Fréttatíminn - 06.09.2013, Page 49
Sölufólk
óskast
Skemmtileg
aukavinna!
Hringdu núna og
fáðu upplýsingar
í síma 691-0808
Faxafen 10, 108 Reykjavík,
sími 568 2870, friendtex.is og 568 2878, praxis.is
Opið mán.-fös. kl. 11.00-17.00, lokað laugardaga
Ný verslun l Næg Bílastæði l Engir stöðumælar
Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16
“Kryddaðu” fataskápinn með fatnaði frá
Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar
Full búð af buxum !
2 litir: svart og
munstrað/svart
Stærð 34 - 48
Verð 15.900 kr.
2 litir: svart og
hraunrautt
Stærð 34 - 46
Verð 13.900 kr.
Frábært
úrval
Haust 2013
Garðatorgi - Garðabæarðatorgi - arðab
tíska 49Helgin 6.-8. september 2013
Tíska FrændsysTkini léTu drauminn ræTasT og opnuðu FylgihluTaverslun
Ungir sérleyfishafar
v ið erum örugglega með yngstu sérleyfishyöfunum á Íslandi. Þess vegna gerðum við okkur ekki miklar vonir um að fá þetta í upphafi,“ segir Þorsteinn Máni Bessason, 25 ára, sem var að
opna fylgihlutaverslunina MOA í Smáralind ásamt frænku sinni Önnu
Bryndísi Gunnlaugsdóttir sem einnig er 25 ára. Frændsystkinin eiga
meira sameiginlegt því þau voru saman í rekstrarverkfræði í Háskól-
anum í Reykjavík, unnu öll verkefni saman, útskrifuðust vorið 2011
en fóru hvort í sína áttina eftir útskrift þrátt fyrir að eiga bæði þann
draum um að opna eigin verslun. Þorsteinn Máni var fjármálastjóri hjá
Tiger og Anna Bryndís var að vinna hjá Avon en alltaf voru þau með
augun opin fyrir nýjum tækifærum. Þegar þeim var bent á frönsku
fylgihlutakeðjuna MOA ákváðu þau að hoppa út í djúpu laugina.
„Við höfðum heyrt að þetta væri flott merki og byrjuðum að kynna
okkur það í gegn um netið. Þetta eru flottar vörur á góðu verði og
okkur fannst vanta merki sem er með vörur fyrir alla aldurshópa.
Hingað koma stelpur allt niður í 10 ára og ein áttræð var að kaupa hjá
mér í gær. Við erum með alla fylgihluti fyrir konur: slæður, skó, skart
og töskur,“ segir Þorsteinn.
Þau höfðu fyrst samband við forsvarsmenn MOA í janúar á þessu ári
og fóru til Frakklands á fund með þeim. „Við kynntum fyrir þeim hvað
við vildum gera og hvað íslenski markaðurinn hefði upp á að bjóða.
Við skrifuðum síðan undir samninginn í lok mars og búðin opnaði
núna 22. ágúst. Þetta var því næstum jafn langt og ein meðganga hjá
okkur.“ Hann viðurkennir að það sé heldur dýrt að fá sérleyfissamning
en telur þau hafa náð nokkuð góðum samningum. „Við vorum að opna
fyrstu verslunina á Norðurlöndunum og þau hafa verið mjög hliðholl
okkur. Í rauninni hafa þau hjálpað okkur að láta drauminn rætast.“
Þorsteinn Máni og Anna Bryndís afgreiða bæði í versluninni, stefn-
an er að alltaf sé minnst annað þeirra í búðinni en þau eru einnig með
fleira starfsfólk. „Við bjóðum komum á öllum aldri flotta fylgihluti á
góðu verði. Það dýrasta í búðinni eru skór á 11.990 krónur. Hér er
hægt að fá alla fylgihluti í einni ferð. Eitt sem hefur komið okkur á
óvart er hversu vinsæl hárböndin eru. Þau eru eitt af því sem selst
best hjá MOA úti en við höfðum ákveðnar efasemdir um þau. Síðan
hefur komið í ljós að nánast önnur hver kona kaupir hárband sem er
auðvitað bara flott.“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Þremenningarnir Þorsteinn Máni Bessason og Anna Bryndís
Gunnlaugsdóttir eru með yngstu sérleyfishöfum á Íslandi en
þau opnuðu nýverið fylgihlutaverslunina MOA í Smáralind. Þau
eru bæði 25 ára gömul, menntaðir rekstrarverkfræðingar og
hættu í fyrri störfum til að opna eigin verslun.
Frændsystkinin Þorsteinn Máni
Bessason og Anna Bryndís
Gunnlaugsdóttir voru að opna
fylgihlutaverslunina MOA í
Smáralind. Myndir/Hari
Þrátt fyrir efasemdir eigenda
um hárböndin í upphafi eru
þau sú vara sem selst best.