Fréttatíminn - 06.09.2013, Blaðsíða 4
YFIR 20 GERÐIR GASGRILLA
Á ÚTSÖLUNNI
� Stærð: 149 x 110 x 60 cm
ÚTSALA
Er frá Þýskalandi
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
VERÐ ÁÐUR
59.900
49.900 www.grillbudin.is
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
Skýjað, en úrkomulauSt V-til og
Vindbelgingur. bjart eyStra.
HöfuðborgarSVæðið: Lengst af
Lágskýjað, jafnveL þoka.
HVaSSt VeStantil og fer að rigna
SíðdegiS. Heiðríkja a-til. Hlýtt.
HöfuðborgarSVæðið: skýjað að mestu og
þurrt, en rigning um kvöLdið.
Skúrir V-til, en rigning n-landS
og auStan um morguninn.
HöfuðborgarSVæðið:
strekkingur og skúraveður.
Sumarauki fyrir
norðan og austan
Hlýtt loft er á leið til landsins úr suðri
og fá íbúar á norður- og austurlandi
helst notið þess auk þess sem þeir geta
baðað sig í septembersólinni í dag og
á morgun. skil lægðar fara
austur yfir landið frá því seint
á laugardag og fram á sunnudag.
með þeim rignir um mest allt
land, einkum þó s- og v-til. á
undan þeim gæti orðið leiðin-
lega hvass sa-vindur vestantil
lengst af laugardagsins. svalara
loft aftur á sunnudag og skúrir.
9
10 14
15
14
12
12 17 18
14
9
9 11 13
10
einar Sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
nýr þjónustukjarni
fyrir fatlaða
þjónustukjarni fyrir fatlað fólk í kópavogi
var tekinn í notkun um nýliðin mánaða-
mótin. Húsnæðið er á kópavogsbraut og
eru í því fjórar nýjar íbúðir ásamt aðstöðu
fyrir starfsmenn sem veita eiga íbúum
þjónustu allan sólarhringinn. Íbúarnir flytja
inn á næstu dögum, að því er fram kemur í
tilkynningu kópavogsbæjar.
„þegar kópavogsbær tók við málefnum
fatlaðs fólks af ríkinu í ársbyrjun 2011 lá
fyrir biðlisti 20 einstaklinga eftir húsnæði
með sértækri þjónustu. Bæjarfélagið
hóf strax vinnu við að tryggja þessu fólki
nauðsynlegar úrbætur.
nýr þjónustukjarni var tekinn í notkun
árið 2011 og til viðbótar þeim sem tekinn
var í notkun nú í byrjun mánaðar er hafinn
undirbúningur að byggingu tíu nýrra
íbúða. auk þess er fyrirhugað að fjölga
félagslegum leiguíbúðum til handa fötluðu
fólki,“ segir enn fremur.
Húsnæðið að kópavogsbraut var að
hluta til í eigu bæjarins en keypt að öllu
leyti seinni hluta síðasta árs. undan-
farna mánuði hefur verið unnið að því að
breyta húsnæðinu og var verkið boðið út á
vormánuðum. Húsið verður málað að utan
á næsta ári og þá lýkur einnig frágangi á
lóð. -jh
tvær konur í stjórn
Íslandsbanka
tvær konur, Helga valfells og þóranna
jónsdóttir, taka sæti í aðalstjórn Íslands-
banka. þóranna jónsdóttir var áður vara-
maður í stjórn bankans og gunnar fjalar
Helgason tekur hennar sæti í varastjórn.
Helga valfells hefur verið framkvæmda-
stjóri nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins frá
árinu 2010 og áður stýrði hún fjárfest-
ingum sjóðsins. Hún var aðstoðarmaður
viðskiptaráðherra árið 2009. þóranna
jónsdóttir er deildarforseti viðskiptafræði-
deildar Háskólans í reykjavík. - jh
120 milljóna hagnaður fyrri hluta ársins
rekstur spalar, rekstraraðila Hval-
fjarðarganga, skilaði liðlega 120 milljóna
króna hagnaði eftir skatta á fyrri hluta árs
2013. um 34 milljóna króna hagnaður varð
á rekstrinum á sama tímabili í fyrra. umferð
í Hvalfjarðargöngum er ívið meiri í ár en ráð
var fyrir gert og tekjur af henni sömuleiðis,
að því er fram kemur á síðu félagsins. spölur
birti nýverið uppgjör fyrstu sex mánuða
ársins en þar kemur fram að veggjaldið hafi
skilað félaginu 508 milljóna króna tekjum
á tímabilinu en sambærileg tala í fyrra var
483 milljónir króna. - jh
Hagnaður spalar af rekstri Hval-
fjarðarganga á fyrri hluta ársins
nam 120 milljónum króna.
Ármann kr. Ólafsson bæjarstjóri flytur
opnunarræðu við opnun þjónustukjarn-
ans á kópavogsbraut.
Þóranna jónsdóttir.
t æpur helmingur handknattleiks-manna í efstu deild á Íslandi, eða 43%, neyttu minnst fimm áfengra
drykkja einu sinni eða oftar í mánuði á
síðasta undirbúningstímabili fyrir Íslands-
meistaramót 2012-2013. Öllu færri, eða
19%, neyttu þessa áfengismagns á keppnis-
tímabilinu. Þetta kemur fram í niðurstöð-
um lokaverkefnis Sunnu Lindar Jónsdóttur
til BSc gráðu í íþróttafræði við Háskólann í
Reykjavík.
„Mig langaði að skoða hvernig þessum
hlutum er háttað hjá afreksíþróttamönnum
og fannst mér upplagt að taka handknatt-
leiksmenn í efstu deild á Íslandi fyrir. Mér
finnst merkilega hátt hlutfall neyta áfengis
í þessu magni á undirbúningstímabilinu,“
segir Sunna.
Tilgangur og markmið rannsóknar var
að athuga hvort leikmenn teldu að áfengis-
neysla hafi áhrif á frammistöðu sína.
Einnig var skoðað hvaða viðhorf hand-
knattleiksmenn í efstu deild á Íslandi hafa
til áfengisneyslu og hvernig neyslumynstri
þeirra er háttað. Svarhlutfall var 68% eða 88
svör í heildina.
Þá svöruðu þátttakendur CAGE-spurn-
ingalistanum sem er notaður til að meta
hvort fólk á við áfengisvandamál að stríða.
Tveir þátttakendur sögðust vikulega upplifa
sektarkennd eða eftirsjá vegna drykkju en
49 þátttakendur höfðu aldrei upplifað
slíkt. Mikill meirihluti, 76%, sagðist
aldrei hafa lent í því að geta ekki
hætt drykkju. Samkvæmt heildar-
svörum CAGE-spurningalist-
ans gætu 15,9% átt við áfengis-
vandamál að etja en 3,4% eiga við
raunverulegt áfengisvandamál
að stríða, alls 19,3%. „CAGE-
spurningarlistinn er mjög
staðlaður og kannski
erfitt að alhæfa niður-
stöður út frá honum,“
segir Sunna.
Tveir þriðju þátttakenda taldi að áfengis-
neysla hefði mikil eða frekar mikil áhrif á
frammistöðu í íþróttum en einungis 27%
taldi á áfengisneysla hefði mikil eða frekar
mikil áhrif á íþróttameiðsl.
„Ég bjóst við að fleiri teldu áfengisneyslu
hafa áhrif á íþróttameiðsl. Ef íþróttamenn
mæta á æfingu á undirbúningstímabilinu
eftir að hafa drukkið fimm eða fleiri áfenga
drykki kvöldið áður er líklegt að taugakerf-
ið sé ekki í jafn góðu standi og venjulega og
þar afleiðandi er líkaminn ekki í jafn góðu
ásigkomulagi til að takast á við átökin sem
íþróttin krefst af íþróttamanninum. Í nær-
ingarlegu samhengi þá er áfengi ekki álit-
legur orkugjafi fyrir líkamann heldur gerir
líkaminn allt til að brenna áfenginu burt úr
líkamaum þegar þess er neytt og þar með
verður álag á lifrina. Á sama tíma verður
ekki jafn mikil upptaka af steinefnum og
vítamínum sem skiptir máli fyrir íþrótta-
menn. Hins vegar er mjög gott hversu
margir eru meðvitaðir um áhrif áfengis á
frammistöðu,“ segir Sunna.
Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vís-
bendingu um stöðuna en þar sem rann-
sóknin er það smá í sniðum er ekki hægt að
fullyrða út frá henni um stærri hóp. Nýjasta
rannsókn Lýðheilsustöðvar á áfengis-
neyslu er frá árinu 2007 og tekur til stærra
aldursbils. Samkvæmt henni drukku 12%
karlmanna á öllum aldri fimm drykki eða
fleiri vikulega eða oftar, en aðeins 2%
handknattleiksmannanna. Þá höfðu
33% þeirra fundið fyrir sektarkennd
eða eftirsjá vegna áfengisneyslu sinn-
ar, en 30% handknattleiksmanna.
erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Heilsa Handboltamenn meðvitaðir um áHriF áFengis á getu
Drekka frekar á undir-
búningstímabilinu
Mér finnst
merkilega
hátt hlut-
fall neyta
áfengis
í þessu
magni á
undirbún-
ingstíma-
bilinu.
áfengisneysla
handknattleiks-
manna í efstu
deild á Íslandi
er nokkuð
svipuð neyslu
almennings.
samkvæmt
niðurstöðum
nýrrar rann-
sóknar eiga um
þrjú prósent
þeirra við
áfengisvanda-
mál að stríða.
tæpur þriðjungur handknattleiksmanna í fyrstu deild telur áfengisneyslu hafa áhrif á íþróttameiðsl. Mynd/Getty/NordicPhotos
sunna Lind jónsdóttir
íþróttafræðingur.
4 fréttir Helgin 6.-8. september 2013