Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1915, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.04.1915, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 59 S. J., en ef svo skyldi hafa verdÖ, er það vel fariS að hann vakti athygli á þessu, svo mér gæfist tækifæri til þess að léiðrétta þennan misskilnng. Annars var mér ókunnugt um það, er eg ritaði greinina, á hvaða heimili sóttin hefði komið upp. G. H. Læknamálið. I janúarblaði Lbl. (bls. n), er smágrein: Mál og letur. Þessi smágrein hratt eftirfarandi orðum af stað : „Læknar hafa vanizt á aS notá útlend nöfn á flestu“, segir greinarhöf., og er þaö hverju orði sannara, eins og vér vitum, en á ekki að eins við um íslenzka lækna, heldur og lækna í öll- um nálægum löndum. Nú rekur þessi spurning upp höfuðið: Á að halda læknamálinu í ræðu og riti, eða á að láta það þoka fyrir móðurmálinu? Læknisfræðin notar eitt sameiginlegt mál, fræðiorðin eru á „læknamáli“, þ. e. grísk-latínu. Þetta er mikill og auðsær kostur. Vegna þessa er unt að hafa gagn af ritum á öllum þeim málurn, sem menn geta lesið nokk- urn veginn, því málið á bókunum, þjóðmálið, mun venjulega fremur létt. Læknamálið (þ. e. fræðiorðin á grísk-latínu) hefir mikið til síns gildis, og fer eg ekki frekar út í það efni, því að kostir þess munu öllum stéttarbræðrum mínum ljósir. Hvað mundi t. d. verða sagt, ef breyta ætti tveim sameiginlegum fræðimálum, máli stærðfræðinnar og söngfræð- innar, þannig, að hver þjóð notaði sitt mál og sína leturgerð? En svo koma gallar læknamálsins. Málhreinsunarmenn munu halda því fram, að það spilli móðurmálinu. Eg er ekki dómari í þeirri sök, en benda vil eg á eitt. Það má rita um fræöiefni vor á þann hátt, að móðurmálið sé bjagað með því, að breyta læknamáli í afskræmda islenzku, setja manns- höfuð á merarháls. En líka má rita óbjagaða íslenzku ásamt hreinu, ó- breyttu læknamáli á fræðiorðunum. Spillir það svo mjög móðurmálinu? Annars er auðvitað fleira að athuga en málið. Þegar eg t. d. sé getið um það í Lbl., að „situs fragminorum" sé tekinn með Röntgen „e f t i r tveimur lóðréttum stefnu m“, þá finst mér, að ritstjórnin hefði ekki átt að láta það frá sér fara óleiðrétt. Þá er vikið er sérstaklega að Lbl. og nýju orðunum í stað læknamáls- ins, skal bent á það, að til þess að skilja sum þeirra, verður að hafa lært áður merkingu þeirra, og mega þau því ekki standa enn þá án þýðingar (á læknamáli)*. Til þess að nýju orðin eigi rétt á sér, verður einnig að vera kleift, að rita með þeim um efnið jafn-nákvæmt og skýrt og annars. í janúarblaði (bls. 7) er notð orðið ”blóðfruma“ yfir leukozyt, en skömmu síðar er orðið „eitlafrumur“ án skýringar. Þess skal skýrt getið, að ekki er þetta sagt til hnjóðs höfundi, sem er vandvirkur dugn- aðarmaður, heldur til þess að benda á varasemi nýju orðanna. Tilgangur minn með línum þessum er sá, að bera upp fyrir stétt vorri á landi hér spurninguna: Á læknamálið að haldast í ræðu og riti, eða ekki? Hvert er álit lækna um það? Ef niðurstaðan verður sú, að það eigi að standa, þá má ekki stuðla að því, að það týnist læknastétt vorri í riti * Hvað er t. d. rennibelgnr? Er það bursa mucosa, vagina tendinis, eða hvorttveggja?

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.