Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.09.2013, Page 26

Fréttatíminn - 06.09.2013, Page 26
ræddum þetta þá fannst okkur þetta alltaf jafn fyndið þannig að það kom ekkert annað til greina en að láta Þorra í aðalhópinn.“ Spýtukallarnir lifa Í þáttunum eru spýtukallarnir hans Hulla búnir að vera en þeir eru þó síður en svo dauðir úr öllum æðum í raunveruleikanum og hann er að safna í nýja bók. Það fór hins vegar ágætlega á því að úrelda þá í þættinum, meðal annars vegna þess að þeir henta forminu ekki að mati höfundarins. „Þegar ég myndgerði sketsa fyrir Tvíhöfða notaði ég spýtu- kallana í einhverjum tilfellum en persónulega finnst mér þessir spýtukallar bara eiga heima á blaði og eiga að vera í kyrrum römmum. Ég er líka með ákveðnar, strangar reglur í spýtukallagerð- inni. Þeir eru til dæmis aldrei með munn og alltaf eins lítið um andlitsdrætti og mögulegt er. Þannig að ef þú gefur þeim rödd, setur tal á spýtukalla, þá þurfa þeir að fá munn og þá tapast um leið eitthvað af þessum minimal- isma. Það er lykilatriði í spýtu- köllunum að lesandinn fylli upp í eyðurnar. Þannig að það kom ekki annað til greina en að hafa þetta allt öðruvísi í þessum teikni- myndum.“ En Hulli er enn að teikna fígúr- urnar. „Jájájá. Ég geri spýtukalla- brandara þegar ég hef tíma og dettur eitthvað í hug. Og núna þegar það er aðeins minna að gera hjá mér þá ætla ég að reyna að setja í fleiri. Ég er að safna í bók. Bara ekki jafn hratt og áður vegna þess að það hefur verið svo margt annað að gera.“ Nörd úr Vesturbænum Hulli gekk í Vesturbæjarskóla og segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en blákaldur og harð- ur raunveruleikinn tók við í Hagaskóla hversu mikið frelsi hann hafði í Vestur- bæjarskóla. „Ég fattaði ekki fyrr en ég var löngu kominn í Hagaskóla að Vesturbæjarskólinn var hippaskóli. Kennsluað- ferðirnar þar voru miklu frjálslegri sem gerði það örugglega að verkum að skellurinn varð miklu meiri fyrir Vesturbæjar- nemendur en marga aðra þegar við komum í Haga- skóla. Ég held að það hafi alveg mótað mig svolítið. Það góða við Vesturbæjarskólann var að maður fékk mjög mikið að spreyta sig á því sem mann langaði til að gera. Eitt af því sem maður gat valið í Vesturbæjar- skóla var „atburðablað“ ef ég man rétt. Sem fól í raun ekkert annað í sér en að gera myndasögu. Teikn- aðu mynd og skrifaðu hvað er að gerast á myndinni. Ég held að óafvitandi hafi Vesturbæjarskóli kennt mér að gera myndasögur.“ Hulli hefur lesið myndasögur svo lengi sem hann man eftir sér. „Ég man að fyrsta myndasagan sem hafði einhver áhrif á mig var einhver Daredevil-saga, Frank Miller meira að segja. Ég var fimm ára eða eitthvað svoleiðis. Ég hef síðan bara verið stanslaust að síðan þá. Ég gerði mína fyrstu mynda- sögu, sem hét Risaeðlueyjan, þegar ég var sex ára,“ segir Hulli sem var iðinn í æsku við að teikna myndasögur sem hann heftaði saman. „Þetta voru sögur um ein- hverjar ofurhetjur og einhverjar vísinda- og hryllingssögur. Síðan þegar maður var kominn í menntaskóla sá maður heiminn meira eins og hann var og ég gerði mér grein fyrir að það væri kannski ekkert mjög líklegt að ég ætti eftir að fara að vinna sem myndasöguhöfundur.“ Þetta viðhorf breyttist aftur þegar hann byrjaði í Listahá- skólanum þegar hann sá fyrir sér að ef til vill mætti vel leggja myndasögur fyrir sig þótt hann yrði að snúa baki við ofurhetjum æskunnar. „Þá datt ég svolítið inn í húmorinn aftur sem ég hafði verið að leika mér með ásamt frændum mínum þegar ég var lítill. Í rauninni var ég alltaf að teikna þessa spýtukallabrandara með frændum mínum og datt bara svolítið aftur í það. Og það reyndist vera málið. Ég slysaðist einhvern veginn til að gera þetta.“ Íslenskur heimilisiðnaður Hugleikur byrjaði á að gefa spýtu- kallagrínið út sjálfur og þar er óhætt að tala um ekta íslenskan heimilisiðnað. Hann fjölritaði teikningarnar, heftaði þær, límdi kjölinn og seldi bækurnar á förnum vegi. „Ég man að ég var eitt- hvað að ræða við Sjón þegar við vorum eitthvað að kokka saman einhverja myndasögu sem varð aldrei neitt úr. Ég spurði hann hver myndi gefa út svona myndasögur og hann sagði bara „enginn“. Það myndi enginn gefa þetta út og þetta væri bara eitthvað sem ég yrði að gera sjálfur. Þannig að ég bara prófaði. Þegar ég gerði þessar spýtukallabækur sem ég heftaði saman þá datt mér ekki einu sinni til hugar að fara til forlags. Ég nennti bara ekkert að fá nei og vildi frekar bara gera þetta sjálfur og það heppnaðist nógu vel til að JPV hafði samband við mig. Ég held að þetta sé oft besta leiðin til að fara.“ Og segja má að sigurganga Hulla hafi verið óslitinn síðan samstarf hans og Forlagsfeðg- anna, Egils Arnar og Jóhans Páls, hófst. „Það er allavegana ekki búið að vera neitt alvarlegt flopp hingað til. Finnland hefur hjálpað mér mikið áleiðis. Finnland er bara svolítið annað Ísland. Með jafnvel aðeins blóðugri sögu og þess vegna eru Finnar bara með svartari kímnigáfu. Ég held að sögurnar séu vinsælli þar en hér.“ Ættleiddur af Tvíhöfða Áður en Hulli haslaði sér völl sem myndasögumaður vakti hann athygli fyrir yfirgripsmikla þekk- ingu sína á kvikmyndum með því að hringja reglulega í útvarpsþátt- inn Tvíhöfða og svara það kvik- myndaspurningum sem Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr lögðu fyrir hlustendur. Innhringingarn- ar urðu upphafið á góðri vináttu Hulla og Tvíhöfðanna. „Ég held að það hafi verið svona mín fyrsta litla frægð. Ég gat alltaf svarað bíóspurning- unum sem þeir komu með og svo vann maður einhver svona algerlega verðlaus verðlaun; lit- prentaða plastpoka, gamla notaða kaffibolla af Aðalstöðinni. Þegar ég var búinn að hringja ansi reglulega og þeir voru farnir að þekkja mig með nafni buðu þeir mér vinnu sem kvikmyndagagn- rýnandi. Ætli ég hafi ekki verið gagnrýnandi við þáttinn í tvö til þrjú ár sem gerði það að verkum að ég fór í bíó svona 150 sinnum á ári. Það er einhver besta kennslan í sögugerð og maður verður sjó- aður í þessum frásagnarhætti.“ Samstarfið fór í aðra átt þegar Jón og Sigurjón fengu Hulla til að myndskreyta teiknimyndir sínar. „Þeir höfðu einhverra hluta vegna einhvers konar trú á mér og ég hef verið í tengslum við þá síðan. Þeir ólu mig pínulítið upp. Maður lærði líka mikið þegar maður fylgdist með þeim semja útvarpssketsa. Ég hugsa líka að það að hafa verið hjá Tvíhöfða hafi gefið mér sjálfstraustið til að gefa sjálfur út þessa spýtukalla. Sjálfs- traust er náttúrlega lykilatriði í þessu. Vegna þess að ef maður stígur aðeins frá því sem maður er að gera þá er þetta bara algjör hálfvitaskapur og bara asnalegt að vera að þessu. Bara heimsku- legt starf. En á meðan þú trúir á að öðrum en sjálfum þér geti fundist þetta skemmtilegt þá eru einhverjir möguleikar fyrir hendi.“ Var uppnefndur Ástríkur Hulli heitir réttu nafni Þórarinn Hugleikur Dagsson og hann segir eftir á að hyggja heppilegt að hafa verið gefið Hugleiksnafnið. „Það er gaman að því að þetta varð ekki bara nafnið mitt heldur vinnan mín líka.“ En var sérkennilegt nafnið ekki ávísun á stríðni og einelti í æsku? „Nei, mér var aldrei strítt neitt almennilega. Fólk hváði frekar bara þegar ég sagðist heita Hug- leikur. Sagði bara: „Haaaaaa?“ Og hélt að ég væri að plata. Ég man að í fyrsta bekk í Kvennó þá sagðist ég bara heita Þórarinn H. Dagsson vegna þess að eftir Hagaskóla nennti ég ekki lengur að díla við fólk sem „hvað meinarðu?“ Í áttunda bekk köll- uðu bekkjarfélagar mínir mig Ástrík sem mér fannst nú bara vel sloppið. Mjög gott. Tók því alveg. Já, Ástríkur. Ég get alveg verið kallaður það. Svaraði því bara. Veit að sumir kölluðu mig þetta til þess að reyna að vera leiðinlegir. Ég nennti ekki að láta þetta á mig fá en nennti heldur ekki að fá fleiri svona komment í Kvennó en komst svo auðvitað að því að þar var fólk orðið aðeins þroskaðara og þá var bara flott að heita Hug- leikur. Hagaskóli var ekki skemmti- legur skóli og þessi tími bara ekk- ert skemmtilegur hluti af lífinu,“ hlær Hulli. „Það skiptir ekki öllu máli hvort það sé Hagaskóli eða eitthvað annað.“ Hulli segist alltaf vera með lauslegt plan fram í tímann þannig að þegar einu verkefni lýkur viti hann alveg hvað taki við. Hann er byrjaður á nýrri bók í heimsendaseríunni sinni sem hófst í fyrra með Opinberun. „Ég er með næstu sögur í þessari seríu alveg planaðar þannig að svo lengi sem það gengur hef ég eitthvað að gera í bókunum. Síðan er spurning með framhaldið og hvort það gerist eitthvað meira með Hulla-þættina. Hvað sköpun varðar er ég ekki að verða gjald- þrota neitt alveg strax.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + ++ + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + ++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++ H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Dala-Brie er kominn i nýjar umbúðir og er enn jafngóður a agðið. L júfur og mildur hvítmygluostur sem hentar við ö tækifæri. Flour úr Dölunum Hulli er á uppistandsferðalagi um landsbyggðina um þessar mundir og er að slípa saman samsuðu úr fyrri uppistöndum sínum. „Ég ætla að ferðast um landið og móta þetta almennilega. Eina leiðin til að æfa uppistand er bara að vera með uppistand.“ Það væri eitthvað skrýtið ef allir væru sáttir. 26 viðtal Helgin 6.-8. september 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.