Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 20
Eden Hazard, Belgíu og Lille Fæddur: 7. janúar 1991 Vængmaðurinn Hazard er einn af eftirsóttustu leikmönnum heims. Þessi ungi Belgi hefur, þrátt fyrir ungan aldur, verið í lykilhluverki hjá franska liðinu Lille undanfarin fjögur ár. Tækni hans og yfirsýn hafa heillað knat tspyrnu- áhugamenn á undanförnum árum og fátt virðist geta komið í veg fyrir að hann verði kominn í raðir stórliðs áður en langt um líður – jafnvel strax í sumar. Edin Dzeko, Bosníu og Manchester City Fæddur: 17. mars 1986 Þessi stóri og stæðilegi Bosníumaður þykir vera með öflugri framherjum í ensku úrvalsdeildinni. Eftir erfiða byrjun með Manchester City á seinni hluta síðasta tímabils hefur hann vaxið mikið og er lykilmaður í öflugu liði City. Dzeko er sterkur í loftinu, frábær skotmaður og með ágætis tækni miðað við hæð. Gökhan Inler, Sviss og Napoli Fæddur: 27. júní 1984 Inler er lykilmaður í frábæru liði Napoli og límir saman miðju liðsins. Hann er líkamlega sterkur, gríðarlega duglegur og vel spilandi. Fjögur frábær ár hjá Udinese komu honum í hóp bestu miðju- manna Evrópu og vitað var að Arsenal hafði mikinn áhuga á því að fá hann til liðsins. Verður í leiðtogahlutverki hjá ungu liði Sviss á næstu árum. Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is Evrópukeppnin í knattspyrnu er leiksvið sem bestu knatt- spyrnumenn álfunnar vilja spila á. Fjölmargir toppleikmenn missa þó af keppninni þar sem landslið þeirra náðu ekki að tryggja sér sæti á meðal sextán bestu. Fréttatíminn skoðar hér tíu leikmenn sem verða í fríi í sumar. Marek Hamsik, Slóvakíu og Napoli Fæddur: 27. júlí 1987 Hamsik var aðeins fimmtán ára þegar hann fór frá Slovan Bratislava til Brescia á Ítalíu. Tveimur árum síðar spilaði hann fyrsta deildarleikinn og þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára þá hefur hann spilað yfir 220 leiki í ítölsku A-deildinni og 52 landsleiki. Hamsik þykir vera einn áhugaverðasti framliggjandi miðjumaðurinn í Evrópu í dag. Hraði hans, tækni og útsjónarsemi hafa vakið athygli stórliða en Napoli hefur hingað til ekki viljað selja hann. Samir Hand­ anovic, Slóveníu og Udinese Fæddur: 14. júlí 1984 Samir Handanovic er ekki gamall af markverði í fremstu röð að vera. Hann er talinn vera einn af bestu markvörðum heims og var til að mynda valinn besti markvörður ítölsku A-deildarinnar á síðasta ári. Handanovic er þekktur vítabani og setti met í fyrra þegar hann varði sex vítaspyrnur á einu og sama tímabilinu í marki Udinese. Stevan Jovetic, Svartfjallalandi og Fiorentina Fæddur: 2. nóvember 1989 Stevan Jovatic skaust fram á sjónarsviðið þegar hann skoraði bæði mörk Fiorentina i 2-0 sigri á Liverpool í meistaradeildinni haustið 2009. Hann varð fyrirliði Partizan Belgrad aðeins átján ára gamall. Honum er reglulega líkt við aðra hetju Fiorentina; Taglsins guðdómlega Roberto Baggio. Hann er lykilmaður í liði Svartfjallands og skoraði til að mynda bæði mörkin í sigri á Íslendingum á dögunum. Thomas Vermaelen, Belgíu og Arsenal Fæddur: 14. nóvember 1985 Vermaelen sló í gegn sem varnarmaður hjá Ajax en var þó tiltölulega óþekktur þegar Arsene Wenger keypti hann til Arsenal sumarið 2009. Hann lék stórkostlega fyrsta tímabil sitt með liðinu, skoraði fjöldan allan af mörkum og steig vart feilspor í vörninni. Meiðsli settu strik í reikninginn hjá honum á síðasta tímabili en engum dylst að hann er með betri varnarmönnum í Evrópu. Frábærlega vel spilandi, sterkur í loftinu og með með mikla leiðtogahæfileika. Vincent Kompany, Belgíu og Manchester City Fæddur: 10. apríl 1986 Kompany er fyrirliði stjörnumprýdds liðs Manchester City. Hann sló í gegn aðeins átján ára hjá Anderlecht en það var ekki í raun fyrr en á síðasta tímabili sem knattspyrnuáhugamenn sáu hversu öflugur Kompany er. Í dag er hann með bestu varnar- mönnum ensku úrvalsdeildarinnar og sjálfsagt í álf- unni allri. Hraði hans, styrkur og skilningur á leiknum ásamt ótvíræðum leiðtogahæfileikum gera hann ómetnalegan – bæði fyrir félagslið og landslið. Xherdan Shaqiri, Sviss og Basel Fæddur: 10. október 1991 Shaqiri, sem er fæddur í Kosovo, er einn efnilegasti leikmaður Evrópu. Engan skyldi undra að þýska stór- liðið Bayern München skyldi vera tilbúið að borga 1,5 milljarð fyrir kappann á dögunum. Shaqiri er lágvaxinn og þykir í útliti minna mjög á Diego Maradona. Fæt- urnir eru kubbslegir og jafnvægispunktur hans liggur neðarlega. Hraði hans, með og án bolta, leikskilningur og frábær vinstri fótur gera hann að leikmanni sem getur orðið einn sá allra besti. Gareth Bale, Wales og Tottenham Fæddur: 16. júlí 1989 Bale er að öðrum ólöstuðum sá leik- maður sem hefur vaxið hvað mest á undanförnum tveimur árum. Eftir erfitt upphaf hjá Tottenham, þar sem hann spilaði 24 leiki í byrjunarliði án þess að vinna leik, hefur leiðin legið upp á við – hratt. Harry Redknapp breytti honum úr bakverði í kantmann og nú óttast allir hægri bakverðir Bale. Hann er ótrúlega fljótur, duglegur og með frábærar fyrirgjafir. Kannski ekki skrýtið að lið á borð við Barcelona hafa sett hann efst á óskalista sinn. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is 10sem verða ekki á EM 20 fótbolti Helgin 9.-11. mars 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.