SÍB-blaðið - 01.12.2006, Qupperneq 19
‘•v
Elin Sigfúsdóttir:
"Fjármáiafyrirtækin eru
eftirsóttur vinnustaður
sem margir vilja
byrja starfsferit sinn
í. Störfin eru orðin
mun fjölbreyttari
og skemmtilegri og
starfsmaðurinn kynnist
mörgum hliðum
atvinnulífsins."
um koma þá eru þeir úr þessum
karllægu menntagreinum. Þegar
ég hóf nám í viðskiptafraeði þá
var langstærsti hluti nemenda
karlar.
Ekki einskorðast málið samt
við menntunina. Ástæðuna má
kannski einnig finna í að karl-
maður ræður karlmann frekar en
konu, alveg eins og kona ræður
frekar konu og þegar nánast all-
ir stjórnendur eru kariar þá er lík-
legt að þeir ráði fleiri karlmenn.
Þetta er nú samt ástæða sem ég
held og vona að sé á miklu und-
anhaldi.
Annað sem vert er að minn-
ast á er vinnuálag og áhugi á
fjármálum. Það virðist sem svo
að karlmenn hafi meiri áhuga á
fjármálum heldur en konur, hvað
sem veldur. Sjálfsagt verður að
fara vel aftur í tímann og rann-
saka fjölskyldumynstrið til að fá
skýringar á þessu atriði.
Varðandi vinnuálag stjórn-
enda hvort sem það er í banka-
kerfinu eða í öðrum stórum fyr-
irtækjum þá er það er gifurlega
mikið. Þjóðfélagið er því mið-
ur dálítið enn þannig að það er
konan af tveimur aðilum sem
reka heimili og ber meiri ábyrgð
á heimilisrekstrinum sem ger-
ir það að verkum að auðveldara
er að vera karl í stöðu sem kall-
ar á mikla vinnu og fjarvistir frá
heimilinu.
Ég hef enga trú á að vöntun á
kvenstjórnendum í bönkum sem
og annars staðar né að karlmenn
hafi eitthvað á móti konum. [
Landsbankanum er aldrei ver-
ið að velta upp hvort umsækj-
andinn sé karl eða kona. Við leit-
um að hæfasta einstaklingnum
hverju sinni og ef við tökum úti-
bússtjóra, sem eru á næsta þrepi
fyrir neðan framkvæmdastjóra
ásamt forstöðumönnum, þá eru
margir útibústjórar konur og ég
held mér sé óhætt að segja að
flestar nýjustu ráðningar í stöðu
útibústjóra hjá okkur séu kon-
ur. Og í sambandi við forstöðu-
mannsstöður þá eru konur ráðn-
ar í auknum mæli. Ég efast ekki
um að samræming náist í þess-
um málum, en það tekur tíma.“
Elín er eina konan í fram-
kvæmdastjórastöðu í
Landsbankanum, hvernig skyldi
það nú vera er að starfa að
mestu með karlmönnum: „Ég er
búinn að starfa svo lengi með
karlmönnum að ég hugsa aldr-
ei um að þeir séu eitthvað öðru-
vísi en ég. Þetta eru vinnufélag-
ar mínir og hvort sem það eru
karlar eða konur skiptir mig engu
máli. Ég þekki ekkert annað en
að vinna á jafnréttisgrundvelli og
ég get ekki betur séð en að ég
passi allstaðar inn í kerfið."
SÍB og bankinn
Þorri starfsmanna Lands-
bankans eru félagsmenn í SÍB,
er hagræði í slíku fyrirkomu-
lagi? „Ég hef ekkert nema gott
um SÍB að segja. Stéttarfélagið
er gott í báðar áttir, gott fyrir
félagsmennina og einnig gott fyr-
ir stjórnendur bankanna. Það er
sjaldan sem málin eru ekki leyst
á vettvangi SÍB. Ég hef alltaf ver-
ið þeirrar skoðunar að betra sé
að leysa málin áður en farið er
í hart og það sjónarmið virðist
vera einnig hjá SÍB, sem er mjög
jákvætt og hefur komið félags-
mönnum til góða.“
Elín er spurð í Ijósi umræðu
um mismunandi laun kynjanna
á vinnumarkaði hvernig hún
sjái fyrir sér að SÍB geti unnið
með jákvæðum hætti að því að
jafna hlut kynjanna í launum og í
stjórnunarstöðum: „Ég veit ekki
betur en að bankakerfið borgi
sömu laun fyrir sömu störf og að
ekki sé neinn mismunur gerður
milli kynjana og kæmi það mér á
óvart ef svo er. Svo er það stað-
reynd að konur í gegnum tíð-
ina í bankakerfinu raðast í lægri
launaflokka. Ef við tökum gjald-
kera sem dæmi þá er mjög lít-
ið um að karlmenn ráði sig í slíkt
starf og svo er einnig um fleiri
störf sem eru í lægri launaflokk-
um.
Menntun bankastarfs-
manna eykst
Menntun hefur aukist í þjóð-
félaginu í heild og svo er um
menntun bankastarfsmanna:
„Bankarnir þurfa á mennta-
fólki að halda. Störfin eru allt-
af að verða flóknari. Ef við tök-
um þjónustufulltrúastarfið sem
dæmi, þá er það ekki leng-
ur afgreiðslustarf heldur orðið
meira ráðgjafastarf og þá skipt-
ir þekking miklu máli. Þá má ekki
gleyma því að starf í banka er
orðið mjög eftirsótt og hægt er
að velja úr hæfu fólki í stöðurn-
ar. Þegar ég byrjaði að vinna í
banka þá þótti gott að vera þar
vegna starfsöryggis. Bankarnir
voru ríkisfyrirtæki og starfið gott
upp á eftirlaunaréttindi, en launin
sjálf voru lág og þar sem ég var
þaulsætin innan bankans fannst
mörgum það skrýtið að ég skyldi
ekki vera löngu búin að koma
mér fyrir annarsstaðar þar sem
mörgum stórum einkafyrirtækj-
um þótti gott að fá til sín fólk
með reynslu úr banka.
í dag er staðan öðruvísi. Fyrir
háskólamenntað fólk, sérstak-
lega innan ákveðinna greina, þá
eru fjármálafyrirtækin eftirsótt-
ur vinnustaður sem margir vilja
byrja starfsferil sinn í. Störfin
eru orðin mun fjölbreyttari og
skemmtilegri og starfsmaðurinn
kynnist mörgum hliðum atvinnu-
lífsins. Fyrir háskólamenntaðan
einstakling að koma inn í banka
þá eru möguleikarnir miklir. Eftir
veru á íslandi getur leið starfs-
manns í Landsbankanum legið
til London, Parísar, Luxembourg
eða annarra borga þar sem
Landsbankinn rekur útstöðvar,
og það finnst mörgum mjög eft-
irsóknarvert."
Vinnan og fjölskyldan
Elín vinnur mikið og er mik-
ið á ferðinni, hvernig gengur að
samræma fjölskyldulífið og vinn-
una? „Það gengur vel í dag,
enda börnin mín þrjú orðin stálp-
uð. í upphafi vann ég ekki fulla
vinnu. í mörg ár vann ég 70-
80% vinnu og var mjög hepp-
in að því leytinu til að ég gat
haft meiri sveigjanleika held-
ur en margir aðrir, þar sem eg
vann í stoðdeild. Þetta hentaði
mjög vel þegar börnin voru ung.
Ég átti börnin mín á fimm árum
og það er í raun ekki fyrr en
yngsta barnið er orðið 12 ára að
ég fer að bæta verulega við mig
í vinnu. í dag ferðast ég mikið,
sem ég gerði ekki áður og hefði
ekki getað gert þegar börn-
in voru yngri. Það er vissulega
aukið álag að vera mikið á ferð-
inni en um leið skemmtilegt og
ef maður er svo heppinn að vera
hraustur."
Elín á sér samt líf eftir vinnu
og hafa hún og eiginmað-
ur hennar Oddur Einarsson
gaman af að ferðast innan-
lands og utan. „Við förum á fjöll
á sumrin og einnig á veturna ef
viðrar og svo á fjölskyldan sum-
arbústað þar sem er gróðursett
og þá er um að gera að njóta
útiverunnar til fulls.“
/hk
19