Heimilisritið - 01.01.1946, Blaðsíða 56

Heimilisritið - 01.01.1946, Blaðsíða 56
hversu mikið og vandasamt verk mér er fengið í hendur með því að leysa úr þeirri spurningu. Ekki heldur gera menn sér það ljóst, að rithandarskoðun (grapho- logie) er viðurkennt fag, byggt á sálarvísindum, sem notað er með mikilvægum árangri víðsvegar um heim af margs konar stofnunum, verzlunarfyrirtækjum, vinnumiðl- unarskrifstofum og — ekki sízt — lögreglunni. Aldalöng rannsókn á rithöndum manna hefur smátt og smátt byggt upp þessa fræðigrein og slegið því föstu, svo að óhyggjandi er, að hin ýmsu einkenni á rithöndum benda ótvírætt á ákveðna eiginleika 'í fari ■skrifandans. Rithandarskoðandinn athugar vandlega, ekki aðeins stafa- gerðina, heldur áferð lesmálsins á pappírnum, línuskil, línuhalla, pennafarið sjálft o. fl. o. fl., auk þess sem hann les úr hinum minnstu stafkrókum. Þar hefur allt sína á- kveðnu þýðingu, og þegar búið er að rýna í eitt rithandarsýnishom, má segja, að ekki sé sá blettur á papp- írsörkinni, sem ekki hefur verið vandlega athugaður. Af þessu er það ljóst, að erfitt og seinlegt er að lesa úr rithöndum og það krefst mikillar nákvæmni, æf- ingar og þekkingar, ef vel er gert. Hin fjölmörgu bréf, sem mér hafa borizt, þar sem spurt er, „hvað sé hægt að lesa úr skriftinni“, benda á mikinn og almennan áhuga á þessú, og þess vegna hef ég gert mér far um að hafa upp á einhverjum, sem gæti tekið rithandarskoðun að sér fyrir mig. Nú hefur mér tekizt þetta, eiginlega af tilviljun. Er það maður, sem er ágætlega menntaður í rit- handarskoðun, og hefur hann lofað að lesa úr rithönd manna, er þess óska, gegn ákveðnu gjaldi. Gjaldið er lágt, miðað við fyrirhöfn — að- eins fjörutíu krónur. Og ég get mælt með rithandarskoðandanum við hvem sem er, þótt hann vilji ekki að svo stöddu láta nafn síns getið. Þeir, sem framvegis óska eftir að láta lesa úr rithandarsýnishomi sínu eða annarra, skulu því se'nda það í ábyrgðarbréfi stiluðu til mín og láta gjaldið (kr. 40.00) fylgja í umslag- inu. Skrifa skal 50—80 orð á óstrik- aða pappirsörk með því ritfangi, sem sendandinn er vanur að nota. Auð- vitað á rithöndin að vera sem eðli- legust, rétt éins og þegar skrifað er eitthvað upp sér til minnis. Tekin verða til skoðunar og úr- lestrar sýnishorn, þótt þau uppfylli ekki þessi skilyrði, t. d. póstkort, sendibréf, minnismiðar eða því um líkt, en að sjálfsögðu verður árang- urinn í samræmi við það — færri eiginleikar koma þá í ljós, jafn- framt því sem þeir em óljósari. Eigi að síður getur jafnvel eitt handskrif- að orð leitt allskýrt í ljós ákveðna eiginleika, þótt oft sé því vart treyst- andi. Fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja sýnishominu, en ekki er nauð- synlegt, að það sé sendandans sjálfs. Verður þá niðurstaða rithandarsér- fræðingsins send þangað sem um er beðið, en aldrei birt hér í ritinu. Að sjálfsögðu verður farið með þetta sem algert einkamál. Utanáskrift mín er: Heimilsritið % Eva Adams Garðastræti 17 Reykjavík 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.