Bæjarblaðið - 06.03.1991, Síða 16

Bæjarblaðið - 06.03.1991, Síða 16
 STAPI Lokaö vegna L- L einkasamkvæmis ® föstudatís- otí laugardagskvöld Sími 12526 STAPINN mum ER TRAUST OG ÁVALLT LAUST Landað í Sandgerðishöfn áföstudag. Ljósm.: ELG. Sandgerði: Líf og fjör við höfrtirta “Það hefur sjaldan verið eins mikið líf og fjör hér við höfnina en einmitt núna undanfarið”, varð starfs- manni hafnarvigtarinnar í Sandgerði að orði á föstudaginn þegar blaðið leitaði frétta frá höfninni. Ágætis afli fékkst í netin í vikunni. Hins vegar var afli smærri línubátanna dræmur, en “smá kropp” hjá þeim stærri. Einstaka bátar höfðu fengið mjög góðan afla, og máþarnefnaAmeyKE með aflaklóna Óskar Þóihallsson skipstjórainnanborðs. Þeirá Amey voru í síðustu viku komnir með rúm 500 tonn frááramótum, þaraf300 tonn í febrúar. 120 bátar lönduðu í þar síðustu viku samtals 1200 tonnum, tíðin var góð og nánast róið alla daga vikunnar. í síðustu viku var sjósókn aðeins gloppóttari, sérstaklega hjá smábátunum. Samanlagðurafli yfirvikuna var 815 tonn, sem kom frá 117 bátum. Er þessi afli fenginn úr alls 189 sjóferðum. Einnig lönduðu fimm loðnubátar samtals 1940 tonnum. Þá landaði togarinnSveinn Jónsson 120 tonnum af karfa. Ótvírœður auglýsingamáttur BÆJARBLAÐIÐ Hlutafjórsöfnun Eldeyjar Hf: “Fáum mjög góð viðbrögð” - segir Örn Traustason, framkvœmdarstjóri Eldeyar Eins og kunnugt er hyggst Eldey hf auka hlutfé sitt um 40 - 50 milljónir, m.a. vegna kaupa á togamum Eldborgu EA, sem farmvegis mun heita Eldeyjar - Súla. Örn Traustason framkvæmdarstjóri Eldeyjar sagði í samtali við blaðið á mánudaginn að verið væri að vinna í hlutfjármálunum. “Viðbrögð eru mjög góð það sem af er. Mérfínnst að menn séu mun jákvæðarií dag en í vetur sem leið. Þá var auðvitað verið að biðja um að félaginu yrði bjargað, en nú teljum við okkur vera að bjóða mönnum upp á eitthvað sem væntanlega kann að verða arðbært”, sagði Öm. Öm sagði jafnframt að stefnt væri á almennan markað í þessu sambandi. “Maður finnur greinilega allt önnur viðhorf í dag. Áður fyrr heyrði maður menn utan svæðisins básúnast yfir ástandi málaáSuðumesjum; við ættum ekki koma nálægt því að gera út skip því við værum svoddan aular við það. Að tala við þessa sömu menn í dag er allt annað. Nú segja þeir að við séum famir að spyma við fótum. Mér finnst sem sagt hugafar manna á landsbyggðinni vera farið að breytast, sem er mjög jákvætt fyrir okkur”. Þannig að þið hjáEldey eruð mjög brattir og bjartsýnir ? “Já, mjög brattir og bjaitsýnir”. Sparisjóðurinrt flytur Næstkomandi mánudag, 11. mars, mun Sparisjóðurinn í Keflavík heíja starfsemi sína í nýjum og glæsilegum húsakynnum í stjómsýslubyggingunni að Tjamargönr 12. Ætla þeir Sparisjóðsmenn að nota helgina til að flytja, en bankinn mun opna á venjulegum tíma á mánudagsmorgunn eða kl. 09:15. Sjá nánarauglýsingu á bls 3.

x

Bæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.