Bæjarblaðið - 06.03.1991, Síða 7

Bæjarblaðið - 06.03.1991, Síða 7
BÆJARBLAÐIÐ - Frjálst og óháð 7 Sundmiðstöðin eins ors Á sunnudaginn fengu bæjarbúar í Keflavík að fara ókeypis í sund, og meira að segja kaffisopa eftir sundsprettinn. Ástæðan var sú að Sundmiðstöðin, þetta glæsilega mannvirki var tekið í notkun fyrir réttu ári síðan. Varaðsóknin mjög góð á sunnudaginn en reikna má með að hátt í eitt þúsund manns hafí komið í sund þann daginn. Á síðasta ári voru opnunardagar Sundmið- stöðvarinnar 258 talsins. Baðgestir voru alls 31.741 sem gerir að meðalsókn á dag hefur verið 123 gestir. Grindavík: Verkalýðsfél- agið í byggingarf- ramkvœmdir ? Verkalýðsfélag Grinda- víkur hyggst reisa 300 fermetra hús undir starfsemi sína og er reiknað með að framkvæmdir hefjist með vorinu. Kemur þetta fram í síðastatölublaði Bæjarbótar, staðarblaði þeirra Grind- víkinga. Bækistöðvar félagsins hafa verið í Festi. í Bæjarbót er haft eftir Benóný Benediktssyni formanni VG að félagið hafi fengið lóðimar nr. 44 og 46 við Víkurbraut, sem er autt svæði norðan við lögreglustöðina. f húsinu, sem verður á einni hæð, verða skrifstofúr félagsins, fundarsalur og önnur nauðsynleg aðstaða. Fyrirhugað er að leigja út um 100 fermetra af húsnæðinu. Teiknivinna er nú í fúllum gangi og að henni lokinni verðurreynt að semja við einn aðila um byggingu hússins og fullnaðarfrágang þess. Til sölu háir barstólar með járnfótum. Brúnt tauáklæði. Uppl. í síma 14596 eftirkl. 18.00. 75 ára \ tilefni af 75 ára afmæli A.S.Í. hafa Iðnsveinafélag Suðurnesja, Vélstjórafélag Suðurnesja, Verkalýðs og sjómannafélag Keflavíkur og Verslunarmannafélag Suðurnesja opið hús að Hafnargötu 28, e.h. sunnudaginn 10. mars frá kl. 15-18. Kynnt starfsemi A.S.Í. Kaffiveitingar. Allir velkomnir.

x

Bæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.