Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.08.2013, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 16.08.2013, Blaðsíða 30
Heim í sæluvoginn É Ég er alinn upp í Kópavogi og eins og sagt er: Það er hægt að taka strákinn úr Kópavoginum en ekki Kópavoginn úr stráknum. Minn betri helmingur er á hinn bóginn alin upp í frekar afskekktri sveit norður í landi. Þaðan tekur minnst klukku- tíma á sæmilega útbúnum bíl að komast í næstu þéttbýliskjarna. Henni finnst Kópavogurinn samt sem áður full langt frá miðborginni. Það er allt of sveitó fyrir hana að búa í voginum sæla. Vill bara búa í miðbænum, helst í sollinum miðjum. Þar bjó hún á námsárunum sínum og sagði það engu líkjast. Því lét ég til leiðast þegar við keyptum okkar fyrstu íbúð saman fyrir margt löngu. En verandi alinn upp í parhúsi Kópavogsmegin í Fossvogsdaln- um gat ég aldrei almennilega sætt mig brosandi við að rónar og annað ógæfufólk færi um rótandi í ruslatunnunum okkar. Svo ekki sé talað um fullu unglingana að brjóta flöskur fyrir utan svefnherbergis- gluggann, ælandi í blómapotta og guð má vita hvað fleira. Það kunni ég illa við. Svo var það fólkið á efri hæðinni maður! Það var alltaf að færa til húsgögn – á nóttinni. Fríkaði mig gjörsamlega út, litla dreng- inn. Ég þorði enda aldrei að grennslast almennilega fyrir um hvað þau væru að bixa þarna uppi. Fólk komið vel á efri ár. Ímyndunaraflið sá mér þó fyrir svörum um athafnirnar. Hvar þau bútuðu hvern fullan unglinginn á fætur öðrum niður og geymdu bak við sófann eða undir rúmi. Þetta var náttúrlega ekki neitt fyrir laf- hrædda unga menn sem aldir voru upp í voginum sæla. Ég nýtti því tækifærið þegar betri helm- ingurinn fór eitt misseri út í háskólanám og seldi miðbæjarslotið. Flutti aftur heim í öryggið til mömmu. Þar fann ég aftur innri frið. Var þess líka nokkuð viss um að það lá enginn í bútum bak við sófa í hinum helmingi parhússins góða. Ja, svona nokkuð viss. Ekki þótti þessi kjallaravist fýsileg til lengdar þegar skólavist frúarinnar í út- landinu var lokið. Við fundum okkur að lokum ágætis íbúð í Hlíðunum. Sirka mitt á milli póstnúmera 200 og 101 svo allir gætu sofið sáttir. Þar höfum við búið síðan og okkur liðið ágætlega. Alltaf blossar þó upp annað veifið þörfin fyrir að stækka við sig. Svona eftir því sem fjölskyldumeð- limum fjölgar og þetta helsta. Því þykir oft freistandi að kíkja á fasteignavefina og nokkrum sinnum höfum við meira að segja farið að skoða. Í það minnsta ef upp kemur sæmileg hæð í Hlíðunum. Lítið hefur þó komið út úr því. Nema helst tækifæri til að væflast herbergja á milli hjá okkur ókunnugu fólki og sjá hvernig hinir Hlíðabúarnir lifa. Ég er líka annálaður nískupúki sem kaupir varla burðarpoka í Sunnubúðinni, hvað þá rándýrar íbúðir. Svo nöldra ég mig hásan yfir því hvað hús- næði er orðið dýrt í marga daga á eftir. Því það kom því vel á vondan þegar vinnufélagi minn einn gaukaði því að mér að fá mætti fínasta raðhús, ef ekki bara parhús í sæluvoginum góða fyrir sama prís og litla hæð í þessum fínu borgar- hverfum. Þessi sami vinnufélagi þekkir vel ást mína á voginum og hann veit það líka að minn betri helming fýsir ekki í flutninga yfir skítalækinn. Við höfum enda unnið saman lengi. Því þekkir hann líka minn helsta galla. Mér er það nefnilega lífsins ómögulegt, þrátt fyrir nískupúka- hátt, að standast gott tilboð. Nánast sama í hverju þau felast. Þannig stóðu því leikar. Ég var kominn á fulla ferð í netheimum. Skoðaði raðhús, parhús og stöku einbýli í mínum gamla og góða heimabæ. Eftir að hafa sólundað hálfum vinnudegi í verkið kom ég svo heim, fullur eldmóði. Mín helstu mis- tök voru þó að hafa ekki rokið í nokkur heimilisverk, taka úr uppþvottavélinni eða eitthvað. Svona til að liðka aðeins fyrir skemmtilegum skoðanaskiptum og jafnvel smá netrápi um vænleg híbýli þarna fyrir sunnan. Ég slengdi útprentaðri fasteigna- auglýsingunni á eldhúsborðið, nokkuð hróðugur á svip: „Það fylgir meira að segja gróðurhús með!“ Viðbrögðin voru ekki alveg þau sömu og ég var búinn að sjá fyrir mér í dagdraum- unum. Nei, mér mættu starandi augu og þögnin ein. Ég sá að þetta var barátta sem ég var ekki að fara að vinna í bráð. „Nei, ég segi bara svona,“ sagði ég og lagði út- prentið til hliðar. Fór svo að taka úr upp- þvottavélinni og tína upp drasl upp af gólf- unum. Alveg eins og mér var alltaf sagt að gera heima í Kópavoginum. Te ik ni ng /H ar i Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Eftirlitsmyndavél fyrir sumarbústaði og heimili · Tekur venjulegt GSM SIM kort · Hægt að panta mynd eða hlusta svæði. · SMS og MMS viðvörun í síma og netf. · Lætur vita ef rafmagn fer af og hiti breytist. · Hægt er að tengja allt að 15 auka skynjara. · Vöktun á heitum potti, raka, þrýstingi o.. S. 699-6869 · rafeindir@internet.is · www.rafeindir.is – fyrst og fre mst 798kr.stk. Verð áður 998 kr. stk. kortatímabil !Nýtt Skólatöskurmargar gerðir 20%afsláttur Málstofa um Arvo Pärt á Hannesarholti kl. 16-18 sama dag. Fyrirlesarar: Páll Ragnar Pálsson og Tui Hirv. Miðaverð 1500 kr. (Miði á tónleikana kl. 20 gildir einnig á málstofuna). Kvöldverður í Hannesarholti að lokinni málstofu. Verð 2.500/ 3.500 kr. Fjölnir ÓlafssonTui Hirv Hörður Áskelsson KIRKJULISTAHÁTÍÐ 20 13 Hallgrímskirkju í Reykjavík 16.–25. ágúst Frá uppsprettum til himindjúpa Ólafur Jóhann Ólafsson Arvo Pärt Hátíðartónleikar í Hallgrímskirkju SunnudaGInn 18. áGúSt Flytjendur: Schola cantorum Hátíðarstrengjasveit Kirkjulistahátíðar, konsertmeistari Hrafnhildur Atladóttir Tui Hirv sópran Fjölnir Ólafsson baritón Stjórnandi: Hörður Áskelsson Efnisskrá: Cantus in Memory of Benjamin Britten L’Abbé Agathon Magnificat- Lofsöngur Maríu Nunc dimittis Da pacem domine Adam’s Lament (frumflutningur á Íslandi) Miðaverð 4.500 kr. (2.500 fyrir námsmenn) Miðasala í Hallgrímskirkju Sími 510 1000 og midi.is Arvo Pärt Sjá nánar kirkjulistahatid.is 74,6% ... kvenna á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann* *konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013 30 viðhorf Helgin 16.-18. ágúst 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.