Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.03.2012, Side 49

Fréttatíminn - 09.03.2012, Side 49
Helgin 9.-11. mars 2012 heilsa 45 Njóttu lífsins með heilbrigðum lífsstíl KEA-skyr er frábær hollustuvara sem einungis er unnin úr náttúrulegum hráefnum. KEA-skyr er einstaklega næringarríkt, það inniheldur hágæðaprótein og er fitulaust. KEA-skyr er góður kostur fyrir alla þá sem hafa hollustuna í fyrirrúmi og vilja lifa á heilsusamlegan hátt. Fegurð - Hreysti - Hollusta Ný bragðtegun d. Karamella! séu æ betur að gera sér grein fyrir áhrifum lífstíls á heilbrigði. „Stór hluti þeirra sem leita til mín um ráðgjöf þjást af langvarandi streitu af ýmsum ástæðum,“ segir Þórdís. Hún segir þó afar mikilvægt að skoða þurfi ástæður streitunnar heildrænt, ekki megi líta á ein- hverja afmarkaða þætti. „Eitt af því sem kemur fólki á óvart er hve mikil áhrif mataræði hefur á streitu. Þá er fyrst og fremst um að ræða neyslu áfengis, koffíns og fæðu sem hefur hækkandi áhrif á blóðsykur, svo sem sykur OG EIN- FÖLD KOLVETNI,“ bendir hún á. Þórdís segir að skoða verði lífsstíl fólks sem þjáist af mikilli streitu. Ekki sé nægilegt að taka eingöngu á mataræðinu, eða hreyf- ingu, heldur verði að skoða sam- spil allra þátta. „Fólk er oft komið í ákveðinn vítahring sem erfitt er að vinda ofan af. Það þarf talsvert átak til að komast út úr þessum vítahring, það er ekki nóg að byrja bara í ræktinni eða fara í átak og missa nokkur kíló,“ segir hún. Þórdís ákvað að gera tilraun og bjóða fólki upp á þriggja daga alls- herjar heilsuprógramm, svokall- aða HaPP daga þar sem hugað er að öllum þeim þáttum sem spila saman og stuðla að heilbrigði. Fengu þeir svo góðar undirtektir að hún hefur ákveðið að bjóða upp á fleiri HaPP daga á þessu ári. „Um er að ræða þrjá daga á Hótel Hengli þar sem lagt er upp með að fræða þátttakendur þannig að þeir skilji þær breytingar sem eiga sér stað á líðan og aukinni orku. Við bjóðum upp á hráfæði frá HaPP allan tíma og höldum fyrir- lestra um næringu og mismunandi áhrif matar á andlega og líkamlega vellíðan. Farið verður í grunnatriði í hugleiðslu sem og kennslu í mat- reiðslu og við stundum líkams- rækt, útiveru og jóga, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Þórdís. Þátttakendur munu upplifa mikla breytingu á eigin líðan með því að borða einungis hráfæði, stunda íhugun og góða hreyfingu í þrjá daga, að sögn Þórdísar. „Orkan verður miklu meiri en flestir hafa upplifað í langan tíma ef nokkurn tímann. Einnig mun dvölin vekja þátttakendur til um- hugsunar um mikilvægi þess að halda áfram á sömu braut,“ segir hún. „En það er einmitt markmiðið með HaPP dögunum, að kynna fyrir fólki þá vellíðan sem fylgir því að ástunda heilbrigða lífshætti og kenna þeim að halda því áfram að námskeiði loknu,“ segir Þórdís og bendir loks á að nánari upp- lýsingar um HaPP daga megi finna á vefnum happ.is. Þórdís Sigurðardóttir, heilsuráðgjafi og annar eigandi HaPP. Viðvarandi streita eykur mjög áhættu fyrir mörgum sjúkdómum. stöðugt út skipanir um að verða á verði, í gegnum aukna framleiðslu á taugaboðefnum tengdum hættu og á streituhormónum og við- varandi (króniskt) streituástand skapast,“ segir í leiðbeiningum Velferðarvaktarinnar. Smám saman fara taugaboðefn- in og streituhormónarnir að vinna gegn upphaflegu hlutverki sínu. Einbeiting og minni truflast, vart verður vaxandi þreytu og ýmis sál- líkamleg einkenni geta myndast. Varnarþættir ónæmiskerfisins raskast, neikvæð áhrif verða á sykurbúskap, stjórnun hjarta og blóðþrýstings og ýmsa bólgusjúk- dóma. Viðvarandi streita eykur mjög áhættu fyrir mörgum sjúkdómum, bæði vegna lífeðlisfræðilegra áhrifa á vefi og líffærakerfi, og vegna hins andlega álags streit- unnar á tilfinningalíf. Hér má helst nefna: Hjartadrep, æðakölkun, heilablóðfall, sykur- sýki. verri blóðfitustjórnun, versn- un giktsjúkdóma, öldrun heila, þunglyndi, kvíði, áfallastreiturösk- un, verri verkjastjórnun og starfs- kulnun (burn-out).” Meðal þeirra úrræða sem bent hefur verið á til að vinna gegn streitu er slökun, heilbrigt líferni, nægur svefn, holl fæða og næg hreyfing. Þórdís Sigurðardóttir, heilsuráðgjafi og annar eigandi HaPP, segir að heilbrigðisvísindin

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.