SÍB-blaðið - 01.12.2006, Side 3

SÍB-blaðið - 01.12.2006, Side 3
Nemendur í MK - Á lokasprettinum fyrir próf [ Menntaskólanum í Kópavogi er starfrækt námsbrautin Hagnýtt viðskipta og fjárméla- greinanám. Á annað hundrað félagsmenn SÍB hafa sótt þetta nám og líkað vel. SÍB blaðið leit við í kennslustund hjá þeim nú í lok nóvember þar sem einn hópurinn var á endasprettinum fyrir próf. Myndarlegur hóp- ur félagsmanna hefur þegar lokið þess- ari námsbraut og margir hugsa sér áfram í námi að henni lokinni. Næsti hópur byrjar haustið 2007 en áhugasamir geta haft sam- band við ik@mk.is Friðarverðlaun Nóbels 2006 Banki í fyrsta sinn handhafi friðarverðlauna Grameen bankinn í Bangladesh og stofnandi hans Muhammad Yunus hagfræðingur fengu friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir árangursríkt starf við að efla fólk til sjálfshjálpar með því að lána út smáar upþhæðir til fólks. Fyrirkomulagið er þannig að lántakendur setja enga tryggingu fyrir lánunum, einnig eru þau framlengd ef þess gerist þörf. Segja má að eina tryggingin sem bankinn fær fyrir endurgreiðslu er geta lántakenda og heið- arleiki. Það er hins vegar mjög fátítt að lán séu ekki greidd og mörg dæmi eru um að lántak- endur hjálpi hver öðrum við að standa í skil- um. Lántakendur hjá banka hans eru nú 6,61 milljón og 97% þeirra eru konur. Þessi banki er lýsandi dæmi um samfélagslegt hlutverk slíkra fyrirtækja við að bæta kjör og efla fólk til dáða. Ný launakönnun 2007 í byrjun aþríl 2004 var síðast framkvæmd launakönnun á vegum SÍB. Þar var spurt um mörg kjaraatriði og sam- setningu launa hjá svarendum. Könnunin er aðgengileg í heild á www.sib.is undir útgáfa - launakannanir. Þessi könnun fékk sérlega góðar viðtökur hjá félagsmönnum og var svörun mjög góð. Niðurstöður þessarar launa- könnunar hafa áfram nýst félagsmönnum sem eru að skoða stöðu sína, bæði sem viðmið um eigin laun og hvernig tiltekin störf eru metin til launa. í Ijósi þess að miklar breytingar hafa orðið inn- an fjármálageirans frá því þessi könnun var gerð, bæði launaskrið og fjölgun starfsmanna í greininni, hefur stjórn SÍB ákveðið að framkvæma næstu launakönnun meðal félagsmanna á árinu 2007 og mun hún væntanlega verða framkvæmd í febrúar. Mikilvægt er að allir félagsmenn svari launa- könnuninni þar sem niðurstöður hennar verða mikilvægt innlegg í undirbúning næstu kjarasamninga en núgildandi samningar renna út 1. nóvember 2008. Nánar verður tilkynnt um framkvæmd og tíma- setningu launakönnunarinnar í byrjun næsta árs. Efnisyfirlit 2 Leiðari Friðbert Traustason formaður 4 Félagsstarfið 6 VlNNUMARKADUR 8 Jafnrétti í raun hjá SPR0N ioBreytingar lífeyrisréttinda eftir 1995 12MANNAUÐSSTJÓRAR í STAÐ STARFSMANNASTJÓRA 14ÖFLUGUR TRÚNAÐARMAÐUR Á VINNUSTAÐ 16 VERKEFNINU GlLDI STARFA 18 VlÐTAL VIÐ ELÍNU SlGFÚSDOHUR HJÁ LÍ 20 Starfsmannafélag SPRON 22 Kjarasamningar SÍB í nútíð og framtíð 3

x

SÍB-blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.