SÍB-blaðið - 01.12.2006, Side 21
f!
*%«on
sparisjóðnum. í nefndinni sitja tveir starfsmenn valdir af starfsmönn-
um, og tveir starfsmenn fyrir hönd fyrir SPRON.
Skemmti- og íþróttanefnd
Hefur það hlutverk að skipuleggja ýmsar uppákomur og afþrey-
ingu fyrir starfsmenn, maka þeirra og börn utan vinnutíma.
Það er yfirleitt mikið um að vera hjá okkur sem störfum hjá
SPRON, bæði sem fyrirtækið stendur fyrir og einnig ýmislegt sem
nefndin sér um að skipuleggja.
Snemma á árinu, þá brydduðum við upp á þeirri nýjung að halda
kaffihúsakvöld við ágætis undirtektir. Við héldum glæsilega árshátið
á Hótel Nordica 18. mars s.l, og var auðvitað mjög góð mæting og
mikið stuð, eins og er reyndar alltaf hjá okkur á árshátíðum. Það var
enginn annar en hann Magni “okkar” og hljómsveit hans, Á móti sól,
sem hélt uppi stanslausu stuði langt fram á nótt og var dansgólfið
aldrei autt meðan þessir stuðboltar spiluðu.
[ sumar héldum við veglega fjölskylduhátið í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum og var mæting mjög góð þrátt fyrir rigningu og frek-
ar leiðinlegt veður en foreldrar og börn skemmtu sér hið besta í
íslensku rigningunni.
í sumar var haldin golfkennsla fyrir starfsfólk og fjölskyldur þeirra í
hinum nýju flottu básum á Golfvellinum í Grafarholti en hjá Spron eru
ansi margir liðtækir við að sveifla golfkylfunni og í framhaldi af því var
síðan haldið golfmót á golfvellinum á Flúðum í haust. Það voru rúm-
lega 20 sprækir starfsmenn, makar og börn sem mættu til leiks að
morgni dags í blíðskapar veðri, 20 stiga hita og sól. Það var spilað
svokallað Texas Scramble form og var mikil ánægja með það því þá
gátu óvanir eða þeir sem eru að byrja í golfinu tekið þátt líka. Mótið
heppnaðist mjög vel og var því slitið með glæsilegum kvöldverði í
golfskálanum.
Síðustu ár hafa nokkrir gönguglaðir starfsmenn skipu-
lagt gönguferðir upp um fjöll, aðallega stór fjöll og má þar nefna
m.a. Fimmvörðuháls, Heklu, Núpsstaðaskóg að Grænalóni og
Hvannadalshnúk. Gönguhópurinn fer stækkandi með hverju árinu
enda hin besta skemmtun og afar endurnærandi að bregða sér í
góða göngu.
[ ár ákváðum við að hafa
jólahlaðborðið með breyttu sniði
og fóru starfsmenn ásamt mök-
um á jólahlaðborð á Broadway
og snæddu þar dýrindis jólamat
og sáu hina flottu Tina Turner
sýningu við góðar undirtektir.
Hið árlega jólaball fyr-
ir yngstu kynslóðina höldum við
þann 17. desember á Grand
Hotel. Þar kemur umrædd Tina
Turner í gervi Siggu Beinteins
og skemmtir ásamt jólasveinum
og hafa jólaböllin hjá okkur alltaf
verið mjög vinsæl af yngstu kyn-
slóðinni sem eldri og vel sótt.
Við eigum skemmtilegt ár
framundan þar sem Spron verð-
ur 75 ára og stendur til að halda
til London og halda árshátíð-
ina þar og er undirbúningur hjá
okkur í fullum gangi. Það er
heilmikil vinna að púsla þessu
öllu saman þegar farið verð-
ur erlendis með 400 manns en
þetta verður örugglega glæsilegt
og mikið fjör eins og alltaf þeg-
ar Spronarar koma saman og
skemmta sér.
Anna Kristín Björnsdóttir
Formaöur starfsmannafélags SPRON
Guðmunda Ingimundardóttir.
Formaður íþrótta-og skemmtinefndar SF-
SPRON
21