SÍB-blaðið - 01.12.2006, Qupperneq 20

SÍB-blaðið - 01.12.2006, Qupperneq 20
FÉLRGsmEnn Starfsmannafélag SPRON Starfsmannafélag SPRON (SF-SPRON) var stofnað árið 1980 og er því orðið 26 ára. í félaginu eru 262 starfsmenn SPRON og dótturfélaga en þeim hefur fjölgað hratt á þessu ári vegna mikils vaxtar SPRON. Starfsmannafélagið starfrækir fjórar nefndir auk stjórnar, Mikið af starfi félagsins er unnið á vegum nefndanna en stjórnin sér um að samhæfa starfið Orlofshúsanefnd Sér um að starfsmenn SPRON komist í nauðsynlegt frí reglulega eða það er að segja, sér um að leigja/úthluta starfsmönnum sumar- húsum og íbúðum á hagstæðu verði. í dag hafa starfsmenn spron til umráða tvo sumarbústaði og eru þeir vel búnir og með heitum pott- um. Einnig hefur SPRON tekið á leigu tvær íbúðir við góðar undir- tektir starfsmanna, önnur þeirra er staðsett innanlands og hin erlend- is. Það má segja að íbúðin erlendis hafi vakið mikla lukku og er hún í stanslausri notkun allt árið í kring. Náms- og kynnisferðasjóður (NOK) Sjóðurinn styrkir nokkra starfsmenn á ári til að fara á námskeið, í kynnisferðir eða að fræðast á annan hátt, einkum á sviði viðskipta og fjármála, innanlands eða erlendis. Þessir styrkir hafa verið mikið nýtt- ir til námsferða í skóla erlendis og er þá dvalið í 2-3 vikur og starfs- maðurinn á launum frá fyrirtækinu á meðan. Jafnréttisnefnd Nefndin skal hafa yfirsýn yfir lög og reglur stjórnvalda um jafnrétt- ismál kynjanna og fylgjast með breytingum á þeim. Þá skal hún fylgj- ast með framkvæmd jafnréttisáætlunar SPRON og kanna réttmæti ábendinga um að ekki sé farið að lögum eða reglum um jafnrétti í 20

x

SÍB-blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.