Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 09.03.2012, Blaðsíða 38
Dagana 9. til 23. mars munu mörg aðildarfélög Krabbameinsfélagsins selja lyklakippu sem er mótuð eftir „Fegurstu mottunni 2011“. Það var Árni Þór Jóhannesson sem hlaut titilinn í fyrra og nú geta landsmenn fengið sér lyklakippu og borið mottuna allan ársins hring. Lykla- kippan kostar 1.500 krónur. Það verða Krabba- meinsfélögin á Akranesi, Borgarfirði, Breiðafirði, Ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Norðausturlandi, Austfjörðum og Austurlandi, Suðausturlandi, Ár- nessýslu, Suðurnesjum, og Hafnarfirði sem selja lyklakippuna. Einnig verður hún fáanleg í verslun Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykja- vík og vefverslun félagsins á www. mottumars.is Sköpunargleðin í Mottumars Við fögnum því sannarlega að vakning Krabbameinsfélagsins virkjar sköpunarkraft fólks víða um land. Mottumars hvetur til sköpunar og alls kyns framleiðslu og vöruþróunar. Ein- staklingar og fyrirtæki hafa samband við Krabbameinsfélagið og bjóða fram hugvit sitt og varning. Ís- lenskir listamenn á mörgum sviðum eru reiðubúnir til samstarfs. Margar skemmtilegar hugmyndir hafa litið dagsins ljós og frumleikinn er oft í fyrirrúmi. H eilsugæslan gegnir mikilvægu hlut-verki við forvarnir og greiningu krabbameins svo og í samskiptum við krabbameinssjúklinga og aðstandendur. Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir var spurður um þessi samskipti. Eiga heimilislæknar ekki mikinn þátt í að greina einkenni sem gætu bent til krabba- meins? „Jú. Heimilislæknar sinna fólki á öllum aldursskeiðum, til greininga á sjúkdómum og meðferðar, en ekkert síður til að reyna að fyrir byggja sjúkdómana. Eftir því sem aldurinn færist yfir verða krabbamein og leit að þeim fyrirferðameiri. Krabbameinsfélagið hvetur til árvekni og ábyrgðar um leið og fé- lagið aðstoðar konur að finna algeng krabba- mein sem þær geta ekki fundið sjálfar og öllu máli skiptir að finna sem fyrst. Sama gera heimilislæknar á mörgum sviðum almennrar læknisfræði. Yfirleitt ekki með skipulagðri kembileit heldur tengt tilefnum og aðstæðum hverju sinni.“ Hve mikil tengsl hafa heimilislæknar við sjúklingana á meðan á meðferð stendur eða eftir að henni lýkur? „Margir líta á heimilislækni sinn sem trún- aðarvin og leita til hans á erfiðustu stundum lífsins, vegna eigin veikinda, erfiðleika í fjöl- skyldulífi eða vegna ættingja. Og þótt krabba- meinsmeðferðir séu yfirleitt alltaf á höndum sérfræðinga á mismunandi sviðum læknis- fræðinnar, ekki síst krabbameinslækna, er  LykLakippa Mótuð eftir Mottu ársins 2011 Þú getur borið fegurstu mottuna Mottumars Lyklakippa mótuð eftir mottu Árna Þórs kostar 1.500 krónur. Árni Þór Jóhannesson kom sér upp fegurstu mottu ársins 2011.  Forvarnir Hlutverk Heilsugæslunnar Áminning um að vera ábyrg fyrir lífi okkar Rætt við Vilhjálm Ara Arason heilsugæslulækni Í Hafnarfirði vilhjálmur ari starfar á Heilsugæslustöðinni Firði í Hafnarfirði og klínískur dósent hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. stuðningur heimilislækna alltaf mikilvægur og jafnvel hluti af batanum.“ Skipa ekki forvarnir og hvatning til heil- brigðra lífshátta stóran sess í heilsugæslunni? „Afar mikilvægt er að tengja eins fljótt og kostur er áhættulíferni við hættuna á að fá þá sjúkdóma sem við ættum að geta verið laus við. Reyklaust umhverfi, góð hreyfing og hollt mataræði eru lykilatriði. Við ráðum ferðinni furðu mikið sjálf og skilaboðin hvað er hollt og gott skipa heiðurssætið í orðum okkar og athöfnum í heilsugæslunni. Reyk- ingar ungs fólks eru til að mynda skýrt dæmi um hegðun sem alltaf verður að takast á við. Þær geta tengst jafnvel vægustu einkennum reykingasjúkdómsins, hóstanum, og þeirri miklu áhættu sem að baki býr þegar árin líða og hóstinn verður jafnvel blóðugur. Þetta heitir fyrsta stigs forvörn og tengist flestum nútímasjúkdómum okkar mannanna.“ Líst þér ekki vel á að helga einn mánuð á ári krabbameinum hjá körlum? „Jú. Í mars í ár, eins og tvö síðustu ár, er mikil jákvæð vakning í átakinu gegn krabbameinum karla. Árlega greinast á átt- unda hundrað íslenskir karlar með alls konar krabbamein og rúmur þriðjungur deyr af þeirra völdum. Rannsóknir sýna að lækka má þessa tölu mikið ef tímalega er tekið í taumana. Skilaboðin verða varla skýrari. Áminning um að vera ábyrg fyrir lífi okkar og limum, hver sem marsinn er, hvar og hvenær sem er.“ Skilaboðin verða varla skýrari. Áminning um að vera ábyrg fyrir lífi okkar og limum, hver sem marsinn er, hvar og hvenær sem er. karlar og krabbamein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.