Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1915, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.05.1915, Blaðsíða 14
76 LÆKNABLAÐIÐ indikatíónin sé berklaveiki á háu stigi í ööru lunganu, þar sem hitt sé heil- brigt eöa lítið sjúkt. Auðvitað verður annað lungað að vera nokkurn veg- inn gott, því það eitt á að annast andardráttinn. Vitaskuld væri bezt, að það væri öldungis heilbrigt, en það er tiltölulega sjaldan, er um berkla- veiki á háu stigi er að ræða, og reynslan sýnir, að lítil og aðgjörðarlaus, og umfram alt ekki destruktiv, skemd batnar fremur en versnar við pn. hinumegin, jafnframt því að líðan mannsins verður betri og hin toxisku einkenni minni. Ágreiningurinn er nú um það, hvenær byrja skuli á meðferðinni,- hvort að eins skuli grípa til hennar þegar vonlaust sé um bata á annan hátt, eða byrja á henni fyr. Eg skal láta Forlanini sjálfan hafa orðið*: „Eg hygg að fullyrða megi, að indikation fyrir pn. sé í sérhverju tær- ingartilfelli, á hverju stigi, sem sýkin er, og sérstaklega er það álit mitt, að aðferðin eigi ekki að eins að vera ultima ratio fyrir þá sjúkl., sem annars er lítil von um.......og ástæður mínar eru þessar: i) Á því hærra stigi, sem sýkin er í lunganu, því minni líkindi eru til þess, að hitt lungað sé ósjúkt, 2) og því hættara er við samvexti i lungna- pokanum. 3) því takmarkaðri sem sýkin er í lunganu, sem þrýst er saman, þvi stærri verður hinn sjúki hluti, sem, eftir að meðferðinni er hætt, getur orðið starffær, og því meiri líkindi eru til þess, að þetta lunga geti tekið á sig alt öndunarstarfið, ef hinu þyrfti að þrýsta saman síðar meir. 4) Að endingu, ef sýkin er á háu stigi, er hætt við lungna-perforation (að kaverna opnist út í lungnapokann) og að það myndist opinn pyo-pneumothorax.“ Þó ræður hann ekki til að nota aðferðina við phthisis incipiens, „því ein- faldari meðferð sé þar æskilegri, því fremur er hægt að grípa til pn. síðar, ef annað ekki stoðar.“ Aftur á móti segir Brauer**: „.... Zunaechst sollten nur solche Patienten der Behandlung durch kuenstlichen Pneumotherax unterworfen werden, bei denen der Prozess, auf der in Kollaps zu bringenden Lunge, so schwer und ausgedehnt ist, dass nach den bestehenden klinischen Er- fahrungen eine Ausheilung o h n e den Eingriff unwahrscheinlich oder aus- geschlossen erscheint. Erst die Erfahrung laengerer Jahre wird uns lehren, ob wir von dieser vorsichtigen, scharf betonten Grundbedingung werden abgehen duerfen. Ich glaube zwar, dass wir mit der Zeit auch weniger schwere Faelle zulassen werden, möchte aber zunaechst dringend vor jeder Ueberstuerzung warnen.“ Varlegast hygg eg, að fara fremur eftir kenningu Brauers en Forlanini. Vitaskuld eru liorfurnar fyrir berklaveika sjúklinga einatt óglöggar, en svo mikið er víst, að það er álit margra eða allra þeirra, er iðkað hafa meðferð þessa að nokkrum mun, að hún hafi bjargað lífi margra þeirra, er annars var vonlaust um. Vitanlega er aðferðin árangurslaus við sjúkl., sem komnir eru alveg i opinn dauðan og ekkert mótstöðuafl hafa, þó að annað lungað sé tiltölulega heilt. Eins er varla mikils árangurs að vænta við mjög hraðfara tæringu. * Forlanini: Die Behandlung der Lungenschwindsucht mit dem keunstlichen Pneu- mothorax. ** L. Brauer: Die chirurgische Behandlung der Lungenkrankheiten. — Jahreskurse feur aerztliche Fortbildung. Februar 1910.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.