Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Síða 35

Fréttatíminn - 09.03.2012, Síða 35
gÚtgefandi: Krabbameinsfélag Íslands gRitstjórn Laila Sæunn Pétursdóttir gÁbyrgðarmaður Ragnheiður Haraldsdóttir Mottumars Karlar og krabbamein M ottumars er nú runninn upp enn einu sinni með öllu því gamni og allri þeirri alvöru sem honum fylgir. Áhersla Krabbameinsfélagsins er sem fyrr á fræðslu, forvarnir, ráðgjöf og rannsóknir, og við tvinnum saman árvekni og fjáröflun. Á hverju ári greinast um 740 karlmenn með krabbamein. Sumir greinast snemma í sjúkdómsferl- inu eða eru með viðráðanleg mein, aðrir þurfa þunga sjúkdómsmeð- ferð og glíma jafnvel við langvar- andi afleiðingar meðferðarinnar eða meinsins. Um 290 karlar látast ár hvert af völdum krabbameina. Tölurnar tala sínu máli. Þó vinn- ast alltaf sigrar, stórir og smáir. Sóknarfærin eru mörg og það er skylda okkar að nýta þau eins vel og við getum. Í þessu blaði segjum við frá ýms- um staðreyndum og gerum grein fyrir margvíslegri þjónustu sem veitt er sjúklingum og aðstandend- um þeirra af hálfu Kabbameins- Þitt er valið Hann er sífellt innan seilinga r þegar syrtir í álinn kaleikur bölsýni og kjarkleys is, fleytifullur af myrkri. Fjær stendur bikar vonar og bjartsýni, barmafullur af ljósi. Teygðu þig í hann. Ólafur Ragnarsson (1944-2 008). Úr ljóðabókinni Agnarsmá b rot úr eilífð. Mottum prýddur mánuður 740 karlmenn greinast með krabbamein á hverju ári. Krabbameinsfélagið veitir sjúklingum og aðstandendum fjölbreytta þjónustu og stuðning. félagsins. Þjónustan er að mestu ókeypis fyrir þá sem nýta sér hana. Hún kostar þó í raun mikla fjármuni en er greidd af söfnunarfé. Við þökkum þann mikla stuðning og áhuga sem almenn- ingur og fyrirtækin í landinu sýna verkefnum okkar. Ragnheiður Haraldsdóttir hjúkrunarfræðingur og forstjóri Krabbameinsfélagsins síðastliðin tvö ár. Slökkviliðs- og lögreglumenn ýttu Mottumars úr vör með því að keppa í sundknattleik í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Ljósmynd/Hari Liðin mættu vel mottuð til leiks. Ljósmynd/Hari

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.