Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.01.2012, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 20.01.2012, Blaðsíða 14
LAGERSALA allt að 80% afsláttur Laugardag & sunnudag (kl 10-16 báða dagana) LAGERSALA Lín Design Laugavegi 178 www.lindesign.is LAGERSALAN er flutt á Laugaveg 178 næsta hús við verslun Lín Design Ath Fólk flettir bara í gegnum blöðin og fáir æsa sig yfir þessu. Björn Thors: En talandi um netið. Við breytum ekki internetinu og aðganginum en við þurfum þess í stað að innræta ungu fólki skilning á samfélaginu okkar, efla siðferðis- vitund og kenna krökkunum okkar nógu snemma að hafa gagnrýna sýn á fjölmiðla. Jón Páll: Þannig að það séu ekki bara þeir sem eru svo heppnir að velja kynjafræðiáfangann í mennta- skóla eða háskóla sem vakni til meðvitundar. Ef það er hægt að selja okkur þá hugmynd að striga- skór lagi á þér rassinn þá ættum við líka að geta breytt viðhorfum í sam- félaginu, sett ný siðferðishnit og markaðssett þá hugmynd að ekkert umburðarlyndi sé til staðar gagn- vart nauðgunum. Við þurfum öll að vera vakandi. Um daginn kvartaði dóttir mín 8 ára yfir því að einn strákurinn væri að hrinda henni í frímínútum og kasta í hana grjóti. Ég stóð sjálfan mig að því að segja að hann væri bara skotinn í henni. Það var konan mín sem benti mér á að ég væri þá að að senda dóttur minni þau skilaboð að þessi strákur væri að daðra við hana með grjóti og hrindingum. Ég varð að kalla hana til baka og útskýra að ég hefði haft rangt fyrir mér og segja henni að grjótkast og hrindingar væru ekki eðlileg samskipti. Þetta er hluti af vefnaðnum sem samfé- lagið er ofið inn í. Birtingarmynd- irnar eru í auglýsingunum og það skiptir máli hvernig við tölum við börnin okkar. Finnur: Það hlýtur að vera eitt- hvað undirliggjandi hugarfar sem er undirrót ofbeldisglæpanna og því þarf að breyta hugarfarinu í grunninn. Ef við tökum þjóðhátíð sem dæmi þá virðist svarið alltaf liggja í aukinni löggæslu og auknu eftirliti með fólki. Aukið eftirlit með fólki á opinberum stöðum hefur jú eitthvað að segja en það þrengir í raun bara svæðið þar sem þú getur framið glæpinn og það breytir ekki viðhorfinu. Því tel ég að það sé mikilvægara að tala til ungra karl- manna og koma ákveðnum skila- boðum til allra karlmanna. Feður verða að tala við syni og karlmenn verða að tala sín á milli og í raun- inni að bomba áróðri hver á annan. Víðir: Þetta hefur líka mikið að gera með vald. Ef við skoðum valda- stöðurnar í samfélaginu og spyrjum okkur að því hver sé með völdin þá komumst við að því að karlmenn eru í yfirburðastöðu varðandi pen- ingaeign, stöður og fleira. Þegar hallar á helming þjóðarinnar en hinn helmingurinn hefur það fínt þá er enginn hvati fyrir karlmenn að taka upp hanskann fyrir kon- ur og því hafa þær þurft að berjast sjálfar fyrir sínu frelsi. Hingað og ekki lengra Benedikt: Við erum á því að við karl- menn verðum að segja hingað og ekki lengra. Við erum af konum fæddir og munum ala af okkur kon- ur og við elskum og virðum kon- ur. Mér finnst Vestmannaeyingar hafi verið ábyrgðarlausir varðandi þjóðhátíð. Þeir hafa ekki tekið ábyrgð á þessu máli og það birtist meðal annars í því að þetta kallast fjölskyldumót – jú Eyjamenn eru vissulega að halda sína heimahátíð en að öðru leyti er þetta freysblót svo við notum fallegt íslenskt orð – og það er ábyrgðarhluti að beina börnum og ungmennum inn á þetta „blót“ meðal annars til að taka peninga af þeim til að fjármagna íþróttastarfsemi. Það getur ekki verið ásættanlegt að sýslumenn samþykki að halda freysblót undir nafninu fjölskylduhátíð. Það er líka hægt að varpa spurningu til listamanna og tónlistarmanna sem taka þátt í fagnaðinum og halda honum uppi. Þeir þurfa líka að taka ábyrgð og setja skilyrði og kröfur á hátíð þar sem svona hættulegum elementum er stefnt saman: Mikið áfengi, lítið eftirlit og fjölmörgum ungmennum. Bókhaldið er ekki opið en ef við reiknum það gróflega út þá hljóta peningarnir sem koma út úr þessari hátíð að vera um 200 milljónir. Þó fjármagnið sé til stað- ar virðist aðeins lítið brot af þeim pening vera varið í eftirlit og litlu sem engu er eytt í forvarnir. Víðir: Það er líka athyglisvert að það er áfengissali sem sér um kynningarmálin fyrir þjóðhátíð. Í stað þess að sjá til þess að for- varnarstarfið sé öflugt þá afsalar þjóðhátíðarnefndin sér ábyrgð á kynningarmálunum. Jón Páll: Forsvarsmenn gætu til dæmis stigið það skref, ef það á að halda þjóðhátíð aftur að þá verði það þjóðhátíð þar sem ekkert um- burðarlyndi verði sýnt gagnvart ofbeldi. Fólk gæti þá skrifað undir það í huganum að ef bogalistin bregst þá verði það að viðurkenna að þjóðhátíðin sé misheppnuð hátíð og grípa verði til aðgerða. Hátíðin verði lögð niður eða Vestmannaey- ingar spili til dæmis með svartan borða á íþróttaleikjum. Þetta snýst um að senda sterk skilaboð og vilja læra af mistökunum. Víðir: Við erum í raun með þessu bréfi okkar að kalla á breyttar áherslur. Halló Akureyri fór úr böndunum og bæjaryfirvöld tóku sig saman um að hafa ekki svona fylleríishátíð í bænum. Aldurstak- mark var hækkað upp í 25 ára. Það þyrfti til dæmis að kanna það hvort þorri Vestmannaeyinga vill hafa svona hátíð. Hvað myndu bæjarbú- ar segja ef þeir fengju spurninguna um hvort þeim þyki ásættanlegt að fimm nauðganir fari fram einu sinni á ári á þjóðhátíðinni í Vest- mannaeyjum? Jón Páll: Við erum líka á móti kerfishugsuninni – eða því að allri ábyrgð sé varpað á kerfið. Við viljum fær ábyrgðina nær okkur. Við viljum að við karlmenn tökum ábyrgð á þessu og færum umræðuna inn á heimilin. Að við breytum með því að breyta okkur sjálfum. Stærsta heilsufarslega vanda- mál þjóðarinnar Árni Beinteinn: Viðhorfsbreytingin þyrfti að fara fram smátt og smátt alls staðar í samfélaginu... Það er augljóst að internetið hefur gífurlega mikil áhrif sér- staklega á ungt fólk. Lífið fer mikið til fram í gegnum samskiptavefi eins og Facebook. Í gegnum þau áhrif sem við verðum fyrir á netinu má rekja mikið af viðhorfum okkar. Vefsíður senda ákveðin skilaboð og það hefur líka áhrif á samskiptavef- unum að sjá hvað fullorðna fólkið er að segja í sínum ummælum. Finnur: Og þar á sér oft stað mikil mannfyrirlitning. Björn Thors: Við breytum ekki internetinu og aðganginum en við þurfum þess í stað að innræta ungu fólki skilning á samfélaginu okkar, efla siðferðisvitund og kenna krökkunum okkar nógu snemma að hafa gagnrýna sýn á fjölmiðla. Jón Páll: Þannig að það séu ekki bara þeir sem eru svo heppnir að velja kynjafræðiáfangann í mennta- skóla eða háskóla sem vakni til meðvitundar. Björn Thors: Við höfum lyft grett- istaki til dæmis í unglingadrykkju. Þegar ég var ungur var venjan að drekka pela niðrí bæ og rúlla heim klukkan þrjú. Þá var líka reykt innandyra. Nú er búið að taka fyrir þetta með mjög skilmerkilegum og einföldum áróðri og aðgerðum. Svona forvarnarstarfsemi skilar sér í beinni hagfræðilegri niðurstöðu og það verður minna um reykingar og unglingadrykkju. Þessi mál eru undir sama hatti. Það þarf beinan áróður og sinna málefninu til þess að breyting verði á. Jón Páll: Þegar ég var barn var ekki tiltökumál að reykja beltislaus í bílnum. Benedikt: Ég óttast að það sé til menningarkimi meðal karlmanna þar sem ofbeldi gagnvart konum er líðanlegt. Það er hræðileg til- hugsun ef til er þannig samfélag karlmanna þar sem menn eru sam- þykktir þó þeir viðurkenni á sig slíkt ofbeldi og jafnvel stæri sig af því. Björn Thors: Staðreyndin er sú að ef nauðgun er tilkynnt þá enda fá mál með sakfellingu. 280 mál voru tilkynnt á síðasta ári og af þeim voru 188 niðurfelld svo dómskerfið hefur brugðist. Víðir: Konum er jafnvel ráðlagt að ákæra ekki því dómsferlið er svo sársaukafullt og niðurlægjandi og litlar líkur á að nauðgarinn verði dæmdur. Björn Thors: Það er sakfellt í fjörutíu til fimmtíu málum þegar nær þrjú hundruð nauðganir eru tilkynntar og hlutfall þeirra sem mæta á neyðarmóttöku og kæra nauðganir fer sífellt lækkandi. Finnur: Það er ekki nóg að setja reglur. Við verðum að taka ábyrgð sem manneskjur. Benedikt: Svo er það auðvitað dómstóll götunnar, því vissulega missa þeir menn mannorð sitt sem ákærðir eru fyrir nauðgun og kannski er hægt að líta á mannorðs- sviptinguna sem dómstól götunnar felur í sér burt séð frá því hversu réttlátur eða ranglátur sá dómur sé. Víðir: Í fyrirlestri sem ég sótti og fjallaði um kynbundið ofbeldi kom fram að ungur strákur sem var dæmdur fyrir nauðgun hér á Íslandi sagðist ekki hafa áttað sig á því að hann hefði nauðgað fyrr en hann hafði fengið uppfræðslu. Það þurfti ekki mikið til að leið- rétta þessa ranghugmynd. Það var einn maður sem gaf sér tíma til að útskýra fyrir honum og upplýsa hann en það gerði það að verkum að hann sá að hann hafði gengið á rétt annarrar manneskju og brotið á henni. Það skiptir því mjög miklu máli að línurnar séu skýrar og ungir karlmenn fái skýr skilaboð og upplýsandi fræðslu. Árni Beinteinn: Boðskapurinn er að það vantar almenna umræðu, fræðslu og upplýsingu til dæmis inn í menntaskólana. Þar þarf að opna almenna umræðu og fólk þarf að leggjast á eitt og láta sig málin varða í stað þess að yppa öxlum. Björn Thors: Nauðganir eru stærsta heilsufarslega vandamál þjóðarinnar og það þarf að taka á þessum málum. Kærleikur, samheldni og virðing Jón Páll: Ef fjórir til fimm bílar væru sprengdir upp um verslunar- mannahelgina á ári hverju myndu tryggingafélögin hætta að tryggja bílana þessa helgi og talað yrði um hryðjuverk. Mannslífið er dýr- mætara en bíll. Og ef við hugsum um hryðjuverk getum við litið til Norðmanna. Þeir ákváðu að bregð- ast ekki við ofbeldinu með meira ofbeldi og ákváðu að herða ekki á ritskoðun, hlerunum og fjárfesta í fleiri eftirlitsmyndavélum. Þeir ákváðu að mæta ofbeldinu með því að efla kærleika, samheldni og virðingu í samfélaginu. Finnur: Við erum ekki að tala um útópískt samfélag eða dikta fyrir fólki hvernig það á að hegða sér. En við erum að spyrja okkur að því hvort við verðum ekki að koma okkur saman um ákveðnar reglur. Víðir: Í rauninni er mikilvægast að jafnrétti ríki. Að karlmenn beri jafnmikla virðingu fyrir konum og öðrum körlum og sjálfum sér. Ef þessi jafna virðing og skilningur er til staðar þá væri ekki að finna þetta ofbeldi. Jón Páll: Við karlmenn þurfum að hafa sterkt bak og mjúkan front. Það er heilbrigt og við þurfum að þróa með okkur ákveðið næmi og mótmæla því þegar brotið er á fólki. Rétta upp hönd og þora að mót- mæla. Ef brotið er á siðferðisvitund okkar ættum við að geta staðið upp blygðunarlaust og sagt: „Nei, ég sætti mig ekki við þetta. Við eigum ekki að láta yfir okkur ganga bylgju af mannhatursboðskap eða gríni sem er byggt á mannhatri eða kvenfyrirlitningu. Tími kaldhæðn- innar er liðinn. Ég segi það sem heimsmeistari í kaldhæðni. Það er vopn hins huglausa. Ég beitti henni rækilega í listsköpun á tímabili og hélt að þetta væri beittasti hnífur- inn í skúffunni en er búinn að kom- ast að því að þetta er ónýt græja. Þetta snýst ekki um að banna það að gera grín að einhverju en við hljótum að vilja búa í samfélagi þar sem nauðgunarbrandarar er sjálf- dæmdir sem húmórslausir órar. Þótt karlahópurinn hafi nú í vik- unni komið viðhorfum sínum áfram bréfleiðis til þjóðhátíðarnefndar telja þeir umræðuna rétt að hefj- ast. Þeir segjast ekki vera að finna upp hjólið heldur koma á framfæri ákveðinni rödd sem hljómar víða í samfélaginu. Þeir segja það gleði- legt og góðs viti hversu auðvelt var að safna undirskriftum sem studdu innihaldslýsingu bréfsins. Jón Páll: Það var fallegt. Svo margir karlmenn voru til í að skrifa undir bréfið en við ákváðum að safna eitt hundrað undirskriftum. Benedikt: Okkur fannst það bara svo flott tala. Þóra Karítas Árnadóttir thorakaritas@frettatiminn.is Við erum á því að við karlmenn verðum að segja hingað og ekki lengra. 14 hringborð Helgin 20.-22. janúar 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.