Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1915, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.05.1915, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 7i al annars á Laugarnesspítala. Árangurinn vafasamur, en tilraunum ekki lokiö enn. Þaö hefir verið reynt viö psoriasis, pemfigu s-tegundir, 1 i c h e n r u b e r og p 1 a n u s, en ekki þótt reynast vel. Aukaverkanir. Bólguþykkildi eöa b ó 1 g u h n ú s k a r (infiltröt) koma oft enn fyrir eftir injectiones intra muscul. og subcut., en sjaldnar og minni en fyrst framan af, og síöur ef meöalinu er spýtt inn á fascia glut. med., en ekki inn í sjálfa vöðvana. D r e p (necrosis) sjaldan, og ígerðir afarsjaldan, ef hreinlæti er nógu mikið. — Enn fremur taugaverkir, nevralgiæ. Menn veröa því aö vera nógu utarlega, til þess að koma ekki nálægt n. ischiadicus. Herxheimers einkenni kemur ekki sjaldan fyrir, þegar salvar- sanmeðul eru brúkuö við syfilis á öðru stigi, á hvaöa hátt sem þeim er spýtt inn. Þaö koma fyrstu dagana á eftir útbrot, papulæ og roseola með hita oft og einatt. Sjúkdómurinn viröist þá versna, en þessi útbrot hverfa aftur smámsaman. Slíkt kemur og fyrir stundum, en sjaldnar, þegar kvika- silfur hefir veriö brúkaö. Menn ætla, aö þaö sé aö kenna endotoxinum, sem losnaö hafi úr öllum þeim sóttkveikjusæg, sem drepist hafa eftir innspýt- inguna. Vilja því margir gefa kvikasilfursmyrsl á undan, io—14 daga, til að fækka þeim. — Það hefur nokkrum sinnum hjá holdsveikissjúkling- um minum komiö þrimlaútbrot skömmu eftir aö þeir hafa fengið salvar- san. Gæti verið af svipuöum ástæöum. Eftir injectiones intravenosæ kemur stundum, 2—3 klukkustundum síö- ar, k a 1 d a og svo h i t i, sem vanalega hverfur eftir fáar kl.stundir. Enn fremur ó g 1 e ö i, u p p s a 1 a, einstaka sinnum ni'öurgangur. En alt þetta er vant að standa stuttan tíma. Þó eru sjúklingar vanalega lystar- minni næsta dag. Ber helzt á þessu í fyrsta skifti, sem þeir fá salvarsan — eða neosalvarsan_— inn í æöarnar. Sagt er að retentio urinæ geti komið fyrir, en afarsjaldan. Einstaka sinnum kemur þaö fyrir, meðan veriö er aö spýta salv. i n n í æ ö a r, aö sjúklingurinn veröur alt í einu rauöur í andliti og þrútinn, og heitur, fær þrýstingsónot fyrir hjartað, æöaslátturinn lítill og því fylgir hræösla og mæöi. Þetta stendur sjaldan nema stutta stund, nokkrar mín- útur eöa upp í hálftima í lengsta lagi. Batnar fljótt af 1 cm. sol. adrena- Hni (1 milligram adrenalin). Menn ætla aö þetta komi af endotoxin-verk- unum, eöa af lausri eggjahvitu úr rauðum blóökornum, sem hafa eyðilagst (anaphylaktisk shok). Einn af mínum sjúklingum hefir orðið fyrir þessu. Á ööru stigi sjúkdómsins kemur einstaka sinnum fyrir m e n i n g i t i s a c u t a, nokkurs konar Herxheimers-einkenni. Skýringin er sú, aö í heila- himnum hafi leynst eitthvað af syfilissóttkveikjum án þess aö nokkur ein- kenni þaðan fylgdu. Meö því aö gefa nokkrar inunctiones á undan salvar- saninu hefir mönnum tekist aö losna aö mestu við þessa hættu, eöa ef þeir vilja ekki brúka kvikasilfur með, eins og Wechselmann, þá gera þeir Widalstilraun meö mænuvökva ætíö á þessu stigi sjúkdómsins, til þess aö ganga úr skugga um þaö, aö ekki séu nein bólgueinkenni í miðstöðvum taugakerfisins (levcocytosis eöa of mikil eggjahvíta). Þessar sömu rann- sóknir heimta þeir og seinna aftur og aftur endurteknar, ásamt Wasser- mannstilraunum, til þess aö hafa fulla vissu um, aö sjúklingurinn sé oröinn

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.