Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.09.2013, Side 25

Fréttatíminn - 06.09.2013, Side 25
ÚT Á GRANDA Grandagarði 3, 101 Reykjavík, Sími 552 9940 | Opið mán.–fös. kl. 9–18. Laugard. kl. 9–16. AÐEINS Í 5 DAGA 15 – 75 % AFSLÁTTUR OPNUNARTÍMAR YFIR ÚTSÖLUNA föstudagur 9 - 19 laugardagur 9 - 17 sunnudagur 10 - 16 ATH .ÚTSALAN ER AÐEINS Í 5 DAGA ALVÖRU ÚTSALA Í ÓDÝRUSTU VEIÐIBÚÐINNI ÚT Á GRANDA ÖNDUNARVÖÐLUR 20 – 40 % afsl. KASTSTANGIR 20 – 75 % afsl. FLUGUSTANGIR 20 - 50 % afsl. VEIÐIHNÍFAR 40 - 50 % afsl. VÖÐLUJAKKAR 20 – 30 % afsl. FLÍS NÆRFÖT 40 % afsl. SPÚNAR 30 % afsl. REYKOFNAR 6.500 kr. SJÓSTANGIR 5.900 kr. FLUGUSTANGIR 6.000 kr. SILUNGAFLUGUR 150 kr. LAXAFLUGUR 250 kr. TÚPUR 350 kr. KLOFSTÍGVÉL 5.000 kr. Og miklu miklu meira á góðum afslætti Uppboð á sýningareintaki af 290 cm. Slöngubát Lágmarksboð 75.000 kr. 15- 75 % AFSLÁTTUR BARA 3 DAGAR EFTIR ÚTSALAN ER HAFIN S LA Í ÓDÝRUSTU VEIÐIBÚÐI I A ATH. AÐEINS 3 DAGAR EFTIR Ö ARVÖÐLUR K TANGIR FL STANGIR V I NÍFAR V UJA KAR F Í RFÖT SP REYKOFNAR SJÓSTANGIR FLUGUSTANGIR SILUNGAFLUGUR LAXAFLUGUR TÚPUR KLOFSTÍGVÉL 20 - fsl. 20 - fsl. 20 - 50 fsl. 40 - fsl. 20 - fsl. fsl. 30 afsl. 6.500 kr. 5.900 kr. 6.000 kr. 150 kr. 250 kr. 350 kr. 5.000 kr. Og miklu ikl ir góðu afslætti OPNUNARTÍ AR YFIR ÚTSÖLUNA föst lauga gur sunn r 9 - 19 9 - 17 0 - 16 Uppboð á sýningareintaki af 290 cm. l ubát Lágmarksboð 75.000 kr. H ugleikur Dagsson hefur komið víða við í list-sköpun sinni síðasta áratuginn eða svo en þekktastur er hann fyrir groddalega spýtu- kallabrandara sína, sem kenndir eru við „okkur“-bækur lista- mannsins. Hulli, eins og hann er kallaður, stóð framan af einn í myndasöguútgáfu sinni, heftaði bækurnar saman sjálfur og seldi þær á förnum vegi. Þannig má segja að hann hafi slegið í gegn og JPV-útgáfa tók hann í kjölfarið upp á sína arma. Samstarfið hefur verið farsælt með landvinn- ingum í útlöndum, einna helst í Finnlandi þar sem teikningar Hulla njóta mikilla vinsælda. Og nú er Hulli kominn með sinn eigin sjónvarpsþátt í Ríkis- sjónvarpinu þannig að jaðarnörd- inn með svörtu gleraugun er orð- inn býsna miðlægur. Þættirnir heita einfaldlega Hulli og í þeim skrumskælir Hugleikur tilveru sína og vina sinna. Annar þátt- urinn fór í loftið á fimmtudaginn en Hulli segist ekki hafa mikla tilfinningu fyrir því hvernig þeir leggist í fólk. „Ég er bara ekki dómbær á hvort það sé verið að tala um þetta og ekki einu sinni hvort þetta þyki gott, segir Hulli sem er þó á Facebook, þeim kraum- andi umræðupotti. „Maður er bara alltaf í sinni eigin Facebook- bólu. En ég er allavegana búinn að fá góð viðbrögð. Ég leitaði eins og ég gat á netinu og mér sýnist þetta alveg þykja 80% gott. Það var einn sem var ósáttur með þetta sem barnaefni, á Súper- mann.is, af öllum síðum. Það er auðvitað á misskilningi byggt. Og síðan var einn á Barnalandi sem var ekki hrifinn en það er held ég bara hlutfallslega eðli- legt. Það væri eitthvað skrýtið ef allir væru sáttir,“ segir Hulli um þættina sem óneitanlega draga dám af því skopskyni sem fólk þekkir frá spýtuköllunum. Réttu megin við strikið Hulli segist hafa fengið frjálsar hendur hjá Ríkissjónvarpinu og engar tilraunir hafi verið gerðar til að ritskoða þættina eða benda á að eitthvað þætti fara yfir strikið. „Ég settist með dagskrár- stjóra og við horfðum á fjóra fyrstu þættina og hann gerði engar athugasemdir um að verið væri að fara yfir strikið eða að þetta væri of dónalegt.“ Hulli segir þó að innan RÚV hafi verið ákveðið að leggja áherslu á að þættirnir væru ekki ætlaðir börnum. „Ég veit að snemma í ferlinu var ákveðið að RÚV-merkið í horninu ætti að vera gult en síðan mjög stuttu fyrir frumsýningu var ákveðið að hafa það rautt. Það er bara flottara.“ Hulli segir sæta furðu að fólk skuli enn þann dag í dag draga þá ályktun að bara vegna þess að sjónvarpsefni sé teiknað sé um barnaefni að ræða. „Ég held að þetta sé mjög óal- gengur misskilningur. Ég held að þeir sem haldi að það sem sé teiknað sé sjálfkrafa fyrir börn séu ekki mikið með puttann á púlsinum. Foreldrar mínir og eldra fólk veit alveg hvað klukkan slær. The Simpsons eru búnir að vera svona lengi í gangi og Beavis&Buthead stimpluðu sig inn fyrir langa löngu. Svo eitt- hvað sé nefnt. Þannig að svona teiknimyndir urðu hluti af norm- inu fyrir löngu síðan.“ Hulli segir sig og félaga sína óneitanlega undir áhrifum frá ýmsum teiknimyndaþáttum og nefnir sérstaklega HBO-þættina The Life & Times of Tim en hann hafði einmitt verið að horfa á þá þegar hugmyndin að Hulla-þátt- unum kviknaði. „Ég fór fyrst með hugmyndina til Sigurjóns Kjartanssonar sem var þá að leita að einhverju til að framleiða. Ég fékk hugmynd- ina bara nánast þegar ég var á leiðinni á þann fund og datt í hug að það væri auðveldast að finna efniviðinn einmitt úr nánasta umhverfi manns. Þar er allt sem maður þekkir best og með því að setja þetta í teiknimynd opnast einhvern veginn möguleikinn á að gera grín að öllu. Í þessu til- felli einna helst að sjálfum mér og vinum mínum. Ég tek líka mína eigin stétt, listamennina, fyrir og geri svolítið hart grín að þeim.“ Hulli segir enn nóg eftir af hugmyndum og ef þessir átta Hulla-þættir sem gerðir hafa verið gangi vel séu hann og hans fólk vel til í framhald. „Algjörlega. Það eru fullt, fullt af sögum og bröndurum sem komust ekki inn í þessa þáttaröð. Við skrifuðum meira að segja tíu þætti þannig að í raun eru tveir heilir þættir til viðbótar tilbúnir.“ Kærustuleysi býður upp á meira grín Listamannstilvera Hulla í þátt- unum er dálítið þunglyndisleg þar sem hann býr einn og finnur frægð sem spýtukallateikningar hans öfluðu honum vera að fjara út. En er líf listamannsins jafn dapurlegt og það er í þáttunum? „Emmmmm,“ segir Hulli og strýkur hökuna glottandi og bæt- ir svo hlæjandi við eftir dágóða umhugsun: „Það getur verið það. Þessi Hulli í þáttunum tekur svo- lítið dramadrottninguna í mér og ýkir hana. Þessi Hulli vorkennir sjálfum sér voða mikið og er mjög sjálfhverfur þannig að því leyti er þetta frekar hnitmiðað grín að listamannasteríótýpunni.“ Hulli hokrar þó ekki einn í listamannsholu í raunveruleik- anum þar sem hann býr með kærustunni sinni, Hrafnhildi Halldórsdóttur fatahönnuði. „Hún er líka með mér í bolagerðinni, Hullabolunum. Það er ekkert jafn fyndið við það og það er búið að búa til svo mikið af gamanþáttum um sambönd og mér finnst að með því að láta þennan Hulla vera einan sé hægt að opna fyrir miklu meiri slysfarir og vandræði.“ Þormóður, bróðir Hulla, kemur nokkuð við sögu í þáttunum og þar þykir nú þeim sem til þekkja býsna illa farið með góðan dreng. „Það er einmitt stærsti hluti brandarans að hann á þetta engan veginn skilið,“segir Hulli og hlær. „Í fyrstu handritsdrögunum var Þorri með miklu minna hlutverk. Algert auka, aukahlutverk sem birtist í tveimur þáttum eða álíka. Þá var strax ákveðið að hann væri maður sem enginn heyrði í af því hann talar svo lágt. Á meðan Hulli kvartar yfir að allir séu að traðka á honum þá eru í rauninni allir að traðka á Þorra. Alltaf þegar við viðtal 25 Helgin 6.-8. september 2013 Framhald á næstu opnu

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.