SÍB-blaðið - 01.12.2006, Side 12

SÍB-blaðið - 01.12.2006, Side 12
UIÐTfiL Nýlega var tilkynnt um ráöningu mannauðsstjóra hjá Glitni en hiö hefðbundna starfsheiti starfsmannastjóri dettur út úr skipuritinu. Hvaða áherslubreyting fylgir þessum titli og hvernig mun hún birtast starfsmönnum? SÍB-blaðið leitaði svara við þessum spurningum. Mannauðsstjórar Glitnis bregðast við metnaðarfullum vexti bankans: Byggja upp sterkt leiðtogateymi litnir banki hefur breyst og staekk- að afar ört síðast- liðin misseri, frá því að vera tiltölulega hefðbundinn banki með aðaláherslu á Island, í alþjóðlega fjármálasamstæðu með starfsemi víða um heim. í dag er heimamarkaður bank- ans skilgreindur sem ísland og Noregur en bankinn er með starf- semi, í gegnum dótturfélög eða útibú, í Englandi, Lúxemborg, Danmörku, Svíþjóð, Kanada og Kína. Hjá bankanum starfa alls um 1.500 manns. Til þess að mæta metnað- arfullum vexti og markmiðum Glitnis var orðið brýnt að end- urskipuleggja mannauðsmálin. Markmiðið er að gera málaflokk- inn sýnilegri og markvissari, auka skilvirkni og samþættingu auk þess að búa enn frekar í haginn fyrir frekari vöxt bankans. Með nýja skipulaginu er verið að færa mannauðsmálin nær viðskipta- einingunum. Nú starfa þrír mannauðs- stjórar hjá bankanum sem skipta með sér ábyrgð eftir við- skiptaeiningum og verkefn- um. Hafsteinn Bragason sinn- ir íslandi ásamt teymi sem í eru Sigrún Ólafsdóttir og Marteinn Tausen. Elfar Rúnarsson stýr- ir mannauðsmálum utan heima- markaðar bankans, íslands og Noregs. Frank Ove Reite hef- ur mannauðsmál í Noregi á sinni könnu og er með ráðgjafa sér til aðstoðar við leiðtogaþróun. Við bætist þróunarsvið bankans, sem stofnað vár fyrr á þessu ári, sem kemur að samþættingu og samræmingu mannauðsmála allrar samstæðunnar, t.d. innleið- ingu gilda og vinnustaðagrein- ingu. Helgi Rúnar Óskarsson veitir þróunarsviði forstöðu og er að byggja upp 3-4 manna teymi sem hefur yfirsýn yfir sviðið og tekur inn nýjungar. Launadeildin, hinn praktíski hluti mannauðs- mála, var klofin frá mannauðs- sviði og tilheyrir rekstrarsviði. Þeir þremenningar, Hafsteinn, Elfar og Helgi, sitja hver í sínu lagi framkvæmdastjórnarfundi viðskiptaeininga bankans sem „fullgildir11 meðlimir. Saman hit- tast þeir reglulega og ræða inn- leiðingu nýrra hugmynda og annað sem viðkemur mannauðs- málum samstæðunnar. Hér á eft- ir fer viðtal við þá þremenninga þar sem einn svarar fyrir alla og allir fyrir einn. Brugðist við miklum vexti - Hver er helsti munurinn á hefðbundinni starfsmannastjórn- un og mannauðsstjórnun? „í fyrsta lagi erum við að inn- leiða nýtt fyrirkomulag sem ekki hefur verið stuðst við hér á landi áður en er þekkt í Bandaríkjunum. Almennt liggur munurinn fyrst og fremst í því að við erum að byggja upp og þróa leiðtoga í fyrirtækinu sem eiga jöfnum höndum að geta hald- ið áfram að byggja upp þann mannauð sem er í fyrirtækinu. Ef við erum með sterkan hóp leið- toga getur sá hópur byggt upp lykilfólk sem á að skila bank- anum og viðskiptavinum hans verðmætum. Glitnir hefur vax- ið gríðariega undanfarin ár og samkeppni um gott fólk er allt- af að aukast. Það eru tvær leið- ir til að nálgast og þróa góða starfsmenn, að finna þá ann- ars staðar og bjóða þeim vinnu hér eða þróa þá innan fyrirtækis- ins. Fyrirtæki sem vaxa eins hratt og Glitnir þurfa eðlilega að fara báðar leiðir. Við þurfum að ráða nýtt fólk sem getur skapað verð- mæti fyrir bankann en að sama skapi þurfum við að leggja alúð og vinnu í að byggja upp þann hóp fólks sem við höfum og hefur sinnt vexti bankans fram að þessu. Það er mikil gerjun í mannauðsmálum í bankanum og spennandi tímar framundan." Ásókn í gott fólk á sér stað á öllum starfssvæðum enda hefur bankinn verið í örum vexti. „Breytingar á mannauðs- stjórnuninni kalla á samhæfð- ar og samræmdar áherslur milli landa svo allt starfsfólk okk- ar gangi í takt og vinni eftir þeim gildum sem bankinn stendur fyrir. Við eigum að stuðla að skilningi á þessum gildum og að unnið Skipulag Mannauðsmála GLITNIR Mannauðsstjórnun I Mannauðsstjórnun Utan heimamarkaða I Noregur og Svíþjóð TALENT COUNCIL Samþætting og framþróun árangursrikrar mannauðs- stjórnunar 12

x

SÍB-blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.