Fréttatíminn - 16.08.2013, Page 63
Helgin 16.-18. ágúst 2013 skólinn byrjar 7
G runnskólakennarar með starfsréttindi útskrifuð-ust hvorki í fyrra né
á þessu ári eftir að lögum um
lengd kennaranáms frá þremur
árum í fimm tóku gildi á árinu
2011. Næst munu kennarar með
starfsréttindi útskrifast á næsta
ári. Ásókn í grunnskólakenn-
aranámið hefur minnkað á síð-
ustu árum og líklegt er að leng-
ing námsins hafi haft áhrif. „Við
þurfum að kynna vel hvað felst í
náminu og í starfinu ekki síður.
Ég held að það hafi ekki verið
rangt að lengja námið heldur
þurfi að verja tíma í að kynna
hvað í því felst og hversu mikil-
vægt og ánægjulegt starfið er,“
segir Gunnhildur Óskarsdóttir
deildarforseti kennaradeildar
Háskóla Íslands.
„Við viljum vera sambærileg
öðrum þjóðum og í mörgum
öðrum löndum er kennaranám-
ið 4 til 5 ár. Í meistaranáminu er
farið meira á dýptina og meiri
áhersla er lögð á rannsóknir en
einnig á vettvangsnám. Hluti
af náminu felst í því að nemar
vinna náið með kennurum í
grunnskólunum og í samstarfi
við kennara í háskólanum og
að nota fræðin sem þeir hafa
kynnst í sínu grunnnámi til að
undirbúa sig enn frekar undir
kennarastarfið. Ég tel að þessi
viðbót verði gott tækifæri til að
tengja fræðin við vettvanginn
og vettvanginn við fræðin og
styrkja nemann sem fagmann ,“
segir Gunnhildur.
Hún segir að minni ásókn
í grunnskólakennaranámið í
kjölfar breytingarinnar hafi ekki
komið á óvart. „Laun kennara
eru ekki nógu há og það er ekki
uppörvandi fyrir ungt fólk í
dag að fara í fimm ára nám og
fá ekki hærri laun en raun ber
vitni. En ég trúi ekki öðru en að
umsóknum muni fjölga aftur og
kjörin batna,“ segir Gunnhildur.
„Það var alveg viðbúið að
nemendum myndi fækka fyrst
um sinn. Margir segja að þetta
hafi verið mikið gæfuspor
hjá Finnum að lengja kenn-
aranámið og krefjast meistara-
náms. Laun þeirra eru hærri
en hjá okkur og það á við um
öll Norðurlöndin en skólakerfið
okkar er líkast því sem tíðkast
á hinum Norðurlöndunum,“
segir Þórður Árni Hjaltested
formaður Kennarasambands
Íslands.
„Það er alveg ljóst að við í
Kennarasambandinu erum
sammála þeim athugasemdum
sem hafa komið frá OECD að
laun séu hlutfallslega of lág hér
í samanburði við aðrar þjóðir
og það hefur áhrif að ungt fólk
velur ekki þessa starfsgrein.
Við mælumst með hvað lægstu
launin sem er svolítið skrítið
miðað við það að við mælumst
líka með tiltölulega háan
kostnað í skólahaldi. Tölur frá
OECD sýna einnig að áhuginn
á kennaranáminu sé almennt að
minnka, maður veit ekki hvort
að það sé eitthvað í tíðarand-
anum að fólk einblínir á aðrar
greinar,“ segir Þórður Árni.
Grunnskólakennarastarfið sem og leikskólakennarastarfið eru með mikilvægustu störfum í samfélaginu.
skólamál skortur á menntuðum leikskólakennurum
Engir útskrifaðir kennarar í
tvö ár og færri sækja í námið
Minnkandi áhugi virðist vera á kennaranámi á Íslandi og hugsanlega tengist það lengingu námsins úr þremur í fimm ár. Enginn skortur er þó á grunnskólakennurum enn
sem komið er en ástæða er til þess að hafa áhyggjur af því að menntaðir leikskólakennarar fáist til starfa.
Laun kenn-
ara eru ekki
nógu há og
það er ekki
uppörvandi
fyrir ungt
fólk í dag að
fara í fimm
ára nám
og fá ekki
hærri laun
en raun ber
vitni.
Býður strá
kum og st
elpum á a
ldrinum 6
-10 ára
á 14 vikna
byrjendan
ámskeið í
ÍSHOKKÍ.
ÆÆngar er
u í Egilshö
ll þriðjuda
ga kl. 18:2
0,
Æmmtudag
a kl. 18:20
, sunnuda
ga kl. 11:0
0 og byrja
20. ágúst
.
S kráninga
rdagar eru
20., 22. o
g 27. ágús
t kl. 17:00
-19:00
á skrifstof
u Bjarnari
ns eða á w
w w.bjorni
nn.com
Ekki virðist vera komið að kenn-
araskorti enn sem komið er en stór
hópur kennara mun fara á eftirlaun á
næstu 10 árum og telur Þórður Árni
að útskrifa þurfi ákveðinn fjölda til
þess að halda í við þörfina. „Leik-
skólakennaranámið hefur einnig
verið lengt í 5 ár og nú þegar eru
leikskólakennarar of fáir. Það vantar
töluvert upp á það að uppfylla það
sem lögin kveða á um eða að 2/3 eigi
að vera með kennaramenntun,“ segir
Þórður Árni
„Í leikskólum vantar virkilega
menntaða starfsmenn og þar höfum
við meiri áhyggjur en hjá kennurum.
Það er ekki síður mikilvægt starf“
segir Þórður Árni.
María Elísabet Pallé
maria@frettatiminn.is