SÍB-blaðið - 01.12.2006, Side 6

SÍB-blaðið - 01.12.2006, Side 6
uinnumfiRKFiÐUR Breytt landslag í fjármálafyrirtækjum Sameining sparisjóða og breytingar á eignarhaldi Talsverðar breytingar á eign- arhaldi sparisjóða hafa gengið í gegn á þessu ári. Fréttir um ýmsar tilfærslur og sameiningarferii hefur verið áber- andi í fjölmiðlum og þó ekki hafi tilfærslur og sameiningar haft í för með sér breytingar á hög- um starfsfólks sparisjóðanna þá geta fréttir af þessum toga vald- ið óróa í hópi starfsmanna í grein- inni. Nú síðast var staðfestur sam- runi Sparisjóðs vélstjóra (SPV) og Sparisjóðs Hafnarfjarðar (SPH), tveggja af stærstu sparisjóð- um landsins. Nýkjörinn stjórnar- formaður Jón Þorsteinn Jónsson segir að hvorki standi til að fækka útibúum eða starfsmönnum þó samruninn hafi gengið i gegn. Varðandi aðrar sameiningar hjá Sparisjóðunum þá má geta þess að í nóvember undirrituðu stjórnir Sparisjóðsins í Keflavík og Sparisjóðs Ólafsvíkur áætl- un um samruna sparisjóðanna. Nokkur stærðarmunur er á spari- sjóðunum og munu stofnfjáreig- endur í Sparisjóði Ólafsvíkur eiga u.þ.b. 3,2% en eigendur stofnfjár í Sparisjóðnum í Keflavík 96,8%. Rekstur beggja sjóða hefur geng- ið vel og þeir hyggjast halda áfram stöðu sinni sem máttar- stólpar í heimabyggð. Víða sameiningarviðræður í gangi Samrunar sem að ofan eru nefndir eru aðeins þeir síðustu á þessu ári sem teljast verður við- burðaríkt í sögu Sparisjóðanna. Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu er formað- ur Sambands íslenskra sparisjóða og situr í nýrri stjórn Samtaka fjármálafyrirtækja. Hann seg- ir að talsverð hreyfing hafi ver- ið á érinu hvað varðar samein- ingu sparisjóða. Nefnir hann auk fyrrnefndra samruna, samein- ingu Sparisjóðs Vestmannaeyja og Hornafjarðar og samein- ingu Sparisjóða Siglufjarðar og Sparisjóðs Skagafjarðar. „Ég held að um frekari sameining- ar verði að ræða á næstu árum. Sameiningarviðræður eru í gangi víðar sem ég get ekki nefnt á þessu stigi málsins. Ég held að ástæðurnar fyrir samruna hvað varðar minni sparisjóðina sé að regluverkið er alltaf að verða flókn- ara og er beinlínis minni sparisjóð- unum ofviða að uppfylla allar kröf- ur sem gerðar eru." Sparisjóðirnar hafa auk þess að vera í eigin sameiningarferli ver- ið að taka yfir sum útibú stóru bankanna á landsbyggðinni: „Sparisjóður Siglufjarðar tók við útibúi Glitnis á Siglufirði á þessu ári. Við höfum ekki orðið var- ir við mikla óánægju með þá ráð- stöfun, enda fengu allir starfs- menn sem þess óskuðu vinnu hjá Sparisjóðnum. Ég held að fólk hafi skilning á því að þetta er gert af illri nauðsyn, meðal annars vegna fækkunar fólks á landsbyggðinni." Yfirtökur sparisjóðanna á útibú- um stóru bankanna á lands- byggðinni eru fleiri. Nefna má að Sparisjóðurinn í Keflavík tók yfir útibú Landsbankans í Sandgerði sem bankinn hafði rekið í fjöru- tíu ár, en Sandgerði var eina bæj- arfélagið á Suðurnesjum sem Sparisjóðurinn var ekki með þjónustu. Þá gerðu Landsbanki íslands hf. og Sparisjóður Hornafjarðar og nágrennis sam- komulag um kaup Sparisjóðs Hornafjarðar á húsnæði Landsbankans á Breiðdalsvík og Djúpavogi. Samhliða hætti Landsbanki íslands rekstri afgreiðslna sinna á þessum stöðum frá og fluttist starfsemi afgreiðslanna til útibúa bankans á Stöðvarfirði og Hornafirði. Sparisjóðir gegna mikil- vægu hlutverki Gísli lítur björtum augum til fram- tíðarinnar fyrir hönd sparisjóðanna þrátt fyrir ýmsar tilfæringar: „Ég er bjartsýnn á framtíð sparisjóðanna og hef ekki trú á því að viðskipta- bankarnir gleypi fleiri sparisjóði en orðið er. Við hjá Sambandi íslenskra sparisjóða höfum þá bjargföstu trú að það sé þörf fyrir sparisjóð- ina í flóru inn- lánsstofn- ana hér á landi. Sparisjóðirnir þurfa síðan að sameinast enn frekar en orðið er. Það er nauðsyn- legt að stækka einingarnar til að þær geti stað- ið sig enn betur í samkeppninni. Sparisjóðirnir eiga fullt erindi og gegna mikilvægu hlutverki." Að lokum er Gísli spurður hverju það breytir stöðu sparisjóð- anna að verða um áramótin hluti af Samtökum fjármálafyrirtækja: Gísli Kjartansson formaður Samtaka islenskra sparisjóða. Myndin er frá afhendingu frumkvöðlaverðlauna Samtaka Sveitarfélaga á Vesturlandi sem veitt voru Sparisjóði Mýrasýslu sem valinn var frumkvöðull ársins 2005 „Það styrkir stöðu þeirra að sam- tökin verða öfiugri eining, með- al annars með þáttöku trygging- arfélaganna. Samband íslenskra sparisjóða verður við lýði áfram þrátt fyrir þátttöku okkar í nýstofn- uðum Samtökum fjármálafyrir- tækja." /hk Samtök fjármálafyrirtækja Heildarsamtök fyrirtækja á fjármálamarkaði Samtök banka- og verð- bréfafyrirtækja, Samband íslenskra tryggingafélaga og Samband íslenskra sparisjóða sameinast um áramótin und- ir heitinu Samtök fjármálafyrir- tækja. Með stofnun samtakanna verða tii heildarsamtök fyrirtækja á fjármálamarkaði. Tilgangur samtakanna er meðal annars að vera málsvari fjármálafyrirtækja í hagsmunamálum þeirra, stuðla að samkeppnishæfum starfs- skilyrðum íslenskra fjármálafyrir- tækja, taka þátt í erlendu hags- munasamstarfi og auka skilning á mikilvægi fjármálafyrirtækja fyrir íslenskan efnahag. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, er formaður samtak- anna og sagði hann í viðtali eft- ir stofnfundinn að samtök- in hefðu með þessu meiri slag- kraft til að koma að mótun laga og reglna fyrir fjármálamark- að í samstarfi við stjórnvöld og alþjóðlegar stofnanir. Munu aðil- ar samtakanna meðai ann- ars eiga sæti í nefndum og ráð- um tengdum fjármálamarkað- inum, þ.m.t. Fjármálaeftirliti og Samkeppnisstofnun svo eitthvað sé nefnt. Bjarni tók fram að íslensk- ur fjármálamarkaður hefði vaxið hraðar en nokkur önnur atvinnu- grein á undanförnum árum. Dæmi um það er að heildareignir fyrirtækja í greininni hafa sexfald- ast á síðastliðnum fimm árum og framlag fjármálafyrirtækja til landsframleiðslu er orðið meira en framlag sjávarútvegs og benti á að engin atvinnugrein greiði jafn mikla skatta tii þjóðarbúsins og fjármálafyrirtækin.

x

SÍB-blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.