Verktækni - 01.06.2012, Page 9
VERKTÆKNI / 9
Björn segir verðmæti fasteigna á Íslandi
vera í kringum 5000 milljarða króna sem er
um 70-80% af öllum eignum þjóðarinnar.
Að auka gæði mannvirkja sé því þjóðhags-
lega mjög hagkvæmt. „Við skulum ekki
gleyma því að stór hluti eigna atvinnulífs,
sveitarfélaga og ríkis er í mannvirkjum og
stór hluti almennings geymir ævisparnað
sinn þar. Því er gríðarlega mikilvægt að
standa dyggan vörð um gæði í mannvirkja-
gerð. Mjög hröð þróun hefur verið í bygg-
ingariðnaði undanfarna áratugi og sífellt
rísa stærri og flóknari mannvirki, um leið
og kröfur um öryggi, heilsu og sjálfbærni
aukast stöðugt. Að byggingarferlinu koma
margir aðilar, tækniferlið krefst mennt-
unar, reynslu og færni á mörgum sviðum,
er fjármagnsfrekt og unnið undir mikilli
tímapressu. Það er því engan veginn einfalt
viðfangsefni að útbúa og þróa laga- og
reglugerðarumhverfi málaflokksins.
Byggingarreglugerð er ekki meitluð í
stein og við munum læra af reynslunni.
Mjög andstæð sjónarmið geta komið
fram vegna andstæðra hagsmuna margra
aðila. Því er mikilvægt að þeir sem starfa
að byggingarmálum myndi sér skoðun á
innihaldi reglugerðarinnar og séu tilbúnir
til að tjá og rökstyðja skoðanir sínar.
Umhverfisráðherra hefur ákveðið að ný
útgáfa byggingarreglugerðar komi fram
fyrir árslok, en umhverfisráðuneytið og
Mannvirkjastofnun munu halda áfram
að þróa byggingarreglugerð með það að
markmiði að tryggja gæði í mannvirkjagerð
samtímis sem gætt er hagkvæmni og skil-
virkni í ferlinu öllu.“
Hér eru reifuð nokkur atriði
sem hafa breyst frá eldri
byggingarreglugerð
Byggingareftirlitið
Breytingar verða á ýmsum þáttum
sem varða bæði útgáfu og umsókn um
byggingarleyfi. Faggiltar skoðunar-
stofur fá heimild til að fara yfir upp-
drætti og vinna úttektir. Einnig skal
byggingareftirlitið vera sérstaklega
faggilt til að vinna úttektir og fara yfir
hönnunargögn, nema sá þáttur eftir-
litsins sé falinn faggiltri skoðunarstofu.
Þeir sem fara yfir hönnunargögn og
vinna úttektir eiga síðan að starfa
á grundvelli skoðunarhandbóka,
þannig að í framtíðinni verða þessi
störf væntanlega unnin á samræmdari
hátt. Gerð er krafa um allir sem að
ferlinu koma, s.s. hönnuðir, bygg-
ingarstjórar og iðnmeistarar hafi
gæðakerfi. Gagnagrunnar og rafrænar
þjónustugáttir verða settar upp þar
sem allir aðilar máls hafa aðgang að
sömu gögnum og þar hægt að fylgjast
með ferli mála.
Hollusta, heilsa og umhverfi
Ákvæðum um hollustuhætti er breytt
frá því sem áður var. Eðli máls-
ins samkvæmt er hér m.a. verið að
taka á þáttum sem geta haft áhrif á
sveppamyndun innan mannvirkja,
auk annarrar óhollustu, ákvæði um
loftræsingar eru því gerðar markvissari
og ítarlegri, lágmarkskröfur eru skil-
greindar og gerð krafa til gæða og
þæginda innilofts.
Kröfur til hljóðvistar eru auknar,
vísað er þar til staðals en jafnframt er
mönnum gert að gæta vel að hljóðvist
í umhverfi barna, s.s. í skólum og að
taka beri tilliti til þarfa heyrarskertra.
Ákvæði er um að sérstök grein skuli
gerð fyrir hljóðvist skóla, frístunda-
heimila, heilbrigðisstofnana, o.fl.
Öryggi við notkun
Kröfur til öryggis eru auknar að vissu
leiti og gerðar skýrari með sérstökum
kafla sem fjallar eingöngu um öryggi
mannvirkja. Tekið er á slysahættu
vegna notkunar mannvirkja og vegna
umferðar um lóð. Þar er auk almennra
öryggiskrafna tekið sérstakt tillit til
þátta er varða öryggi barna.
Frekari ákvæði vegna öryggis barna
koma þó fram víðar, eins og t.d. þar
sem fjallað er um handrið og stiga.
Einnig má varðandi öryggi benda á
umfjöllun um brunahættu vegna heita
neysluvatnsins sem er í kaflanum um
neysluvatnslagnir.
Mengun frá mannvirkjum
Sérstakur kafli fjallar um áhrif
mannvirkisins á umhverfið. Kaflinn
tekur m.a. til þátta er varða verndun
náttúrufars og varnir gegn mengun.
Mælst er til að lífsferilsgreining sé gerð
vegna mannvirkja og gert er ráð fyrir
að unnin sé áætlun um meðhöndlun
byggingar- og niðurrifsúrgangs.
Við niðurrif eldri bygginga er gert
ráð fyrir að sérstaklega sé litið eftir
varasömum efnum sem kunna að
vera hættuleg eða mengandi og að
þau skuli sérstaklega meðhöndluð og
skráð. Gert er ráð fyrir að eigi síðar en
1. janúar 2015 sé 60% af byggingar- og
niðurrifsúrgangi flokkaður þannig að
hann sé hæfur til endurvinnslu og að
þetta hlutfall verði komið í um 70%
árið 2020.
Handbók hússins
Gert er ráð fyrir að þegar byggingu
húss er lokið þá sé afhent handbók
hússins. Handbókinni er ætlað að taka
til almennra upplýsinga um verkið s.s.
hverjir komu að hönnun og gerð þess,
efnisyfirlit hönnunargagna, upplýst sé
um helstu efnisnotkun, upplýst um
virkni og viðhald lagnakerfa og annars
sérhæfðs tæknibúnaðar o.þ.h.
Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi
MAKING MODERN LIVING POSSIBLE
Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is
VLT Aqua Drive hraðastýring fyrir dælur
Sparar orku - sparar peninga
®
Danfoss VLT® AQUADrive hraðastýringin setur ný viðmið varðandi
notendaviðmót, orkusparnað, snjalla virkni og lágan rekstrarkostnað
• Þrepastýring dælukerfa
• Stöðvar sjálfkrafa dælu ef engin notkun er
• Þurrkeyrsluvörn fyrir dælur
• Tryggir mikilvæga vatnsdreifingu
www.danfoss.com/drives