SÍB-blaðið - 01.12.2006, Síða 14
UIÐTRL
Öflugur trúnaðarmaður á vinnustað
- undirstaða góðs starfsanda á breytingatímum
Hulda Styrmisdóttir hefur undanfariö eitt og hálft ár lagt
stund á fjarnám í ráögjöf og breytingastjórnun við Insead
viöskiptaháskólann í Frakklandi og mun útskrifast með
diploma í klínískri fyrirtækjasálfræði nú í desember.
Samhliða náminu hefur Hulda unnið sem stjórnendaráðgjafi, m.a. í
tengslum við breytingar hjá Reykjavíkurborg. Á árunum 1998-2004
starfaði Hulda sem forstöðumaður hjá FBA og framkvæmdastjóri hjá
íslandsbanka. Þar áður starfaði hún m.a. sem ráðgjafi hjá VIB, frétta-
maður á Stöð 2, starfsmannastjóri á Hótel Sögu og markaðsráð-
gjafi. Hún útskrifaðist með BA próf í hagfræði frá Brandeis háskóla í
Bandaríkjunum 1988 og með MBA próf frá Insead árið 1992.
Að sögn Huldu er mikil áhersla lögð á sálfræði einstaklinga í nám-
inu sem hún stundar nú á Insead enda byggir kennslan á þvi grund-
vallarviðhorfi að öll fyrirtæki samanstandi af einstaklingum og sálarlíf
þeirra hafi þar af leiðandi áhrif á starfsanda og árangur fyrirtækjanna.
í byrjun nóvember hélt Hulda erindi á vinnudegi trúnaðarmanna
Glitnis. í kjölfarið á því tók SÍB blaðið viðtal við hana, m.a. um áhrif
breytinga á vinnustöðum og hvaða hlutverki trúnaðarmenn geta
gegnt við slíkar breytingar.
Af hverju skiptir það máli fyr-
ir trúnaðarmenn að kynna sér
breytingastjórnun og áhrif breyt-
inga á vinnustaðinn og líðan
starfsmanna?
Ég tel að trúnaðarmenn geti
gegnt lykilhlutverki í því hvernig
til tekst með breytingar á vinnu-
stað. Verkefni trúnaðarmanna
eru þess eðlis að starfsmenn líta
til þeirra um ráð og leiðbeining-
ar og á óvissutímum sem allt-
af skapast í kjölfar breytinga er
þetta leiðtogahlutverk sem trún-
aðarmenn gegna ennþá mikil-
vægara en ella.
Hvað áttu við með leiðtogahlut-
verk - ég er ekki viss um að allir
trúnaðarmenn líti á sig sem leið-
toga. Þeir eru jú ekki stjórnendur.
Það er ekki það sama að
vera leiðtogi og vera stjórnandi.
Hlutverk stjórnanda er að sjá
til þess að skipulag og verkefni
séu í réttum farvegi og að starfs-
menn nýti hæfni sína vel. Hann
hefur oftast formlegan titil og
formlegt áhrifavald og fær þann-
ig fólk til að hlýða sér. Leiðtogi
hins vegar getur verið hvar sem
er í fyrirtæki. Hann þarf ekki að
hafa formlegan titil eða form-
legt áhrifavald, heldur er ósköp
einfaldlega kona eða maður
sem gengur fram fyrir skjöldu í
ákveðnu máli, lýsir því hvert skal
stefna og er tilbúin til að taka
ábyrgð. Ef aðrir eru tilbúnir til að
14