SÍB-blaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 15

SÍB-blaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 15
hlusta á þennan aðila og fylgja honum að málum, er hann eða hún þar með orðinn leiðtogi. Stjórnandi getur líka verið leiðtogi, en leið- togi þarf þannig ekki alltaf að vera stjórnandi. Þetta er það sem ég meina þegar ég segi að trúnaðarmenn gegni leiðtogahlutverki. Þeir sem eru í slíkum störfum hafa verið kosnir til þeirra af samstarfsfólki sínu. Þeir hafa verið tilbúnir til að ganga fram fyrir skjöldu og taka ábyrgð. Og samstarfsmennirnir sem kusu þá eru tilbúnir til að hlusta á þá og treysta þeim. Og þess vegna skiptir máli fyrir trúnaðarmenn að kynna sér breytinga- stjórnun svo þeir séu betur i stakk búnir til að styðja samstarfsmenn sína í gegnum breytingar? Einmitt. Á undanförnum 15-20 árum hafa verið gerðar umfangs- miklar rannsóknir víða um heim á breytingum á vinnustöðum. Það var byrjað á því vegna þess að breytingar sem litu mjög vel út á papp- írum, hljómuðu mjög skynsamlega og áttu að skila miklum ágóða og ávinningi gerðu það af einhverjum ástæðum ekki. Og niðurstað- an varð sú að oftar en ekki lá ástæðan í mannlega þættinum. Fólk er ekki tölvur, það hefur tilfinningar og ólíka reynslu. Það bregst við atburðum á mjög mismunandi hátt. Það sem einhverjum finnst ótrú- lega spennandi, eins og t.d. breytingar á útliti útibúa, getur einhverj- um öðrum fundist óþarfi, pirrandi eða jafnvel ógnandi á einhvern hátt. á Islandi. Áður fyrr voru störf í þessum geira tiltölulega örugg og talsverður jöfnuður ríkti t.d. í launum. Nú er öldin allt önn- ur og samkeppnisharkan er orð- in miklu meiri. Fjármálafyrirtæki eru sum orðin meira erlend en íslensk, krafan um að starfs- menn standi sig og fylgi með er gríðarleg, skipulagsbreytingar, breytingar á vinnulagi, nálgun, starfsmönnum og útliti stofnana eru daglegt brauð. Alltaf þegar eitt er búið kemur annað, þannig að óvissan er nánast endalaus. Og hvað gerir maður við svona aðstæður? Flestir okk- ar félagsmanna búa við það að aðrir eru að taka ákvarðanir um framtíð vinnustaðarins, ákvarð- f f Ekkert fyrirtæki á hinum harða Sumum finnst gott að sitja alltaf á J 0 , sama stað á tundi, öðrum finnst best samkeppmsmarkaði I dag hefur efni að prófa alltaf nýjan stað til að sitja á því að missa góða starfsmenn. Fólk skiptir máli. íí á. Þegar maður skilur þetta er auð- veldara að fást við það, auðveldara að skilja, bregðast við og leysa mál. Hver er þá kjarninn í því sem hafa þarf í huga i sambandi við breyting- ar að þínu mati? Að mínu mati er kjarninn sá að breytingar, hvort sem þær eru í einkalífi eða í vinnu, hvort sem þær eru stórar eða litlar, hræða fólk oft. Og það er líka alveg sama hversu frábær manni finnst breyting- in vera tökum sem dæmi giftingu eða það að eignast barn - henni fylgir alltaf ákveðin óvissa um framtíðina og það er óhjákvæmilegt að sleppa því sem var. Þegar maður er eignast barn t.d. þarf maður að sleppa því áhyggjulausa frelsi sem fylgdi því að vera barnlaus! Það hefur verið talað um að það sem gerist við breytingar sé í raun það sama og gerist þegar maður missir ástvin. Það fer ákveð- ið sorgarferli í gang. Það er kannski erfitt að koma auga á þetta í tengslum við barnsfæðingu eða giftingu, en það er auðveldara t.d. þegar góður samstarfsfélagi hættir. Og sorgarferlið er alltaf eins að grunni til þó að fólk upplifi það í mismunandi röð eða á mismunandi hátt: Það er alltaf einhver afneitun, svo reynir fólk að semja sig frá sársaukanum, svo kemur reiði, svo kemur depurð þartil á endanum maður sættir sig við það sem orðið er. Semsagt ótti, óvissa og sorg þetta fylgir alltaf öllum breytingum, góðum eða slæmum. En þú ert þarna að tala um breytingar sem tengjast einstaklingum hvað með stærri breytingar á vinnustöðum? Þetta er líka ferli sem fer í gang þegar breytingarnar eru ennþá stærri og ná kannski yfir allan vinnustaðinn. Áhrifin verða ósköp ein- faldlega margföld og ná til fleiri. Á síðustu 10-15 árum hafa orðið gríðarlegar breytingar á vinnuumhverfi starfsmanna fjármálafyrirtækja anir sem þeir hafa ekki áhrif á. Ég reyndar held að flest búum við alltaf við það að breyt- ingar koma utan frá. Og það sem mér hefur virst gagnast fólki best við slíkar aðstæður er tvennt: Annars vegar það að átta sig á því að þó að maður hafi ekki vald til að ráða ákvörðunum sem aðrir taka, þá getur mað- ur alltaf ráðið því hvernig mað- ur bregst við þeim. Og hitt er að ósköp einfaldlega það að passa vel upp á sjálfan sig og sína. Það kann að virðast sjálfselskt en svona er það bara. Geturðu útskýrt þetta nánar? Þegar ég segi að maður geti alltaf ráðið því hvernig mað- ur bregst við meina ég fyrst og fremst að maður getur allt- af ákveðið hvort að maður nálg- ast eitthvað á jákvæðan eða nei- kvæðan hátt. Það er alltaf hægt að mála skrattann á vegginn og tala illa um allt og alla. En tilfell- ið er að það bætir ekki nokk- urn skapaðan hlut. Vissulega er algjörlega nauðsynlegt að við- urkenna að breytingum fylgir sorg og sorg fylgir reiði. Og það er grundvallaratriði að tala um þessar tilfinningar. En það er lyk- ilatriði að festast ekki í þeim. Og er það m.a. í því sem ég tel að trúnaðarmenn geti gegn lyk- ilhlutverki í breytingaferli. Þeir geta tekið upp erfið mál, tal- að um það hvernig þeim sjálfum líður og hjálpað öðrum að tala um sína líðan. Og svo geta þeir haft frumkvæði að því að halda áfram. Festast ekki, heldur fara að horfa á það jákvæða sem hægt er að finna í breytingunum. Og sem betur fer er það nú oft- ast þannig að eitthvað er hægt að finna jákvætt. Þegar ég svo segi að passa upp á sjálfa sig og aðra er ég sérstaklega að tala um það að hver og einn starfsmaður átti sig á verðmæti sínu og sinna sam- starfsmanna. Það er enginn í vinnu í bankakerfinu í dag sem ekki er að leggja sitt af mörk- um. Margir starfsmenn hafa nýtt sér þá möguleika sem þeim bjó- ðast í tengslum við námskeið og menntun af ýmsu tagi. Þannig eru þeir enn að auka verðmæti sitt sem starfsmanna. Ekkert fyr- irtæki á hinum harða samkeppn- ismarkaði í dag hefur efni á því að missa góða starfsmenn. Fólk skiptir máli. Og þarna aftur geta trúnaðarmenn gegn lykilhlut- verki. Þeir geta haft frumkvæði um að samstarfsmenn átti sig á verðmæti sínu og auki við það. Séu líka einfaldlega góðir við hvern annan. Að fólk hrósi hvert öðru og leggi sig fram um að hafa vinnuandann jákvæðan. Þá verður svo miklu auðveldara að fást við þær breytingar og óvissu sem óhjákvæmilegar eru, þegar maður velur að vinna í íslenska bankakerfinu. 15

x

SÍB-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SÍB-blaðið
https://timarit.is/publication/979

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.