Verktækni - 01.07.2008, Page 9
VeRKTÆKNi /
flytja skilaboð til fruma líkamans. Virknin
sem kom fram í rannsóknum á beina-
ígræðslum er mjög áhugaverð því með
tilkomu kítínfafleiðanna grær vefurinn eftir
ferlum sem eru engöngu virkir á fósturstigi
en ekki í fullorðum dýrum. Vefurinn er því
færður aftur á fósturstig og þá getur hann
nýmyndað sig aftur þ.e. myndað nýtt og
heilbrigt bein í stað örvefs sem síðan verð-
ur að beini á löngum tíma. – Fyrst myndast
brjósk, þá æðar í brjóskið sem síðan
ummyndast í bein.“
Með brjóskvefs vefjaræktun, bæði úr
nautgripum og manni, hefur Genís sýnt
fram á að sykrurnar stuðla að nýmyndun
á kollageni í brjóski. Þannig er 17 sinnum
meiri nýmyndum í vef sem er meðhöndl-
aður með sérhönnuðum sykrunum en í vef
sem ekki er meðhöndlaður.
Nokkrir sjúklingar með liðagigt og
slitgigt hafa tekið þessi efni inn í duftformi
og fengið ótrúlegan bata. „Gögnin okkar
sýna að þarna er eitthvað á ferðinni sem
hefur aldrei sést áður,“ segir Jóhannes. Ef
tilgáta Genís reynist rétt geta þessi efni átt
erindi í meðhöndlun nokkurra mismunandi
sjúkdóma þar sem vefjaskemmdir eiga sér
stað.
Sykrurnar vanræktar
Rannsóknir á líffræði sykra eru ekki eins
langt komnar og rannsóknir á próteinum
og enn er margt hulið um líffræðilegt hlut-
verk sykra. Þegar liðagigt kemur fram í
einstaklingi þá eykst tjáning kítínasalíku
próteinanna verulega og telja flestir vís-
indamenn að þau séu hluti af orsök
sjúkdómsins og hafa jafnvel lagt til að
nýjar meðhöndlanir við liðagigt, astma og
fleiri sjúkdóma miðist við að hindra tján-
ingu eða virkni kítínasalíku próteinanna.
Tilgáta vísindamanna Genís er sú að tján-
ing (framleiðsla) próteinanna sé ekki síður
viðbrögð vefjarins við vefjaskemmdinni,
en orsök. Vefurinn reyni að spila sama
prógrammið og hann gerði á fósturstigi.
Vitað er að samhliða því að þessi prótein
eru tjáð á fósturstigi framleiðir fóstrið litl-
ar kítínfásykrur. Rannsóknir hafa sýnt að
ef framleiðsla þeirra er hindruð eða þær
brotnar niður með sértækum ensímum þá
verður fóstrið alvarlega vanskapað og á
ekki lífsmöguleika.
Samkvæmt tilgátu Genís eru viðbrögð
líkamans við ýmsum sjúkdómum m.a. fólg-
in í því að endurspila þetta prógramm en
það vantar sykruna og þess vegna er líklegt
að sum kítínasalíku próteinanna hafi fengið
það hlutverk að kalla á svokallaða „fibro-
blasta“ sem eru frumur sem græða sár með
örvefsmyndun. Sár í húð og beinvef sem
hafa verið meðhöndluð með kítínafleiðum
gróa aftur á móti án örvefsmyndunar.
Beinsement og húðun beinígræðlinga
Verkefnin tvö sem Nýsköpunarmiðstöð
tekur þátt í eru meðal þeirra sem lengst
eru komin af þeim verkefnum sem Genís
stendur að. Beinsementsverkefnið er fjár-
magnað úr Markáætlun á sviði örtækni,
húðunarverkefnið er fjármagnað af
Tækniþróunarsjóði. Eins og áður segir er
annars vegar um að ræða þróun á bein-
sementi til viðgerða og endurnýjunar á
beinvef. Hins vegar er verið að þróa kítós-
anhúð og húðunaraðferðir fyrir beinígræð-
linga úr títani þannig að þeir nái betri festu
og styrk í náttúrulegu beini og endist leng-
ur. Síðarnefnda verkefnið er unnið í sam-
starfi við Verkfræðistofnun Háskóla Íslands.
Þess má geta að í haust verða gerðar
tilraunir með að koma fyrir kítósanhúð-
uðum títanígræðlingum og beinsementi
í kindum. Keldur og Bæklunarskurðdeild
Landspítalans, ásamt Tækni- og
Verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík
(Heilbrigðisverkfræði) eru samstarfsaðilar
Genís og Nýsköpunarmiðstöðvar í því
verkefni.
Af öðrum verkefnum má nefna samstarf
við Keldur um rannsóknir á æðakölkun í
músum og tilraunir á rottum í tengslum við
áhrif efnanna á MS-sjúkdóminn.
Framhaldið
Aðspurður um framhaldið segir Jóhannes
að á næstu mánuðum verði mest áhersla
lögð á að rannsaka og þróa lyfjavirkn-
ina. Fyrirtækið er í dag einvörðungu rekið
með hlutafé og mun því leita eftir stuðn-
ingi lyfjafyrirtækja og frekara samstarfi við
háskóla um rannsóknir og þróun. „Við
stöndum framarlega í rannsóknum á þessu
sviði og höfum ennþá mikla sérstöðu.
Ef þessi tilgáta reynist rétt þá gæti þetta
orðið að mjög stóru máli. - Enn er þó mikil
áhætta tengd fjárfestingum í þessum verk-
efnum,“ segir Jóhannes.
Genís hefur nú þegar fengið fyrsta
einkaleyfið í 23 Evrópulöndum og er það í
skráningarferli í Bandaríkjunum, Kanada,
Suður-Kóreu og Japan. Búið er að sækja
um annað einkaleyfi í 38 löndum og á
næstu vikum verður lögð inn umsókn um
þriðja einkaleyfið á Íslandi. – En ferli einka-
leyfisumsókna er þannig að fyrst er sótt
um hér heima til að tryggja forgangsrétt-
ardagsetningu og að tólf mánuðum liðnum
er lögð inn alþjóðleg einkaleyfisumsókn.
Gissur Örlygsson, verkefnisstjóri á sviði örtækni og heilsutækni á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Jóhannes
Gíslason, framkvæmdastjóri Genís.