig
máttlaust niður á koddann .. .
Og þannig dó hann — hlæj-
andi.
E X D I Ii
HEIMILISRITIÐ
27