Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Side 17

Fréttatíminn - 09.03.2012, Side 17
islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Við bjóðum góðar framtíðarhorfur E N N E M M / S ÍA / N M 5 0 9 7 1 Með honum geta foreldrar, ömmur, afar, frændur eða frænkur tryggt fermingarbarninu veglegan sjóð sem losnar við 18 ára aldur, um það bil þegar næstu stóru áfangar í lífinu blasa við. Hann ber ávallt hæstu vexti almennra verðtryggðra innlánsreikninga bankans og er því framúrskarandi valkostur fyrir langtímasparnað. Hægt er að stofna og leggja inn á Framtíðarreikning í útibúum Íslandsbanka. Framtíðarreikningur Íslandsbanka er góð fermingargjöf við mjög lágan hita, eru svipaðar eðlis og sorpbrennslur hér á landi þar sem til hefur orðið eiturefnið díoxín við lágbrunahita. Þá er líklegt að frá öllum þessum rafstöðvum hafi allir PCB-olíufyllt- ir rafspennar farið þarna í jörðu og muni á einhverjum tímapunkti ryðga í sundur og sú olía flæða nið- ur. Það er langt síðan vatnsból hafa verið mæld en í síðustu mælingu var blýmagn í vatninu orðið mjög hátt eða 20 prósent yfir mörkum amerískra staðla. Það er alger- lega óþekkt fyrirbæri á Íslandi og bein vísbending um hvað þarna er að gerast. Samkvæmt áætlun sem verkfræðistofa gerði fyrir okkur á sínum tíma var talið, miðað við urð- unartíma, að mengun frá þessum haugum myndi smá aukast fram til ársins 2025.“ Aðspurður um það hvort íslensk stjórnvöld hafi þegar árið 1970 af- salað sér skaðabótarétti gagnvart bandaríska hernum segir Sigurður að það ár hafi verið skrifað undir svokallað „Memorandum of und- erstanding“ en í því plaggi sé hvergi talað um eiturefni eða úrgang held- ur byggingar og fleira. „Ef þetta plagg hefur eitthvert gildi þá er ekki gagnvart okkur því við vorum ekki aðilar að málinu.“ Þvingaðir til að geyma eiturefni Sigurður segir að íslensk stjórn- völd hafi lítið gert í þessu máli og að með ólíkindum sé hvernig á því hafi verið haldið af embættis- og stjórnmálamönnum. „Við teljum að Bandaríkjamenn hafi verið til- búnir að mæta óskum um úrbætur. Það má til dæmis sjá af umbótum þeirra í Kanada þar sem þeir hafa eytt hundruðum milljóna dollara í hreinsun vegna sambærilegra stöðva þar í landi. Það er því sér- kennilegt að við fáum ekki hljóm- grunn. Heiðarfjall er eini staðurinn þar sem þessi starfsemi fór fram yfir vatnsbólum manna. Í Kanada og Grænlandi var hún langa vegu frá byggðu bóli. Varnarmálaskrif- stofa utanríkisráðuneytisins sneri ollum erindum okkar til hersins og sendiherrans til baka. Það var al- gerlega staðið í vegi fyrir því að við fengjum bætur og einhverja hjálp til að leysa þetta. Það er sjálfsagt að þetta sé hreinsað og að við fáum bætur. Það var komið í veg fyrir okkar at- vinnustarfsemi þarna og það situr enginn uppi með þúsundir tonna af eiturefnum öðruvísi en að fá ein- hverjar bætur fyrir. Við höfum bara verið þvingaðir til að geyma þetta.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Olíutunnur og rusl sem eftir varð þegar herinn hvarf frá Heiðarfjalli. É g er að skoða þetta og láta fara yfir pappíra vegna málsins,“ segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Al- þingis, en eigendur jarðarinnar Eiðis leituðu til hans nýverið en áratuga- löng barátta þeirra fyrir hreinsun eit- urefnahauga á Heiðarfjalli og bótum hefur engan árangur borið. Þar rak bandaríski herinn ratsjárstöð á ára- bilinu 1954-1970. „Ég hef ekki komið að málinu fyrr og þekki það ekki nema af afspurn,“ segir Árni Þór. „Ég á frekar von á því að eitthvað verði gert en eftir því sem ég sé er búið að fjalla oft um það og meðal annars senda erindi til banda- rískra stjórnvalda án þess að nokkuð hafi komið út úr því. Einn vandinn er sá að íslensk stjórn völd virðast hafa á þeim tíma, er samningurinn var gerður, hafa af- salað sér rétti til að sækja málið fyr- ir dómstólum. Ég hef því spurt mig þeirrar spurningar, hvað stjórnvöld geti gert? Þau myndu örugglega ekki komast upp með það í dag en gerðu það kannski á þessum tíma. Tíðarand- inn hefur breyst að þessu leyti. Menn myndu ekki láta taka af sér þennan rétt í dag. En ég er kominn með gögnin og hef verið að láta skoða þau. Það getur vel verið að ég taki málið upp í nefndinni eða verði með fyrirspurn í þinginu. Ég er að reyna að átta mig á því hvaða leið er best fyrir eigendur jarðarinn- ar.“ jonas@fréttatiminn.is  Eiturhaugar Árni Þór SigurðSSon, formaður utanríkiSmÁlanEfndar Er að láta yfirfara pappíra vegna Heiðarfjalls Einn vandinn er að íslensk stjórnvöld virðast á sínum tíma hafa afsalað sér rétti til að sækja málið fyrir dómstólum. Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismála- nefndar. fréttaskýring 17 Helgin 9.-11. mars 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.