SÍB-blaðið - 01.12.2006, Side 8
JRFflRÉTTISmRL
í fyrsta skipti sem fjármálafyrirtæki fær viðurkenningu Jafnréttisráðs.
Jafnrétti í raun hjá SPRON
Jafnréttismál hafa verið
ofarlega á baugi undan-
farin ár. Baráttan fyrir jafn-
rétti kynjanna hófst fyrir alvöru
snemma á áttunda áratugnum
og nú er svo komið að meiri-
hluti kvenna er útivinnandi og
þykir sjálfsagt að konur afli sér
menntunar og sækist eftir sömu
störfum og karlmenn. Mörgum
hefur þó þótt ganga hægt.
Launamunur kynjanna er sá
sami nú og fyrir tíu árum og enn
eru konur í miklum minnihluta
stjórnenda fyrirtækja. Þessu
er þó ekki eins farið hjá öllum.
Meirihluti stjórnenda hjá SPRON
eru konur og hjá fyrirtækinu er
rekin virk jafnlaunastefna þar
sem markmiðið er að draga úr
kynbundnum launamun. Hjá fyr-
irtækinu hefur einnig frá árinu
1997 verið starfrækt sérstök
jafnréttisnefnd. Vegna þessa
hlaut SPRON nú á dögunum
viðurkenningu Jafnréttisráðs ,
fyrst allra fjármálafyrirtækja.
Allt frá árinu 1992 hefur
Jafnréttisráð veitt því fyrirtæki,
einstaklingi, stofnun eða sam-
tökum sem hafa sýnt sérstaka
og virðingarverða framtakssemi
á sviði jafnréttismála viðurkenn-
ingu. Ráðið er skipað samkvæmt
lögum um jafna stöðu og jafn-
an rétt kvenna og karla en ráðið
er skipað af félagsmálaráðherra
eftir hverjar alþingiskosningar.
Meginástæða þess að
SPRON hlýtur viðurkenningu
ráðsins að þessu sinni er að
hjá SPRON er sérstök áhersla
lögð á skýra jafnlaunastefnu og
afstaða starfsmanna til stöðu
jafnréttis í fyrirtækinu er könnuð
árlega. Um ákvörðun sína segir
Jafnréttisráð:
Þá er sérstaklega til þess
að taka að jafnlaunastefna er
virk innan fyrirtækisins. Það fel-
ur í sér að árlega eru laun karla
og kvenna hjá fyrirtækinu skoð-
uð sérstaklega í þeim tilgangi að
gæta jafnréttis og koma í veg
fyrir að mismunun eigi sér stað.
Formaður starfsmannafélags
SPRON hefur einnig heimild til
að fá upplýsingar um launa-
kjör starfsmanna í þeim tilgangi
að gæta jafnréttis í launamálum
kynjanna.
Það ánægjulega við þetta
er að þessi verðlaun hafa orð-
ið mikil hvatning fyrir önn-
ur fjármálafyrirtæki segir Gréta
Kjartansdóttir en hún er fulltrúi
starfsmanna í jafnréttisnefnd
SPRON. Hún segir að daginn
sem viðurkenningin var veitt hafi
hún verið stödd á formanna-
fundi SÍB á Selfossi en farið til
Reykjavíkur til að vera viðstödd
afhendinguna. Þegar við svo komum til baka og sögðum frá þessu,
skapaði það miklar umræður um hvernig málum væri háttað í öðr-
um fjármálafyrirtækjum. í kjölfarið var síðan sett á laggirnar jafnrétt-
isnefnd innan SÍB og er ég mjög stolt af því að þessi viðurkenning
skuli hafa verið slík hvatning fyrir önnur fjármála-fyrirtæki. Þetta mun
skapa umræðu um jafnræðismál almennt innan SÍB.
SPRON hefur gengið lengra en önnur
fjármálafyrirtæki í jafnréttismálum.
í jafnréttisnefnd SPRON eru skipaðir tveir fulltrúar starfsmanna
og tveir fulltrúar frá SPRON . Hlutverk nefndarinnar er meðal ann-
ars að endurskoða jafnréttisáætlun SPRON á tveggja ára fresti og
að veita yfirmönnum fyrirtækisins aðhald þegar kemur að ráðning-
um og launakjörum. Við ráðningar er að horft til hvaða starfs er ver-
ið að ráða í og þá er reynt að gæta jafnræðis við hverja ráðningu.
Jafnréttisstefnan er nýtt þannig að skoðuð er samsetning kynja inna
starfseininga, þó hefur það ekki úrslitavald en tekið er mið af því og
reynt að gæta jafnræðis eins og hægt er.
Jafnréttisnefndin er hluti af starfsmannafélaginu og er skýrsla
jafnréttisnefndar borin undir aðalfund starfsmannafélagsins. Þar geta
starfsmenn komið með ábendingar en enginn kærumál hafa bor-
ist nefndinni. Við fylgjumst með hlutfalli karla og kvenna í stöðum hjá
SPRON, hver þróunin hefur verið, hve margir karlar og hve margar
konur hafa farið í fæðingarorlof, og því að karlar og konur hafi sömu
tækifæri til að afla sér menntunar bæði innan SPRON og utan.
Þrátt fyrir að lög geri ráð fyrir því að fjármálafyrirtæki eins og
SPRON séu með jafnréttisáætlun eru þau ekki mörg sem starfa eft-
ir virkri jafnréttisáætlun. Við höfum verið að ræða það eftir að SPRON
fékk þessa viðurkenningu, hvernig þetta varð svona og það má
kannski segja að þróunin í þessa átt sé búin að vera jöfn og þétt
undanfarin ár. Það skiptir líka miklu máli að yfirmenn taki þátt í þessu
og er þetta orðið hluti af menningu fyrirtækisins. Við gerum árlega
vinnustaðagreiningar meðal starfsmanna og þá höfum við spurt um
viðhorf til jafnréttismála. Við höfum séð að viðhorf starfsmanna til
jafnréttis innan SPRON er mjög jákvætt og verður jákvæðara með
árunum. Þá hefur starfsandinn þróast með þessari menningu og
8