Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.09.2013, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 06.09.2013, Blaðsíða 46
46 langur laugardagur Helgin 6.-8 september 2013  Hátíð Reykjavík Bacon Festival á skólavöRðustíg Þú nnur okkur á Facebook undir “Fatabúðin” Skólavörðustíg 21a 101 Reykjavík S. 551 4050 Barnahandklæði og vöggusett í miklu úrvali Laugavegi 178 · Sími 551-3366 · www.misty.is OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Lokað á laugardögum GLÆSILEGUR teg SÚSANNA - blúnduhaldari í D,DD,E,F,FF,G skálar á kr. 11.675,- Laugavegi 8 S. 552 2412 FALLEGAR GJAFAVÖRUR v ið verðum með sirka tvö tonn eða rúmlega það. Ef þörf er á veit ég að það hafa verið langar vaktir hjá Ali svo hægt er að bregðast hratt við,“ segir Árni Georgsson, einn skipuleggj- enda Reykjavík Bacon Festival sem haldið verður á Skóla- vörðustíg á laugardag. Árni og félagar kalla sig Íslenska beikonbræðralagið og hátíðin ber yfirskriftina Matarhátíð alþýðunnar. Hún stendur frá klukkan 14-17. Beikonhátíðin Reykjavík Bacon Festival er nú haldin í þriðja sinn. Hátíðin er syst- urhátíð Blue Ribbon Bacon Festival, stærstu beikonhátíðar í heimi, sem haldin er í Des Moines í Iowa. Á Skólavörðu- stígnum verða básar frá átta veitingastöðum sem bjóða upp á beikon innblásna rétti. Ali verður með þrjú tjöld þar sem boðið verður upp á ókeypis beikon, einnig tjald fyrir börn þar sem boðið verður upp á eitt tonn af beikonpylsum. Vífilfell skaffar drykki og leiktæki verða fyrir börnin. Beikonhátíðin er ekki haldin í gróðaskyni því allur ágóði af henni rennur til tækjakaupa á Hjartadeild Landspítalans. „Við seljum réttinn á 250 kall og allt sem við náum að safna fer beint í tækjakaupin,“ segir Árni. Tíu þúsund manns komu á hátíðina í fyrra og segir Árni að pláss sé fyrir enn fleiri í ár enda sé svæðið nú stærra og fleiri básar en í fyrra. Fulltrúar frá Blue Ribbon Bacon Festival eru komnir til landsins rétt eins og í fyrra. Fréttatíminn náði tali af einum þeirra, Marshall Porter, sem gat vart hamið tilhlökkun sína. „Ég er mjög spenntur fyrir hátíðinni. Það breytti lífi mínu að sjá hvernig Íslendingar hafa tekið beikoninu. Það minnir mig á hlýlegt faðmlag frá móð- ur minni,“ segir Porter. „Íslendingar skilja þessa ást sem fylgir beikoninu. Beikon er hjartans mál og það er frá- bært að geta safnað peningum fyrir spítalann í leiðinni. Fyrir nokkrum árum var fólk úti í Evrópu að kvarta yfir öskuskýi frá Íslandi. Nú um helgina fær það ský af beikonlykt og ég held ekki að nokkur maður muni kvarta yfir því.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Matarhátíð alþýðunnar í þriðja sinn Það er langur laugardagur í mið- bænum. Reykjavík Bacon Festival verður haldinn í þriðja sinn á laugardag. Tvö tonn af beikoni verða í boði fyrir áhugasama og meira til ef þarf. Átta veitingastað- ir selja mat með beikonívafi og nóg verður í boði fyrir krakkana. Um tvö tonn af beikoni verða í boði fyrir svanga Reykvíkinga og nærsveitarmenn á Skólavörðustígnum á laugardag. Reykjavík Bacon Festival er nú haldin í þriðja sinn. Fulltrúar frá Blue Ribbon Bacon Festival eru komnir til landsins rétt eins og í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.