SÍB-blaðið - 01.12.2006, Side 16
UIÐTflL
Hópurinn góður
og samstilltur
Fjóla María Lárusdóttir hjá Fræðslumiöstöð
atvinnulífsins er annar tveggja
verkefnisstjóra í verkefninu Gildi starfa
Verkefnið Gildi starfa
(Value of Work),
sem tuttugu og
fjórir þjónustu-
fulltrúar KB banka, Glitnis
og Landsbankans taka þátt
í hefur verið gangi undanfar-
ið og hefur Fræðslumiðstöð
atvinnulífsins séð um undir-
búning og framkvæmd. Þar
hefur verkefnið verið í hönd-
um Fjólu Maríu Lárusdóttur
og Bjarna Ingvarssonar starfs-
manna FA. Verkefnið er að
mestu fjármagnað með styrk
sem Fræðslumiðstöð atvinnu-
lífsins fékk frá Leonardo da
Vinci-starfsmenntaáætlun
Evrópusambandsins að upp-
hæð 30 milljónir íslenskra
króna. Unnið er að þró-
un aðferða til að meta raun-
verulega færni einstaklinga í
atvinnulífinu. Samstarfslönd auk
íslands eru Danmörk, England,
Kýpur, Slóvenía og Svíþjóð.
Samstarfsaðilar FA í verkefn-
inu hér á landi eru SIB, Glitnir,
Landsbankinn, KB banki,
Menntaskólinn í Kópavogi, VR,
Starfsgreinaráð fjármála-, versl-
unar- og skrifstofugreina og
Menntamálaráðuneytið.
Fulltrúar þessara aðila mynda
faghóp í verkefninu sem fer
reglulega yfir framvindu mála.
Sams konar faghópar hags-
munaaðila hafa verið myndað-
ir í hverju landi. Verkefninu lýkur í
október 2007.
Mikill áhugi hefur verið á
þessu verkefni meðal félags-
manna SÍB og jákvætt viðhorf
verið til verkefnisins. Við val
þátttakenda var að þessu sinni
reynt að velja einstaklinga með
svipað menntunarstig og við-
fangsefni í starfi og af sama
svæði.
í spjalli við Fjólu Maríu
Lárusdóttur kom fram að í fyrsta hluta verkefnisins er mótuð aðferða-
fræði við raunfærnimat og leiðir til að útfæra þær aðferðir fyrir stærri
hóp. Fyrir liggur að reynslan af þessu verkefni verður nýtt til að koma
á matskerfi fyrir raunfærni og jafnframt að útvíkka notkunargildi þess
þannig að það henti fyrir sem flest störf.
Mat á raunfærni
Mat á raunfærni er helsta verkefni Fræðslumiðstöðvar atvinnulífs-
ins og byggist á þeirri hugmynd að nám fari ekki eingöngu fram inn-
an formlega skólakerfsins heldur við alls konar aðstæður og í alls
konar samhengi. Allt nám er álitið verðmætt og því mikilvægt að
það sé skjalfest óháð því hvar þess hefur verið aflað. Á undanförn-
um árum hefur hugtakið fengið aukna athygli í evrópsku samhengi.
Ástæður þess eru m.a. samfélagslegar, s.s. mikilvægi mannauðs-
ins í samfélaginu, möguleiki á auknum hagvexti með hækkun þekk-
ingarstigsins, aukið jafnrétti og jafnari staða til þátttöku í þekkingar-
samfélaginu. Með mati á raunfærni fær fullorðið fólk á vinnumarkaði
aukna möguleika á að sækja sér menntun og þjálfun til að auka færni
sína.
Mat á raunfærni getur verið hvati fyrir fullorðið fólk í hinum ýmsu
starfsgreinum á vinnumarkaði til að Ijúka formlegu námi. Þar með
styrkist staða þess, fagstéttanna, fyrirtækjanna og þjóðarinnar
almennt hvað varðar þekkingarstig og framþróun.
Raunfærnimat nýtist vel í atvinnulífinu
Fjóla María segir að undanfarnar þrjár vikur hafi þátttakend-
ur verið að vinna færnimöppu, þar sem dregin er fram víðtæk
færni hvers og eins og öllum staðfestingargögnum safnað saman.
„Færnimöppugerð er ferli sem gerir einstaklingnum kleift að fá heild-
stæða yfirsýn yfir færni sína. Þetta er mikil sjálfsskoðun og oftar en
ekki kemur það fólki á óvart hversu mikið það kann í raun og veru.
Færnimöppugerð er öflugt tæki til að snúa færni í orð og getur nýst
einstaklingnum i þróun starfsferilsins, í námi og starfi. Þátttakendur
lýsa einnig færni sinni sérstaklega sem þjónustufulltrúar út frá
ákveðnum viðmiðum sem þróuð hafa verið í verkefninu.
Að lokinni færniskráningu fer raunfærnimat fram. Þá er sérstak-
lega horft til færni sem viðkemur viðmiðunum sem þróuð hafa verið í
verkefninu. Sérstakur matsaðili Áslaug Björt Guðmundardóttir kemur
að samræmingu matsins í þessu verkefni. Að loknu matinu fær hver
þátttakandi staðfest yfirlit yfir færni sina.“
Fjóla María er að lokum spurð hvernig raunfærnimatið nýtist svo
þáttakendunum á námskeiðinu: „Raunfærnimatið nýtist þátttakend-
um sem staðfesting á færni sem þeir hafa öðlast á vinnustað og víð-
ar. Á því má byggja ákvarðanatöku um framhald á færniuppbygg-
ingu. Það getur verið staðfesting á færni til styttingar á formlegu
námi, t.d. innan framhaldsskólanna og verið grunnur að framgangi í
starfi." /hk