Fréttatíminn - 06.09.2013, Blaðsíða 14
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg
Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@
frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
L
Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð
Reykjanesbæjar, er haldin nú um helgina
í fjórtánda sinn. Hátíðin hefur heppnast
vel, heimamenn leggja sig fram og þús-
undir gesta sækja fjölbreytta menningarvið-
burði í bæjarfélaginu. Hátíðin hófst í gær,
fimmtudag og stendur fram á sunnudag en
hápunkturinn verður á morgun, laugardag.
Fjöldi myndlistarmanna sýnir verk sín víðs
vegar um bæinn. Vinnustofur
listamanna verða opnar og
fjölmargar sýningar í boði.
Tónlist er að vonum áberandi í
bítlabænum. Að auki er boðið
upp á fjölbreytta barnadag-
skrá, íþrótta- og tómstundavið-
burði og margt fleira.
Ljósanótt er dæmi um vel
heppnaða bæjarhátíð en þær
hafa rutt sér til rúms á undan-
förnum árum og eru haldnar
um land allt. Segja má að há-
tíðin um helgina marki enda sumarhátíða
bæjarfélaganna. Haust og vetur eru fram
undan með rysjóttu veðri en sem betur fer
eru þessar hátíðir ekki bundnar við sumarið
eitt. Þær eru á öllum árstímum.
Bæjarhátíðir hafa lengi verið haldnar og
lengsta hefð í þeim efnum eiga Vestmanna-
eyingar með sína þjóðhátíð sem haldin
hefur verið allt frá árinu 1874. Verslunar-
mannahelgin er vinsæl til úti- og bæjarhátíða
og má meðal annarra nefna Eina með öllu
á Akureyri, Síldarævintýrið á Siglufirði og
Mýrarboltann á Ísafirði sem nýtur æ meiri
vinsælda og laðar að sér fólk víða að, jafn-
vel utanlands frá. Fleiri bæir halda til haga
sínum sérkennum en Siglfirðingar síldinni,
Berjadagar eru á Ólafsfirði og Blómstrandi
dagar í blómabænum Hveragerði.
Hvað auknar vinsældir bæjarhátíða varðar
má segja að tónninn hafi verið sleginn með
Menningarnótt í Reykjavík sem fyrst var
haldin árið 1996. Það framtak tengist afmæli
höfuðborgarinnar, 18. ágúst, en Menningar-
nótt er haldin á afmælisdaginn, beri hann
upp á laugardag, annars fyrsta laugardag
eftir afmælið. Sjaldan skrýðist miðborg
Reykjavíkur litríkari og skemmtilegri
búningi en þá. Hún iðar af lífi þar sem list-
greinar og skemmtun blandast. Borgarbúar
og gestir þeirra hafa ekki látið sitt eftir liggja
en í fyrra var talið að um hundrað þúsund
manns hefði notið atburða Menningarnætur
og í ár um 80 þúsund þegar veður var óhag-
stæðara. Landsmenn láta veður þó lítt á sig
fá á hátíðisdögum sem þessum enda getur
til beggja vona í þeim efnum, jafnvel þótt á
sumardegi sé.
Önnur hátíð í Reykjavík laðar líka að fjölda
gesta, Hinsegin dagar. Hún nær hámarki
með mikilli og fjölskrúðugri gleðigöngu.
Hátíðin hefur skipt miklu í réttindabaráttu
samkynhneigðra en í sumar var hún haldin í
fimmtánda sinn.
Fiskidagurinn mikli á Dalvík er enn
fremur hátíð sem einkar vel hefur lukkast.
Þangað koma oft tuttugu til þrjátíu þúsund
manns þá daga sem hátíðin stendur. Heima-
menn taka vel á móti gestum, fegra sinn
bæ og bjóða velgjörðir. Fleiri fegra bæinn
og bjóða heim og má meðal hátíða nefna
Kópavogsdaga í maí, Vor í Árborg, bæjar-
og fjölskylduhátíð á Selfossi, Víkingahátíð
í Hafnarfirði, Jazzhátíð á Egilsstöðum sem
haldið hefur góðum dampi í aldarfjórðung,
Þjóðlagahátíð á Siglufirði, Eistnaflug í Nes-
kaupstað, Bræðsluna á Borgarfirði eystra,
Sæluhelgi á Suðureyri, Mærudaga á Húsavík
og Franska daga á Fáskrúðsfirði. Aðrar bæj-
arhátíðir eru þá ótaldar, auk sumarhátíða á
biskupsstólunum Hólum og Skálholti.
Vetrardagar henta líka til hátíðahalda
sveitarfélaganna og má þar meðal annars
nefna Myrka músíkdaga í Reykjavík í janúar
og febrúar, Vetrarhátíð í Reykjavík í febrúar,
Skíðaviku á Ísafirði um páska, auk marg-
frægrar Sæluviku í Skagafirði þegar aðeins
er farið að vora, í apríl og maí.
Síðast en ekki síst ber að nefna Hönnunar-
mars, sem haldinn var í fimmta sinn í ár. Yfir
hundrað viðburðir voru á dagskrá en á fjórða
hundrað hönnuða og arkitekta tóku þátt í
dagskrá hátíðarinnar sem um þrjátíu þúsund
manns sóttu.
Ljósanótt sem nú stendur og allar systur
hennar auðga menningarlíf okkar. Aðsóknin
sýnir að fólk kann vel að meta.
Ljósanótt í Reykjanesbæ á sér margar systur
Menningarauki fyrir alla
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Og góður í ensku?
Hann er mjög viðkunnalegur, og
sérstaklega skipulagður
í allri framsetningu og
rökfærslum.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, forsætis-
ráðherra, hitti Obama,
Bandaríkjaforseta, og
hreifst af kappanum.
Styttist í efnahagsbatann
Hann er kominn á einhver svakaleg
sýklalyf þannig að þetta ætti nú að
lagast brátt.
Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðar-
maður forsætisráðherra, útskýrði hvað
varð til þess að Sigmundur Davíð fór á
fund Obama í ósamstæðum skóm.
Ekki stjórnmálamenn heldur
Við höfum lítið við menningu að gera
þegar allir eru dauðir.
Grímur Gíslason, miðstjórnar-
maður í Sjálfstæðisflokknum, varpaði
sprengju í menningarumræðuna með
digurbarkalegu tali um niðurskurð í
menningarmálum.
Menningarsnautt pakk
Restin situr eftir og
hefst þar við út-
gerðarmannadekur og
brekkusöng.
Sjón sendi Eyjafólki
tóninn eftir að
Eyjamaðurinn
Grímur Gíslason,
formaður kjördæmisráðs
Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi,
lagði til stórkostlegan niðurskurð á
opinberu framlagi til lista.
Sjóndirarírei
Hvað heldurðu að þú sért! Valtar yfir
Eyjamenn með svona kjafthætti.
Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson hefur
verið frekur til fjörsins í netumræðunni
undanfarið og sat ekki þegjandi undir
skotum Sjóns.
Fórnarlambið
Það eru margir að stunda þetta að
leggja svona í bílastæðin en svo er
ráðist á mig af því að ég er á óvenju-
legum Range Rover með einkanúm-
erum.
Sveinn Elías Sveinsson vakti athygli
fyrir tilþrif á bílastæði þar sem
hann lagði tvö stæði fyrir fatlaða og
gangbraut undir óvenjulegan jeppann
sinn.
En að senda bara bréf ?
Fyrir þetta vil ég biðjast afsökunar
og ég mun á næstu dögum leita eftir
fundi með Jóni Baldvini.
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla
Íslands, fann sig knúna til að biðja
Jón Baldvin Hannibalsson afsökunar
á að starfskraftar hans hafi verið
afþakkaðir.
Jón krossfari
Jón Gnarr er ekki
sá fyrsti og verður
ekki sá síðasti sem
ákveður að berjast
gegn Guði. Það er
hans mál.
Jón Magnússon,
hæstaréttarlögmaður
og fyrrverandi þingmaður, hefur
fengið sig fullan á trúleysisboðskap
borgarstjóra.
Vikan sem Var
Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Tel: +354 517 4300 | www.geysirbistro.is
Bröns.
Í hádeginu
alla laugardaga
og sunnudaga
Diskur með beikoni, hrærðum eggjum, pylsum,
pönnuköku, djúpsteiktum camembert, ristuðu brauði,
skinku, osti, ávöxtum og heimalöguðum skyrdrykk.
Kaffi eða te fylgir með.
2.295,-
Bröns_2dx30.indd 2 28.5.2013 13:51
Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t
KjúKlingamáltíð fyrir 4
Grillaður kjúklingur – heill
Franskar kartöflur – 500 g
Kjúklingasósa – heit, 150 g
Coke – 2 lítrar*
*Coca-Cola, Coke Light
eða Coke Zero
1990,-
Verð aðeins
+ 1 flaska af
2 L
Hvað auknar vinsældir bæjarhátíða varðar má segja að
tónninn hafi verið sleginn með Menningarnótt í Reykjavík.
14 viðhorf Helgin 6.-8 september 2013