Fréttatíminn - 20.01.2012, Side 1
Jóhannes Bjarki
20.-22. janúar 2012
3. tölublað 3. árgangur
22
Gefur lítið fyrir meinta
valdafíkn sína
Viðtal
Guðríður
arnardóttir
2
lyf í fæðu
bótarefnum
Matvælastofnun
varar við efninu
Sibutramine
Ekki er óvarlegt að ætla að 70 þúsund Íslendingar eigi við matar-fíkn að stríða. „Vandi þeirra er þó mismikill,“ segir Esther Helga Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri og matarfíknarráð-
gjafi hjá MFM miðstöðinni. Hún styðst við rannsókn dr. David Kess-
lers, fyrrverandi yfirmanns fæðu- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna.
„Vandinn vex. Við fáum fleiri og fleiri og yngra og yngra fólk sem
notar mat til að sefa sig,“ segir hún. Sykur og hveiti, jafnvel salt og
fita hjá öðrum, auki dópamín framleiðsluna. „Fólk myndar þol. Það
þarf því alltaf meira til að finna sömu vellíðan og áður. Á endanum
finnur það hana ekki,“ segir hún og að matarfíkn sé sjúkdómur rétt
sem fíkniefna- og áfengisfíkn.
Alls 2.000 manns hafa leitað til MFM miðsvöðvarinnar þessi sjö ár
sem hún hefur starfað. Aðrar leiðir eru einnig færar eins og sú sem
meðlimir tólf spora GSA-samtakanna fara. Þeir sleppa hveiti, sykri
og sterkju, borða þrisvar á dag og vigta ofan í sig fæðuna.
„Ég er ekki komin í kjörþyngd en hef misst þrjátíu kíló á þessu
ári,“ segir kona sem hefur verið virk í samtökunum í eitt ár, en þau
kynna starfsemina í húsi SÁÁ við Efstaleiti á laugardag. „Níu ára fór
ég í fyrstu megrunina.“ Hún hefur farið í langt nám og náð mörgum
markmiðum í lífi sínu. „En ég hafði ekki kraftinn í þetta sama hvað
ég reyndi. Ég verð að fá þann stuðning sem ég fæ með hjálp samtak-
anna. Þegar maður borðar eða drekkur til að deyfa tilfinningar sínar
verður maður að fá eitthvert aðhald til að ná árangri. Það hjálpar að
styðjast við tólf spora kerfi og hafa stuðning annarra.“
Esther segir árangur fólks hjá MFM oft undraverðan. „Hjá mér
er maður sem var yfir 200 kíló þegar hann kom í meðferð. Hann er
kominn vel niður fyrir 100 kíló á þremur árum og er gjörbreyttur.“
Þá segir hún grannt fólk oft haldið matarfíkn. „Já, stór hópur borðar
sykur á kostnað matar. Það er kannski ekki komið í þessa miklu
þyngdarflokka, er á fyrstu stigum sjúkdómsins.“
Sjá grein Estherar á síðu 29 gag@frettatiminn.is
Viðtal 18
Fréttir
54DæGurmál
Fór til Túnis sem
skiptinemi og lenti í
blóðugri byltinguSjötíu þúsund stríða við matarfíkn
Matarfíknarráðgjafi styðst við rannsóknir bandarísks sérfræðings og segir að allt að sjötíu þúsund Íslendingar gætu átt við
matarfíkn að etja. Matarfíkill nokkur sem neitaði sér um sykur, hveiti og sterkju hefur lést um 30 kíló á einu ári. „Níu ára
fór ég í fyrstu megrunina.“
tíSka 48
Alexander
Wang er
flottasti
fatahönn-
uðurinn
marta maría
Mynd í Moggan-
um var sem köld
vatnsgusa í
andlit Mörtu
Hildur
Erna
síða 12
VIðTaL Bréf til forsvarsmanna Þjóðhátíðar í Eyjum vEldur titringi
Fréttatíminn ræddi við hópinn sem stendur að bréfi því sem hundrað karlmenn undirrituðu og sendu aðstandendum Þjóðhátíðar í Eyjum. Þar er þess krafist
að gripið verði til aðgerða gegn nauðgunum. Jón Páll Eyjólfsson, Árni Beinteinn Árnason, Benedikt Erlingsson, Víðir Guðmundsson, Finnur Guðmundsson
Olguson og Björn Thors. Ljósmynd/Hari
Karlmenn verða að segja
hingað og ekki lengra
Austurveri
Austurveri - Háaleitisbraut 68 www.lyfogheilsa.is
Við opnum kl: Og lokum kl: Opnunartímar08:00-24:00 virka daga
10:00-24:00 helgar
67%
... kvenna á höfuðborgar-
svæðinu lesa Fréttatímann*
*konur 25 – 80 ára
á höfuðborgarsvæðinu.
Capacent okt.-des. 2011