Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1915, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.05.1915, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 67 skilja bókstaflega, þannig aö sjúklingunum batnaöi að fullu eftir einn skamt. Sjúkdómurinn tók sig upp hjá ýmsum, og einstaka sjúklingar dóu af meðalinu. Þetta uröu ýmsum svo mikil vonbrigöi, aö hætt var við sal- varsaniö aö mestu í heilum löndum, t. a. m. í Danmörku, um nokkuö lang- an tíma. Frakkar, sem höföu búið til annaö arsenmeöal, h e k t i n, töluðu fyrst framan af meö mikilli fyrirlitningu um „produktiö" frá Frankfurt, og tóku auðvitaö sitt meðal langt fram yfir það. Eftir þvi sem tímar hafa liðið, og reynsla manna hefir orðið meiri, munu flestir læknar vera ásáttir um þaö, að Ehrlichs meöal, salvarsan, sé eitt af beztu læknislyfjum, sem menn hafa gegn spirillasjúkdómum, og áhrifa- mikið viö ýmsum öörum protozoasjúkdómum. Áhrif þess á s y f i 1 i s, almennasta protozoasjúkdóminn, eru svo mikil, að lítt verður þaö variö, aö nota það ekki gegn honum, og þaö þó menn hafi jafngott meðal eins og kvikasilfriö er, því bæöi er þaö, aö ýmsar teg- undir af syfilis láta ekki undan kvikasilfri, og svo eru læknar þeirrar skoö- unar — einkum siðan aö blóðrannsóknir Wassermanns hófust — aö til- tölulega stórmikill fjöldi þeirra syfilissjúklinga, sem viröast læknaðir til fulls meö gömlu aöferðinni, hafi alls ekki verið orðnir lausir við sjúkdóm- inn, aö eg sleppi nú alveg tabes og paralysis generalis, sem kvikasilfur og joö hafa lítil áhrif á. Enda töldu margir læknar þessa sjúkdóma óskilda syfilis fram á síðustu tíma, þótt líklega enn fleiri hygöu þá standa í nánu sambandi við syfilis, vera afleiðingar hennar eöa skyldir henni, p a r a- s y f i 1 i s. Deilunni um þetta ætti nú að vera lokiö, úr því tekist hefir aö finna þá réttu syfilissóttkveikju í heila og mænu jjessara sjúklinga (Noguchi 1913). Dómarnir um lækningaáhrif meöalsins voru góðir, en ýmsir gallar fund- ust þó. Ehrlich hélt rannsóknum sínum áfram, og 1912 kom frá honum nýtt salvarsanmeöal, neosalvarsan eöa „9 1 4“. Átti það aö vera laust við þá galla, sem s. hefði, og þó eins gott. Að vissu leyti kann þaö að vera betra, helzt handa börnum, þó eru dómarnir einnig mismunandi um þaö. Ennfremur hefir Ehrlich búið til salvarsankopar (1913). Segir þaö sterkara en salvarsan, en gott geti verið að fara aö dæmi villimanna, sem eitri örvar sinar meö fleiri eiturefnum, þegar þeir vilji vanda sig. Öll þessi meðul erta, þegar þeim er spýtt inn undir húöina, en mismun- andi þó; salvarsankoparinn langmest, enda gefiö minst af honum. og frem- ur viö öörum sjúkdómum en syfilis. Ehrlich hefir sannaö, aö salvarsan drepur spirochæta pallida í líkam- anum, en myndar jafnframt „antikörper“. Menn hafa tekið eftir, aö mjólk mæöra, sem hafa syfilis, er stundum læknislyf við barnasyfilis. Sumir fullyrða aö ekkert arsen sé í slíkri mjólk, en „antikörper". Ehrlich o. fl. hafa sýnt, aö bæöi kemur þar arsen og svo losnar mikiö af inneitri, sem myndi „antilíkami" og þeir fari svo í mjólkina. Jessionek læknaði barn meö syfilis meö því aö gefa því mjólk úr geit, sem sýkt hafði verið með þeim sjúkdómi. Sal varsan-blóð vatnslækning. Plaut og fleiri hafa tekið blóövatn úr fólki, sem var nýlæknað með „606“ og spýtt því inn í syfilis- sjúklinga. Fengu þeir bata.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.