Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.1915, Qupperneq 14

Læknablaðið - 01.09.1915, Qupperneq 14
140 LÆKNABLAÐIÐ um degi var m.h. 37.7, kv.h. 39.3. Sí'ðan m.h. 39, kv.h, milli 39.3 og 39.5. Eftir aðra innspýtingu féll hitinn kvölds og morgna um 0.2—0.4 næstu 8 daga. Frá 8. degi enginn sótthiti. I þessu tilfelli hafa innspýtingarnar, sökum þess mikla Bronchitis, sem sjúkl. hafði, ekki haft nein áhrif á hitann, en aftur á móti haft mikil og góð áhrif á sjálfan sjúkdóminn og líðan sjúklingsins. 4. önnur tilfelli telur höf. í þessum flokki með líkum árangri. 3. flokkur. Sjúkl. 25 ára. Ekki fengið antitoxin. Kom á 6. degi ti'l Bartenstein. Jafn hiti um 40 til 15. dags. Á 15. degi og aftur á 19. degi 0.15 og á 23. degi 0.30 Neosalvarsan. Mjög þungt haldinn, útbreidd lungnabólga neðantil, — (er svo að sjá, sem hún hafi verið beggja megin. Ref.) — algerlega rænulaus, hjart- slátturinn mjög linur, profus niðurgangur, Decubitus. Widal, gallrann- sókn -(-. Mikil albuminuri. Innspýtingarnar hafa engin sýnileg áhrif á líðan sjúklingsins. Lungna- bólgan og hjartalömunin er enn óbreytt 4 dögum eftir 3. innspýtingu, en sjúkl. er eftir hana með rænu um daga. Næstu 24 kl.st. eftir allar innspýtingarnar, féll hitinn um 1—i]/2 gráðu, eftir þann tíma er engan mun að sjá á hitasóttinni, sem er mjög remit- terandi. Sjúklingurinn er fyrst hitalaus 11 dögum eftir síðustu innspýt- inguna. Sjúkl. fór smábatnandi og var orðinn albata á 7. vilcu. í 2.—4. viku var sjúkl. svo þungt haldinn, að samlæknir minn, segir höf., áleit alveg von- laust, að honum yrði bjargað. í þessum flokki eru önnur tvö tilfelli með líkum árangri. 4. flokkur. Nr. 19. Sjúkl. 37 ára. Ekki fengið antitoxin. Kom á 8. degi til Bartenstein með Tp. 39.8. Á 9., 12. og 17. degi 0.30 Neosalv. í hvert skifti. . Við innkomu ekki meira en í meðallagi þungt haldinn. Á 12. degi bætt- ist við afleitur Parotitis, sem óx afskaplega fljótt. Samtímis fékk sjúkl- einnig útbreidda lungnabólgu. Alveg rænulaus. Ómögulegt að koma nokkr- um mat í hann. Widal, Diazo +. Taugaveikisgerlar í blóði. Eftir fyrstu innspýtinguna létti sjúkl. svo í 2 daga, að næstu innspýt- ingu, sem hann þó kveinkaði sér nokkuð við, kallaði hann „Wunder- spritze". 2. og 3. innspýtingin (eftir að parotitis og lungnabólgan höfðu bæzt við) höfðu engin áhrif á líðan sjúkl. eða einstök sjúkdómseinkenni. Á öðrum degi eftir fyrstu innspýtingu m.h. 37.8, kv.h. 37.7. Næsta dag m.h. 39. Eftir það var hitinn stöðugt rnilli 39 og 40. Exitus á 19. degi. Áhrif 1. innspýtingarinnar voru mjög greinileg. Eftir að komplikation- irnar höfðu bæzt við, hafði Neosalvarsanið engin áhrif. Líkskurðurinn sýndi: þroti í Solitærfolliklunum og Peyer’s plaques i mjógirninu, hæmor- rhagisk bólga í báðum lungum neðan til. Septisk infarkt í milta. Nokkur miltistumor. „Triibe Schwellung“ í organa parenchymatosa. Geypileg hæmorrhagisk bólga í v. Parotis og lymfukirtlunum v. m. á hálsinum. I 2 öðrum álíka þungum tilfellum hafði Neosalvarsan heldur engin áhrif. Mors í báðum. Til þess að meta gagnið af Neosalv. við taugaveiki, kemur að eins 1. og 2. fl. til greina. — Neosalvarsan viröist engin áhrif hafa á Pnevmon.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.