Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Side 36

Fréttatíminn - 09.03.2012, Side 36
2 mottumars Helgin 9.-11. mars 2012 N ýjustu tölur frá Krabba-meinsskránni sýna að 737 karlar greinast á ári með krabbamein og er þá miðað við meðaltal áranna 2006-2010. „Tölurnar hafa verið að hækka undanfarin ár en þegar tekið er tillit til fjölgunar þjóðarinnar og breyttrar aldurssamsetningar er aukningin í raun aðeins um 1 pró- sent á ári,“ segir Jón Gunnlaugur Jónasson prófessor og yfirlæknir Krabbameinsskrárinnar. Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein karla. Um 220 greinast á ári og um 50 deyja úr sjúkdómnum. „Nýgengið hefur aukist mikið hér á landi síðustu áratugi, líkt og í öðrum vestrænum löndum en dánar- tíðnin hefur nánast staðið í stað. Meðalaldur við greiningu er rúm sjötíu ár. Dæmigerð einkenni eru meðal annars tíð þvaglát, kraft- lítil þvagbuna og aðrir erfiðleikar við að tæma þvagblöðruna. Ekki hefur enn komið fram góð aðferð til að notast við í skipulagðri leit að krabbameini í blöðruháls- kirtli.“ Tíðni lungnakrabbameins hætt að aukast Krabbamein í lungum er næst- algengasta krabbameinið, bæði hjá körlum og konum. „Fjöldi nýrra tilfella hjá körlum er um 80 á ári en því miður eru dánartöl- urnar mjög háar eða um 65 á ári,“ segir Jón Gunnlaugur. „En góðu fréttirnar eru þær að nú er ávinn- ingurinn af fræðslustarfi Krabba- meinsfélagsins og annarra gegn reykingum að skila sér og tíðnin er hætt að aukast.“ Í þriðja sæti er krabbamein í ristli og endaþarmi. Ár hvert greinast um 75 karlar með þenn- an sjúkdóm og um 30 deyja. „Viss tegund sepa í ristli er talin for- stig þessa krabbameins og þess vegna er farið að leita skipulega að sjúkdómnum, til dæmis í Finn- landi, en þar er leitað að blóði í hægðum. Landlæknir og fleiri hafa mælt með því hér á landi, en einnig er mögulegt að skima fyrir sjúkdómnum með ristilspegl- unum.“ Í fjórða sæti er krabbamein í þvagblöðru og þvagvegum en ný tilfelli hjá körlum eru 55 til 60 á ári. „Þessi mein eru þrefalt algengari hjá körlum en konum,“ segir Jón Gunnlaugur. „Áætlað er að um helmingur þessara meina tengist reykingum en einnig eru ákveðin efni í iðnaði sem geta aukið hættuna, sérstaklega í gúmmíiðnaði og litarefnaiðnaði. Erting til dæmis vegna blöðru- steina, og ýmsar sýkingar í þvagblöðru eru einnig talin geta stuðlað að æxlismyndun.“ Lífshorfur hafa batnað mikið Húðkrabbamein, önnur en sortuæxli, eru í fimmta sæti yfir algengustu krabbameinin. „Við erum að greina um 40 ný tilfelli á ári hjá körlum og tíðnin hefur tvöfaldast á tuttugu árum. Sama gildir reyndar einnig um sortu- æxli. Sem betur fer er dánar- tíðnin ekki mjög há,“ segir Jón Gunnlaugur. „Þessi æxli myndast helst á þeim hlutum líkamans sem sólarljós skín mest á svo sem á höfði, hálsi og höndum. Sterkar vísbendingar eru um að notkun  MoTTuMars Viðburðadagatal Í mars stendur Krabba- meinsfélagið fyrir ýmsum viðburðum er tengjast www.mottumars.is og baráttunni gegn krabba- meinum hjá körlum. Hér að neðan eru nokkrir þeirra taldir upp. Frekari upplýsingar má svo finna á vefsíðunni www.krabb. Allan Mottumars Fræðslufyrirlestrar í boði fyrir fyrirtæki. Sunnudagur 11. mars Fræðslumyndin „Þetta er svo lúmskt“ sem fjallar um krabbamein í ristli og endaþarmi sýnd á RÚV kl. 15:00. Miðvikudagur 14. mars Einn heppinn einstaklingur og eitt lið úr www.mottumars.is verða dregin úr potti í Virkum morgnum á Rás 2 og geta fengið flugferð fyrir tvo frá WOW air eða grænmetis- körfu fyrir kaffistofuna frá Íslensk um grænmetisbændum. Fimmtudagur 15. mars Örráðstefna hjá Krabbameins- félaginu um ristilkrabbamein kl. 16.30 Föstudagur 16. mars MOTTUDAGURINN. Landsmenn allir hvattir til að klæða sig upp og leyfa táknum karlmennskunnar að njóta sín í einn dag. Miðvikudagur 21. mars Aftur dregið út í Virkum morgnum. Miðvikudagur 21. mars Hádegisfyrirlestur í Krabbameins- félaginu. Helstu krabbamein karla, einkenni og forvarnir. Lára sigurðardóttir læknir og doktors- nemi í lýðheilsufræðum. Fimmtudagur 22. mars Hádegisfyrirlestur. „Karl-Mennsk- an, kynlíf og náin sambönd. Hver er reynslan úr kynlífsráðgjöf og með- ferð?“ Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur M.S.ED, sérfræðingur í klínískri kynfræði (NACS). Lok mars – endanleg úrslit Dagskrá og staðsetning auglýst síðar. Einstaklingar sem safnað hafa hæstu fjárhæðinni verða heiðraðir og fá flugferðir fyrir allt að fjóra frá WOW air og gistingu á Hótel Kefla- vík og lið hreppa grænmetiskörfu frá Íslenskum grænmetisbændum og hópeflisvinning. Fegursta mottan 2012 einnig valin.  KrabbaMeInssKrá meðalaldur við greiNiNgu um 67 ár Árlega greinast á áttunda hundrað karlar með krabbamein Jón Gunnlaugur Jónasson er sérfræðingur í meinafræði og yfirlæknir Krabbameinsskrárinnar. ljósabekkja tengist verulega aukinni tíðni sortuæxla sem komið hefur fram á undan- förnum áratugum.“ Jón Gunnlaugur bendir á að lífshorfur þeirra sem greinast með krabbamein hafi batnað mikið. „Um 25% karla sem greindust með krabbamein fyrir fjörutíu árum lifðu í fimm ár eða lengur en nú geta um 62% vænst þess að lifa svo lengi. Ef litið er á algengasta mein- ið hjá körlum, krabbamein í blöðruhálskirtli, þá geta 84% vænst þess að lifa í fimm ár eða lengur. Fyrir nokkrum áratugum voru horfurnar helmingi verri. Við megum ekki gleyma því að nú eru á lífi um fimm þúsund karlar sem fengið hafa krabba- mein.“ Þegar Jón Gunnlaugur er spurður um orsakir krabba- meina segir hann að hér sé í raun um að ræða mjög fjöl- breytilegan hóp sjúkdóma þar sem allmikið er vitað um orsakir eða áhættuþætti varðandi sum meinanna en enn sé lítið unnt að fullyrða um orsakir þeirra flestra. „Þó er talið að hægt sé að draga úr líkum á sjúk- dómnum með heilbrigðum lífsháttum svo sem að reykja ekki, hreyfa sig reglulega og neyta hollrar fæðu,“ segir hann og vill um leið vekja athygli á því að almennt gildi það að því fyrr sem sjúkdóm- urinn greinist, því betri séu horfurnar á lækningu. Rætt við Jón Gunnlaug Jónasson yfirlækni Krabbameins- skrárinnar. Krabba- meins- skráin í tæp 60 ár Á fyrstu árum Krabbameins- skrárinnar var bú- seta þeirra sem greindust með magakrabbamein færð inn á Ís- landskortið sem er á myndinni í tengslum við rannsókn á orsök- um þess meins. Krabbameins- skráin hefur verið rekin af Krabbameins- félagi Íslands í nær 60 ár. Við meg- um ekki gleyma því að nú eru á lífi um fimm þúsund karlar sem fengið hafa krabba- mein.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.