Fréttablað SÍB - 01.09.1969, Page 12

Fréttablað SÍB - 01.09.1969, Page 12
10 - Alyktanir og tillögur STARFSHÖPS II. I. Um haust- og vetrarstarf samtakanna, Sambandsstjórnin geri stórátak til að kynna störf sín, verkefni og vandamál. Hán gangist fyrir fundum í starfsmannafélögum, þar sem mæti a.m.k. einn sambandsstjórnarmaður, er skýri frá verkefnum sambands st jórnar. Við höfum komizt að þeirri niðurstöðu, að við vitum harla lítið um störf sambandsstjórnar. Við vitum, að sífellt er sambandsstjórn að vinna að málefnum okkar, og öðru hverju sjáum við árangur þeirrar vinnu. Að sjálfsögðu er gerð grein fyrir þessu á sambandsþingi og eitthvað birtist í Bankablaðinu. Þeir okkar, sem ekki hafa setið sambandsþing, eru mjög fáfróðir um þessi mál. Við vitum ekki til, að haldin séu leiðar- þing í starfsmannafélögum, þar sem skýrt sé frá þingmálum, en svo þyrfti að vera. Sem fyrr er sagt; hinn almenni bankamaður veit harla lítið um viðhorf, erfiðleika og alla þá vinnu, sem sambandsstjórn leggur fram. Einhverja hugmynd um þetta viljum við fá fram á fræðslufundum ásamt verkefnum líðandi stundar. Fræðslu- og skemmtifundir þeir, sem sambandsstjórn gekkst fyrir á sl. vetri, er nýjung og teljum við það heppilegt fundaform til þessarar fræðslu. Við teljum það og heppilegt að blanda saman starfsfólki bankanna til kynningar. Við bendum á sögu- sýninguna sem mjög gott fræðsluefni um unna áfanga og sögu samtakanna. Allstór þáttur x starfsemi Sambandsins er norræn samvinna. Við leggjum a® þeir, sem af okkar hálfu taka þátt í henni nú í sumar eða haust, geri okkur grein fyrir því, sem þar er efst á baugi, segi fréttir af fundum og geri grein fyrir því, sem þeir á hinum Norðurlöndunum eru að berjast fyrir núna. Við vitum, að þeir eru komnir mjög langt á undan okkur á flestum sviðum, og það væri einnig mjög fróðlegt að kynnast því helzta, sem þeir hafa þegar náð, en við sjáum í hillingum. Við álítum, að það verði samtökum okkar mjög til góðs, að hinn almenni bankamaður fái samanburð í þessum efnum og geri sér ljóst, hvað hægt er að gera hér eins og annars staðar. Við bendum á erindi gesta okkar í upphafi þessarar ráðstefnu sem mjög til fyrirmyndar um slík fræðsluerindi.

x

Fréttablað SÍB

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablað SÍB
https://timarit.is/publication/981

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.