Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1915, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.05.1915, Blaðsíða 18
8o LÆKNABLAÐIÐ croup, 7, Choler. & Cat. intest. acutus 13, Gonorrhoea 11, Syphilis aqvisit. c. coitu imp. 3, Syph. congenita 1, Tuberculos pulm. & lar. 4, Tubercul aliis locis 5, Echinococcus 4, Scabies 19. (Sjúkl. með Gon. og Syph. voru allir íslenzkir nema 1.) J. Hj.Sigurðsson. Akureyri 27. apríl. Heilsufar hér er áð skána. K í g h ó s t i og h e 11 u- s ó 11 eru að detta úr sögunni, og aðrar sóttir ekki komið i þeirra stað. Enginn sýkst af p o 1 i o m y e 1 i t i s síðustu 7 vikurnar. Menn óttast að eins að þessi svo nefnda influenza flytjst með skipunum. Stgr. Matth. Sérfræðingar. Jón Kristjánsson læknir, sem áður hefir stundað nuddlækning- ar, er nú kominn aftur úr utanför sinni og seztur að hér í bænum. Hann hefir lagt stund á gigt- og hjartasjúkdóma (á Finsensstofnun- inni), og ætlar að fást einkum við lækningar á þeim kvillum jafnframt fysiotherapie. í því augnamiði hefir hann aflað sér allmikilla áhalda og munu þau fæst hafa verið notuð hér áður. Áður langt um liður er von á öðrum sérfræöingi hingað : H a 11 d ó r i H a 11 s e n. Hann ætlar að verja miklum tíma erlendis til þess að'læra meðferð m e 11 i n g a r k v i 11 a. H. H. er námsmaður með afbrigðum, og enginn efi á því, að hann verði leikinn í sinni grein. Ef þessu heldur áfram, verður hér í Rvík hreint safn af sérfræðingum í læknislist. Læknar á lausum kili. í janúarblaðinu var getið lausra læknishéraða og þeirra, sem í þaim sætu sem stæði. En auk þeirra eru þessir læknar á lausum kili: K o n r á ð K o n r á ð s s o n, situr í vetur á Eyrarbakka. B j a r n i S n æ b j ö r n s- s b n, hefir enn ekki siglt; hefur í vetur þjónað Patreksfjarðarhéraði í utanför héraðslæknis. G u ð m. Á s m u n d s s o n, hefir heldur ekki siglt; þjónar fyrir Ingólf Gíslason á Vopnafirði meðan hann er í utanför. Fréttir eru af skornum skamti í þessu blaði vegna fjarveru 1 a n d 1 æ k n i s. Hann er á eftirlitsferð á Austfjörðum, og kynnir sér þá væntanlega ástand alt í Eskifjarðarhéraði. Væri þess óskandi, að koma hans gæti miðlað málum og bætt samkomulag þar eystra. Þessir hafa borgað blaðið: Gunnl. Claessen, Ól. Þorsteinsson, Gísli Guð- mundsson gerlafræðingur, Halld. Gunnlögsson, Konr. Konráðsson, M. Júl. Magnús, Jón Blöndal, Árni Árnason, Þórður Sveinsson, Þórður Thor- oddsen, Magnús Einarsson dýralæknir, Gisli Pétursson, Þorgrímur Þórð- arson, Þorbjörn Þórðarson, Bjarni Snæbjörnsson, Stefán Gíslason, Ei- rílcur Kjerúlf, Magnús Snæbjörnsson, Halldór Steinsson, Magnús Péturs- son, Guðm. Ásmundsson, Sigurjón Jónsson, Guðm. Thoroddsen, Stein- grímur Matthíasson, Árni Helgason, Jónas Jónasson, Magnús Jóhannsson, Jónas Kristjánsson. Prentsmiðjan Rún. — Reykjavík.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.