Bæjarblaðið - 06.03.1991, Side 13

Bæjarblaðið - 06.03.1991, Side 13
BÆJARBLAÐIÐ - Frjálst og óháð 13 Karfa/urvalsdeild: Mikilvœgur sigur í Grindavík Grindvíkingar styrktu stöðu sína í B-riðli á sunudaginn eftir sigur á Tindastóli í íþróttahúsinu í Grindavík. Allt útlit er fyrir að þeir komist í fjögurraliða úrslitin. Tindastóll var betra liðið í fyrri hálfleik. f leikhléi höfðu gestirnir náð 12 stiga forskoti, 49-37. í síðari hálfleik leit út fyrir að Tindarnir myndu halda undirtökunum íleiknum það sem eftir væri. Eftir 12-13 mínútur var staðan orðin 59- 69 Tindastól í vil og útlitið orðið heldur dökkt hjá Grindvíkingum. En þá kom leynivopn heimamanna. Skyndilega fóru þeir að beita stífri pressuvörn, sem kom gestunum gjörsamlega í opna skjöldu. Þeir getðu 21 stig í röð á 5 mínútna kafla og breyttu stöðunni í 80-69. Grindavíkurliðið náði að sýna undir lokin hvað í þeim býr og verði þeir í þessum baráttuham í úrslita- keppninni er aldrei að vita hvað getur gerst. Lokatölur urðu 91-75. Steinþór var stigahæstur heimamanna með 28 stig, Jóhannes gerði 20, Krebbs 19, Guðmundur 17 og Rúnar7. Snóker: Unglingamót í Sandgerði Knattborðsstofa Sandgerðis stóð á dögunum fyrir unglingamóti í snóker. Þátttaka var góð en úrslit urðu þau að Gunnar Gunnarsson varð ífyrsta sœti, Grétar Hjartarson í öðru og í þriðja sceti varð Hlynur Mortens . Á myndinni eru vinningshafamir talið frá v.: Gunnar, Hlynur og Grétar. Sund: SFS-fólkið sigursœlt í Eyjum. - tóku 11 íslandsmeistaratitla meö sér heim I Sundfólkið úrSunfélaginu Suðumes fór heldur betur í sigurför til Vestmannaeyja um helgina þegar innanhússmeistaramótið í sundi fór þar fram. SFS- sveitin sló mörg metin og sópaði að sér veiðlaunum. Hvorki fleiri né færri en 11 íslandsmeistaratitlar voru í farteskinu þegar haldið var heim á leið eftir mótið. Eðvarð Þór Eðvarðsson jafnaði eigið íslandsmet í 200 m. fjórsundi, en hann kom átímanum 2:05,22,. Karlaboðsundsveit SFS gerði sér lítið fyrir og sló íslandsmetin í öllum boðsundsgreinum mótsins, sem verður auðvitað að teljast frábær árangur. f 4x 100 metra skriðsundi fúku 13 sekúndur af fyrra fslandsmeti, 10 sekúndur f 4x1 OOm fjórsundi og í 4x200m skriðsundi bættu þeir eldra met um 19 sekúndur. Magnús Már Ólafsson SFS bætti eigið fslandsmet á laugardaginn í 100 m. flugsundi. Hann synti á 57,17 en gamla metið var 58,13. Á sunnudaginn bætti hann metið enn um 10 hundruðustu úr sekúndu. Lítum á árangur SFS í einstökum greinum: Eðvatð Þór varð fyrstur í 200m fjórsundi karla eins og áður sagði, en í öðtu sæti varð Amar Frcyr Ólafsson á 2:08,86. Magnús Már Ólafsson vaið í fyrsta sæti á 23,63, um heilli sekúndu á undan næsta manni. í 50 skriðsundi kvenna varð Bryndís Ólafsdóttir í þriðja sæti á 27,55. A-sveit SFS sigraði í 4x100 skriðsundi karlaá3:31,09. A-sveitSFS varð önnur í 4x1 OOm skriðsundi kvenna. Amar F Ólafsson hreppti fyrsta sætið í lOOm bringusundi karla á 4:35,66. Magnús Konráðsson varð þriðji í lOOm bringusundi karla á 1:12,03. 1 lOOm flugsundi kvenna varð Bryndís Ólafsdóttir í öðm sæti á 1:06,24 en í fy rsta sæti varð Ama S veinbjömsdóttir úrÆgiá 1:06,23 svo naumur var munurinn. Eðvarð Þór sigraði í 200m baksundi karla á 2:03,05. Annar varð Ævar örn Jónsson á 2:37,97. Magnús Már Ólafsson sigraði í200m skriðsundi karla á 1:51,72. A-sveit SFS sigraði í 4x1 OOm fjórsundi karla á 3:55,92 og í sömu grein kvenna varð SFS-sveitin í öðm sæti á4:42,63. AmarF. Ólafsson sigraði í 400m skriðsundi karla á 4:09,53. Eðvarð Þór sigraði í 1 OOm baksundi karla á 0:56,61. Annar varð Ævar Öm Jónsson á 0:59,94. í sömu grein kvenna varð Sesselja Ómarsdóttir í þriðja sæti á 1:12,45. Magnús Már Ólafsson sigraði í lOOm skriðsundi karia 50,94 og í sömu grein kvenna varð Bryndís Ólafsdóttir í öðm sæti á 59,54. A-sveit SFS sigraði Í4x200m skriðsundi karla á 7:48,66. f sömu grein kvenna varð A-s veit SFS í öðru sæti á 9:10,02. Sunddeild UMFN átti einnig fulltrúaí sigursæti. Varð þar á ferðinni Bima Bjömsdóttir sem sigraði í 200m bringusundi kvenna á 2:44,53.

x

Bæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.